Ég var rétt í þessu að bæta póstkortlaga tóli við hérna fyrir neðan hverja færslu. Ef þú smellir á tólið gefst þér færi á að senda hverja og eina færslu á síðunni til einhvers sem þér er ýmist vel eða illa við. Prófaðu.
Eitt verð ég þó að taka fram í framhaldi af þessu; stranglega bannað er að spamma ppl með blogginu og þannig fá það til að öskra "WTF!". Þannig myndiru aðeins kalla yfir þig lagg axlabandagerðamannsins sem svo aftur myndi benda til þess að þú værir fkn noob sem yrði counterhackaður af 1337 camper fljótlega. Kmr.
þriðjudagur, 31. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Næsta sólarhringinn mun ég að öllum líkindum hverfa úr stafræna heiminum að mestu. Ég náði að brjóta hleðslutækið að gemsanum mínum svo ekki er hægt að hlaða hann og því lætur hann lífið tímabundið eftir nokkra tíma. Svo mun ég flytja inn á stúdentagarða næsta sólarhringinn eða svo en þar er ekki netsamband og hyggst ég eyða þar talsverðum tíma til að byrja með.
Ég mæli með því að fólk sem þarf að koma mjög áríðandi upplýsingum að mér að senda sms núna, ellegar næstu daga grjóthalda kjafti.
Hafið þó engar áhyggjur, þetta blogg heldur áfram þrátt fyrir gríðarleg andlegt getuleysi í bloggmálum síðustu vikuna eða svo. Ekki spyrja hvernig.
Ég mæli með því að fólk sem þarf að koma mjög áríðandi upplýsingum að mér að senda sms núna, ellegar næstu daga grjóthalda kjafti.
Hafið þó engar áhyggjur, þetta blogg heldur áfram þrátt fyrir gríðarleg andlegt getuleysi í bloggmálum síðustu vikuna eða svo. Ekki spyrja hvernig.
mánudagur, 30. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Dýrð sé drottni og englunum hans; ég hef bætt við myndum á myndasíðuna. Hér getið þið séð þær. Endilega skrifið komment eða ég banka uppá hjá ykkur og kref ykkur um afsökun fyrir letinni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú er liðin rúm vika þar til ég kom til Reykjavíkur. Tími til kominn að fara yfir það sem á daga mína hefur drifið. Á þessum tíma hef ég...
..hvorki skokkað né spilað körfubolta.
..enga nögl klippt.
..sofið yfir mig tvisvar.
..sofið í tímum tvisvar.
..ekki keyrt bifreið.
..tekið tvær myndir á myndavélina.
..eytt 95% af mínum vakandi stundum í skólanum.
..sofið alls um 50 tíma.
..misst vitið um 7%.
..tekið strætó 7 sinnum.
Annars ekkert. Tveir dagar í að ég flyt inn á stúdentagarðana og mun í fyrsta sinn búa einn. Ó þvílík tilhlökkun.
..hvorki skokkað né spilað körfubolta.
..enga nögl klippt.
..sofið yfir mig tvisvar.
..sofið í tímum tvisvar.
..ekki keyrt bifreið.
..tekið tvær myndir á myndavélina.
..eytt 95% af mínum vakandi stundum í skólanum.
..sofið alls um 50 tíma.
..misst vitið um 7%.
..tekið strætó 7 sinnum.
Annars ekkert. Tveir dagar í að ég flyt inn á stúdentagarðana og mun í fyrsta sinn búa einn. Ó þvílík tilhlökkun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er að breytast. Í tíma í dag hló ég einn upphátt að eftirfarandi frásögn kennara, sem er reyndar einstaklega skondinn í útliti:
"Um 1984 komst verðbólgan á Íslandi yfir 100% yfir heilt ár sem er býsna hátt en nær þó ekki alveg metinu sem sett var í Þýskalandi skömmu eftir fyrri heimstyrjöldina en þá náði hún 1.300.000.000 (þrettánhundruðmilljón) prósent á einu ári."
Ég vona, þrátt fyrir þessa breytingu mína, að fólk flýji ekki í ofboði af síðunni. Ég gæti breyst aftur, jafnvel strax eftir að þessari færslu lýkur.
"Um 1984 komst verðbólgan á Íslandi yfir 100% yfir heilt ár sem er býsna hátt en nær þó ekki alveg metinu sem sett var í Þýskalandi skömmu eftir fyrri heimstyrjöldina en þá náði hún 1.300.000.000 (þrettánhundruðmilljón) prósent á einu ári."
Ég vona, þrátt fyrir þessa breytingu mína, að fólk flýji ekki í ofboði af síðunni. Ég gæti breyst aftur, jafnvel strax eftir að þessari færslu lýkur.
sunnudagur, 29. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ætli það tengist því eitthvað að framfærsla námsmanna er núorðið metin talsvert undir lágmarkslaunum fátækustu íslendinganna að bankarnir hafa skipt út "Nám er vinna" fyrir "nám er lífsstíll"?
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins get ég fært sönnur á það sem ég hef sagt í margar mínútur; að fólkið í Reykjavík er risavaxið og að myndavélaflass virkar ekki á mig. Á þessari mynd frá vísindaferðinni á föstudaginn stóð ég nákvæmlega jafn langt frá myndavélinni og þeir risar sem þarna sjást, ef þið takið eftir mér yfir höfuð þar sem flassið á myndavélinni hefur náð að sneiða framhjá mér.
laugardagur, 28. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég finn síðu á ca hálfs árs fresti sem fær mig til að hlægja upphátt og vel það. Þessi síða fékk mig til að míga blóði úr hlátri.
Eftir á að hyggja þá gæti það líka verið magasárið sem er að stríða mér.
Eftir á að hyggja þá gæti það líka verið magasárið sem er að stríða mér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær um klukkan 17:00 lagði ég af stað í vísindaferð með 249 öðrum nemendum í Háskóla Reykjavíkur. Leiðin lá í KB banka þar sem starfsemin var kynnt og nemendum boðið upp á áfengi og ýmislegt að borða. Þaðan lá leiðin á tíundu hæð kringlunnar þar sem fólk drakk meira, dansaði og lét öllum illum látum. Þaðan var svo farið niður í bæ þar sem ég fékk mér (grænmetis)subway og gekk svo sallarólegur heim eftir að hafa reynt allt til að skemmta mér betur, þ.á.m. drekka tvo heila bjóra, sem ég alla jafna drekk ekki.
Eftirfarandi fá þakkir fyrir/eftir gærkvöldið:
Heiðdís: fyrir að draga mig í þetta.
Daníel HRingur: fyrir að halda mér félagsskap.
Einhver HR stelpa: fyrir að halda að ég væri dópsali og biðja um í nös.
Ég: fyrir að vera svona æðislegur.
Þórey Jóns: fyrir að taka þessa mynd og setja á netið.
Kvöldið fær eina og hálfa stjörnu af fjórum.
Eftirfarandi fá þakkir fyrir/eftir gærkvöldið:
Heiðdís: fyrir að draga mig í þetta.
Daníel HRingur: fyrir að halda mér félagsskap.
Einhver HR stelpa: fyrir að halda að ég væri dópsali og biðja um í nös.
Ég: fyrir að vera svona æðislegur.
Þórey Jóns: fyrir að taka þessa mynd og setja á netið.
Kvöldið fær eina og hálfa stjörnu af fjórum.
föstudagur, 27. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í fyrsta sinn um ævina og sennilega það eina, kvíði ég mikið fyrir helginni sem er að byrja því ég mun ekki hafa neitt að gera. Það að hafa ekkert að gera um helgar er reyndar uppáhaldsiðja mín en í þetta skiptið leyfa aðstæður mér ekki að njóta letilífsins þar sem ég er háður mínum eigin híbýlum, peningum og jafnvel Egilsstöðum.
Ég byrja þó helgina á súrrandi fylleríi í vísindaferð sem byrjar eftir rúma þrjá tíma.
Ég byrja þó helgina á súrrandi fylleríi í vísindaferð sem byrjar eftir rúma þrjá tíma.
fimmtudagur, 26. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag keypti ég mér ca þúsund blaðsíðna bók fyrir tölfræði sem er í frásögu færandi af því bókin kostaði 5.500 krónur sem væri fínt verð fyrir nýja bók (úr gulli) en þessi er notuð og vel það.
Bókaútgefendur eiga það nefnilega til að bæta nægilega miklu við námsbækurnar árlega svo það sé álitið betra að eiga nýjasta eintakið um leið og þeir viðhalda og jafnvel hækka verðið, sem er þegar nógu djöfull hátt, vegna þess að nemendur verða að kaupa þetta til að standa sig í skólanum.
Ekki lengur þó. Ég set fordæmið og hef hætt að kaupa bækur dýrum dómi. Ég hætti reyndar að kaupa bækur að mestu í fyrra en betra er seint en aldrei að blogga um það. Samfara námsbókaútgefendum!
Bókaútgefendur eiga það nefnilega til að bæta nægilega miklu við námsbækurnar árlega svo það sé álitið betra að eiga nýjasta eintakið um leið og þeir viðhalda og jafnvel hækka verðið, sem er þegar nógu djöfull hátt, vegna þess að nemendur verða að kaupa þetta til að standa sig í skólanum.
Ekki lengur þó. Ég set fordæmið og hef hætt að kaupa bækur dýrum dómi. Ég hætti reyndar að kaupa bækur að mestu í fyrra en betra er seint en aldrei að blogga um það. Samfara námsbókaútgefendum!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef aldrei upplifað jafn tilgangslitla skólaviku á öllum mínum skólaferli. Ég hef núna setið í tímum í ca tvo og hálfan tíma á fjórum dögum, þar af var kynning rúmlega hálftími og restin efni sem ekki er til prófs og þar af leiðandi tilgangslaust. Ég ætla því að nota restina af vikunni í að finna upp tímavél til að fara aftur til sunnudagsins síðasta og sannfæra mig um að ég eigi að fresta för minni til Reykjavíkur um viku.
miðvikudagur, 25. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í bíó um daginn, á myndinni Fahrenheit 9/11, náði ég þeim merkilega árangri að hósta með nefinu hvað eftir annað. Það var mjög vandræðalegt í hléinu þegar fólk var að reyna að tala saman en þó öllu vandræðalegra þegar snarvæmna atriðið í myndinni stóð sem hæst, grafarþögn ríkti og margir við að bresta í grát. Það er svona að gleyma öllu í bílnum, þ.á.m. hálstöflunum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef nú þegar, á þriðja skóladegi mínum, náð einum áfanga. Þeim áfanga var náð þegar ég skráði mig í vísindaferð fyrr í dag í fyrsta sinn. Þetta er stór áfangi fyrir mig sem hingað til hef ekki drukkið áfengan dropa í Reykjavík á meðan ég er í Háskóla Reykjavíkur. Ég hef svo tækifæri á að ná öðrum áfanga á föstudaginn en hann felur í sér að mæta í vísindaferðina og skemmta mér vel í faðmi skólafélaganna. Verst að þessir áfangar gefa mér engar einingar.
þriðjudagur, 24. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Michael Moore, leikstjóri Fahrenheit 9/11.
Í gærkvöldi sá ég stórmyndina Fahrenheit 9/11 sem er heimildarmynd um George W. Bush, Hitler samtímans. Myndin er skemmtilega sett upp þar sem Michael Moore fer á kostum, eins og svo oft áður. Farið er í gegnum forsetatíð hans og ýmislegt saurugt dregið upp. Mjög áhugaverð mynd svo ekki sé meira sagt. Mæli með henni fyrir alla, þó sérstaklega hægrisinnaða bandaríkjadýrkendur.
Þrjár og hálf stjarna af fjórum. Hálf dregin af henni fyrir óþarfa væmni á kafla.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það getur verið dýrt að lifa í Reykjavík. Hér er eitt dæmi. Ég ætla að leigja herbergi á stúdentagörðum:
Staðfestingargjald: 30.000 krónur
Umsýslugjald: 3.000 krónur
Þinglýsing á leigusamningi: 1.500 krónur
Verð að vera í Visku, nemendafélagi: 5.000 krónur.
Leiga: 16.000 krónur á mánuði
Hússjóður: 6.500 krónur á mánuði.
Alls: 62.000 krónur fyrsta mánuðinn.
Á móti kemur að ég fæ 30.000 krónurnar endurgreiddar næsta sumar ef ég skila herberginu í fullkomnu ásigkomulagi, fæ ókeypis bjór (sem ég drekk ekki) í Visku og fæ eitthvað endurgreitt í gegnum húsaleigubætur. Það breytir því þó ekki að ég þarf að greiða 62.000 krónur í dag fyrir þetta herbergi.
Staðfestingargjald: 30.000 krónur
Umsýslugjald: 3.000 krónur
Þinglýsing á leigusamningi: 1.500 krónur
Verð að vera í Visku, nemendafélagi: 5.000 krónur.
Leiga: 16.000 krónur á mánuði
Hússjóður: 6.500 krónur á mánuði.
Alls: 62.000 krónur fyrsta mánuðinn.
Á móti kemur að ég fæ 30.000 krónurnar endurgreiddar næsta sumar ef ég skila herberginu í fullkomnu ásigkomulagi, fæ ókeypis bjór (sem ég drekk ekki) í Visku og fæ eitthvað endurgreitt í gegnum húsaleigubætur. Það breytir því þó ekki að ég þarf að greiða 62.000 krónur í dag fyrir þetta herbergi.
mánudagur, 23. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það lítur út fyrir að síðhærði strákurinn á viðskiptabraut Háskóla Reykjavíkur hafi farið í klippingu í sumar og því orðinn stutthærður. Þarmeð er ég orðinn síðhærðasti karlkyns viðskiptafræðineminn á öðru ári í Háskóla Reykjavíkur, ársins. Aldrei óraði mig fyrir þessum árangri mínum þegar ég mætti hérna fyrir nákvæmlega ári síðan, snöggklipptur eins og ungabarn.
Ég verð krýndur við hátíðlega athöfn í huga mér klukkan 14:00 á morgun.
Ég verð krýndur við hátíðlega athöfn í huga mér klukkan 14:00 á morgun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er sumrinu lokið og ég knúinn til að fara yfir sumarið og áætlanir þær sem ég setti mér fyrir það:
1. Lyfta mikið: 90% árangur. Byrjaði illa en tók mig á eftir að ég fann Soffíu lyftingafélaga.
2. Synda mikið: 30% árangur. Byrjaði vel en tók mig á og hætti því alveg undir lokin. Lá þess í stað í sólbaði í sundi.
3. Spila körfubolta mikið: 95% árangur þar sem ég mætti á 95% æfinga.
4. Drepa engan: 97% árangur.
5. Djamma mikið: 40% árangur. Gerði alltof lítið af því að drekka.
6. Vinna mikið: 60% árangur. Eins og svo oft áður; byrjaði vel en letin jókst með hækkandi hitastigi.
7. Spara pening: -80% árangur. Skulda eins og vindurinn eftir sumarið, hvernig sem ég fór að því.
8. Verða heimsfrægur: 2% árangur. Kom fram fjórum sinnum í austurglugganum.
9. Taka mikið af myndum: 20% árangur. 1 prósent fyrir hverja mynd sem ég tók.
10. Ná að skrifa 10 markmið í bloggið eftir sumarið: 100% árangur.
Allt í allt um 75% árangur í sumar. Sumarið fær því þrjár stjörnur af fjórum í einkunn.
1. Lyfta mikið: 90% árangur. Byrjaði illa en tók mig á eftir að ég fann Soffíu lyftingafélaga.
2. Synda mikið: 30% árangur. Byrjaði vel en tók mig á og hætti því alveg undir lokin. Lá þess í stað í sólbaði í sundi.
3. Spila körfubolta mikið: 95% árangur þar sem ég mætti á 95% æfinga.
4. Drepa engan: 97% árangur.
5. Djamma mikið: 40% árangur. Gerði alltof lítið af því að drekka.
6. Vinna mikið: 60% árangur. Eins og svo oft áður; byrjaði vel en letin jókst með hækkandi hitastigi.
7. Spara pening: -80% árangur. Skulda eins og vindurinn eftir sumarið, hvernig sem ég fór að því.
8. Verða heimsfrægur: 2% árangur. Kom fram fjórum sinnum í austurglugganum.
9. Taka mikið af myndum: 20% árangur. 1 prósent fyrir hverja mynd sem ég tók.
10. Ná að skrifa 10 markmið í bloggið eftir sumarið: 100% árangur.
Allt í allt um 75% árangur í sumar. Sumarið fær því þrjár stjörnur af fjórum í einkunn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í nótt klukkan 02:00 að staðartíma lét ég lífið að innan þegar ég kom í Reykjavík. Ég kýs þó að líta björtum augum á þennan dauða í ljósi þess að ég var haldinn skítlegu eðli. Þarmeð líkur flóði svartsýnisfærslna í bili og við tekur tilhlökkun að flytja inn á stúdentagarða þann 1. september.
sunnudagur, 22. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég stend í flutningum í dag og í kvöld yfirgef ég Egilsstaði til lengri tíma litið í fimmta skiptið. Það verður aldrei auðveldara.
Allavega, til að fólk yfirgefi ekki síðuna í hrönnum þá koma hér tveir hlekkir sem það getur dundað sér við að skoða á meðan ég blogga ekki (næstu ca 24 tímana eða svo).
Mah Jong: Mjög skemmtilegur kapall sem ég hef eytt mörgum klukkutímum í í hádeginu á skattstofunni.
Mjög skemmtileg teiknimynd sem KO kid mælir með.
Allavega, vertu sæll Fellabær. Sé þig næst um jólin.
Allavega, til að fólk yfirgefi ekki síðuna í hrönnum þá koma hér tveir hlekkir sem það getur dundað sér við að skoða á meðan ég blogga ekki (næstu ca 24 tímana eða svo).
Mah Jong: Mjög skemmtilegur kapall sem ég hef eytt mörgum klukkutímum í í hádeginu á skattstofunni.
Mjög skemmtileg teiknimynd sem KO kid mælir með.
Allavega, vertu sæll Fellabær. Sé þig næst um jólin.
laugardagur, 21. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Var að uppgötva mér til skelfingar að ég tapaði ekki aðeins forritunum mínum í gær þegar tölvan gekk af göflunum heldur líka allri minni tónlist, þ.á.m. öllum diskum Nick Cave og The White stripes. Ó mig auman!
Dagurinn hefur annars farið í að pakka niður, ganga frá, pakka frá og ganga niður. Ennfremur hugsaði ég ekki neitt sniðugt til að blogga um.
Dagurinn hefur annars farið í að pakka niður, ganga frá, pakka frá og ganga niður. Ennfremur hugsaði ég ekki neitt sniðugt til að blogga um.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Endurformöttun var ráðið sem ég greip til í gær eftir að tölvan snappaði. Þarmeð hef ég tapað öllum mínum forritum og öðru sem gott var að grípa í.
Allavega, ég hef lært að sætta mig við að sumrinu er lokið og að ég fari aftur til Reykjavíkur annað kvöld. Ég biðst afökunnar til þeirra sem urðu fyrir líkamlegum skaða af þessari afneitun minni.
Lofa að skrifa eitthvað meira áhugavert næst.
Allavega, ég hef lært að sætta mig við að sumrinu er lokið og að ég fari aftur til Reykjavíkur annað kvöld. Ég biðst afökunnar til þeirra sem urðu fyrir líkamlegum skaða af þessari afneitun minni.
Lofa að skrifa eitthvað meira áhugavert næst.
föstudagur, 20. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Min grátlega afsökun fyrir tölvu hrundi í kvöld. Skitan af manni, Bill Gates hannaði nefnilega handónýtt stýrikerfi um árið sem snappaði og olli því að ég tapaði öllu úr henni. Þetta er skrifað úr tölvu bróðir míns.
Ég slæ því þessu bloggi á frest þar til ég hef myrt Bill Gates eða gert við tölvuruslið.
Ég slæ því þessu bloggi á frest þar til ég hef myrt Bill Gates eða gert við tölvuruslið.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Stundum hugsa ég og þá er voðinn vís. Oftar en ekki botna ég ekkert í sumum hlutum sem ég hugsa um. Hér eru nokkur dæmi:
* Stjörnumerki. Af hverju þekkja allir stjörnumerkið sitt? Glórulaus speki.
* Sturtuferðir í íþróttahúsum og sundlaugum, eins og áður hefur komið fram. Það er ekkert eðlilegt við að fara í sturtu með sama kyni.
* Hlátur. Fáránlegt fyrirbæri þegar maður hugsar út í það.
* Grátur. Vatn lekur úr augunum og raddböndin láta ekki að stjórn. Getur líkaminn ekki þróað þetta af sér?
* Akfeitt fólk. Hvernig getur fólk leyft sér að verða þannig? Óskiljanlegt. Mjög einfalt, ef þú borðar meira en líkaminn er að brenna fitnaru. Annað hvort að hreyfa sig meira en borða minna.
* Afmæli. Til að byrja með þá er ekkert merkilegt við að jörðin hefur snúist ákveðið oft í kringum sólina frá því að maður kom út úr manneskju. Í öðru lagi þá er það aldrei fagnaðarefni að eldast um eitt ár og þannig færast nær dauðanum. Af hverju er þessi dagur haldinn hátíðlegur? Sennilega til að fylla upp í andlega tómarúmið og fá athygli á 365,25 daga fresti.
* Brúðkaup. Tilgangslaust fyrir utan auðvitað að tapa peningum í gegnum skattinn.
Ég vona að ég sé að ná þessari svartsýni úr kerfinu hjá mér með þessu nöldri.
* Stjörnumerki. Af hverju þekkja allir stjörnumerkið sitt? Glórulaus speki.
* Sturtuferðir í íþróttahúsum og sundlaugum, eins og áður hefur komið fram. Það er ekkert eðlilegt við að fara í sturtu með sama kyni.
* Hlátur. Fáránlegt fyrirbæri þegar maður hugsar út í það.
* Grátur. Vatn lekur úr augunum og raddböndin láta ekki að stjórn. Getur líkaminn ekki þróað þetta af sér?
* Akfeitt fólk. Hvernig getur fólk leyft sér að verða þannig? Óskiljanlegt. Mjög einfalt, ef þú borðar meira en líkaminn er að brenna fitnaru. Annað hvort að hreyfa sig meira en borða minna.
* Afmæli. Til að byrja með þá er ekkert merkilegt við að jörðin hefur snúist ákveðið oft í kringum sólina frá því að maður kom út úr manneskju. Í öðru lagi þá er það aldrei fagnaðarefni að eldast um eitt ár og þannig færast nær dauðanum. Af hverju er þessi dagur haldinn hátíðlegur? Sennilega til að fylla upp í andlega tómarúmið og fá athygli á 365,25 daga fresti.
* Brúðkaup. Tilgangslaust fyrir utan auðvitað að tapa peningum í gegnum skattinn.
Ég vona að ég sé að ná þessari svartsýni úr kerfinu hjá mér með þessu nöldri.
fimmtudagur, 19. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er komið að kveðjustund við bíl minn, Mitzubichi Lancer '87, í bili því Björgvin bróðir mun keyra á honum suður í dag. Hann kemur ekki aftur á honum í tæka tíð fyrir brottför mína og því kveð ég hann í dag. Síðasta ferðin mín á honum í bili verður farin klukkan 16:10 í dag frá skattstofunni. Fólk sem vill kveðja hann er vinsamlegast beðið um að gjöra það milli 16:20 og 17:00 við Helgafellið. Blómsveigar eru þakkaðir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Segið mér nú eitthvað í ummælunum svo ég verði ekki geðveikur á þessari þögn og hugsunum mínum sem allar tengjast kvíða við að fara héðan, frá fjölskyldu, vinum og góða veðrinu yfir í helvíti íslendinga; Reykjavík til þess að vera stressaður annan hvern dag yfir skólanum sem mun verða erfiðari þetta árið en það síðasta, að sögn.
miðvikudagur, 18. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ísland var að sigra Ítali í vináttulandsleik í fótbolta á laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Ég er í fyrsta sinn við það að fara að gráta úr hamingju. Áður en dagurinn er búinn mun ég þá hafa grátið þrisvar í dag. Fyrst þegar ég vaknaði snemma í morgun og grét vegna þess hversu kvefaður ég var. Núna næst vegna þjóðarstolts og í þriðja sinn eftir ca 10 mínútur þegar ég stend upp og fatta hversu stirður ég er orðinn á því að gera ekkert síðustu daga vegna kvefs. Kannski ég gráti í fjórða sinn yfir því hversu leiðinleg þessi færsla er og ókarlmannleg.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þar sem að þið hafið verið svo þægir lesendur undanfarið ætla ég að deila með ykkur uppskrift sem ég hef lifað á í sumar. Ég vara ykkur þó við, hún er geðveikislega flókin, þó hún sé ódýr.
Hráefni:
Rookee núðlupoki (með kjöt/kjúklinga bragðefni) = 18 krónur í bónus
1/5 úr mozarella niðurrifnum ostapoka = 30 krónur (150 krónur pokinn í bónus)
Suðuvatn = 0 krónur
Drykkjarvatn = 0 krónur
Sjúkir eldamennskuhæfileikar = Ómetanlegt
Leiðbeiningar:
Vatn hitað þar til það er farið að sjóða.
Núðlum stungið í vatnið og þær látnar liggja í ca 3 mínútur.
Bragðiefni hellt út í.
Vatni hellt úr pottinum og slökkt á hellu.
Osti hellt í pottinn og hrært vel saman.
Vatn tekið úr ísskápnum, helst í eins lítra flösku.
Étið með bestu list.
Hringt í Finn og þakkað fyrir góð ráð.
Nú vitið þið hvað ég hef borðað og mun halda áfram að borða í allan vetur. Alls um 1.440 krónur í mat á mánuði, sem er ágætlega sloppið.
Hráefni:
Rookee núðlupoki (með kjöt/kjúklinga bragðefni) = 18 krónur í bónus
1/5 úr mozarella niðurrifnum ostapoka = 30 krónur (150 krónur pokinn í bónus)
Suðuvatn = 0 krónur
Drykkjarvatn = 0 krónur
Sjúkir eldamennskuhæfileikar = Ómetanlegt
Leiðbeiningar:
Vatn hitað þar til það er farið að sjóða.
Núðlum stungið í vatnið og þær látnar liggja í ca 3 mínútur.
Bragðiefni hellt út í.
Vatni hellt úr pottinum og slökkt á hellu.
Osti hellt í pottinn og hrært vel saman.
Vatn tekið úr ísskápnum, helst í eins lítra flösku.
Étið með bestu list.
Hringt í Finn og þakkað fyrir góð ráð.
Nú vitið þið hvað ég hef borðað og mun halda áfram að borða í allan vetur. Alls um 1.440 krónur í mat á mánuði, sem er ágætlega sloppið.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það hlaut að koma að því. Myndasagan Grettir hefur smámsaman farið aftur síðustu árin þó að annað slagið komi ágætlega fyndnar teiknimyndir. Þetta comicstrip gerir þó útslagið í ófyndni. Þarna er kominn hinn borganlegi Friends "húmor" sem allar stelpur landsins virðast hlægja að og ég botna ekkert í. Þessi myndasaga er nákvæmlega ekkert fyndin. Ég þakka Gretti kynnin í gegnum árin og vona að hann fari að leggja upp laupana.
þriðjudagur, 17. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef komist að því að ég verð nákvæmlega eins og Hulk þegar ég kemst í vont skap nema ég verð ekki grænn, massaður, ofbeldishneygður eða brjálaður í skapinu heldur leggst í sófa og geri ekkert. Sem betur fer fyrir mannkynið gerist þetta bara ca 1-2svar á ári hjá mér og varir í ca 1-2 daga í senn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sjáið þið eitthvað athugavert við myndina sem fylgir þessari frétt? Samkvæmt myndinni á ég vopn heima, sæmilega stóran skiptilykil og jafnvel kökukefli, enda forhertur glæpamaður.
Annars er mér sama um þessa glæpamenn. Það mætti skjóta þá í hausinn fyrir mér enda þeir dragbítar samfélagsins.
Annars er mér sama um þessa glæpamenn. Það mætti skjóta þá í hausinn fyrir mér enda þeir dragbítar samfélagsins.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær, eftir vinnu og smá rúnt með Eika frænda, tók ég stóra ákvörðun varðandi daginn í ljósi kvefsins sem ég er kominn með. Ég lagðist niður í sófann og ákvað að gera ekki neitt þann daginn nema kannski elda mér núðlur sem ég og gerði síðar um kvöldið.
Ég stóð svo upp um 22:00 og fór í sturtu og að sofa fljótlega eftir það. Áætlunin dagsins gekk því upp, aldrei þessu vant.
Ég stóð svo upp um 22:00 og fór í sturtu og að sofa fljótlega eftir það. Áætlunin dagsins gekk því upp, aldrei þessu vant.
mánudagur, 16. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er búinn með peninga mánaðarins, skulda enn bifreiðagjöldin, er að fá kvef, síðasta vika mín á Egilsstöðum í bili nýhafin, heimatölvan mín virkar illa, hárið lætur ekki að stjórn, einhver notaði eina handklæðið mitt í bað í gærkvöldi, það er kalt í veðri, er með bólu í andlitinu og með skrítinn verk í bakinu auk þess sem ég er í einu versta skapi sem ég hef nokkurntíman verið í.
En hey! Ég fæ þó að borga 99.000 krónur í dag fyrir eina önn í skóla með peningum sem ég á ekki, þurfandi að borga vexti af því láni með peningum sem ég mun ekki eiga.
Af hverju í helvítinu er ég að fara framúr rúminu á svona dögum?
En hey! Ég fæ þó að borga 99.000 krónur í dag fyrir eina önn í skóla með peningum sem ég á ekki, þurfandi að borga vexti af því láni með peningum sem ég mun ekki eiga.
Af hverju í helvítinu er ég að fara framúr rúminu á svona dögum?
sunnudagur, 15. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það ríkir hússorg í Helgafellinu þegar þetta er ritað. Bergvin Jóhann Sveinsson er fluttur út og alfarinn frá austurlandinu til erkióvinar alls landsins; Reykjavíkur. Hans verður sárt saknað.
Ég fer reyndar aftur til Reykjavíkur til að stunda nám við HR eftir rúma viku og því er hjarta mitt smámsaman að fyllast af sorg.
Ég fer reyndar aftur til Reykjavíkur til að stunda nám við HR eftir rúma viku og því er hjarta mitt smámsaman að fyllast af sorg.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hjá venjulegu fólki hefði aðgerðin sem ég ætlaði mér að framkvæma áðan farið svona fram:
1. Hringja í náunga úr bílnum og boða komu til að sækja dvd disk sem ég lánaði.
2. Fara til náungans og ná í diskinn.
3. Fara heim og horfa á diskinn.
Þetta geri ég hinsvegar:
1. Hringja í náunga úr bílnum og boða komu til að sækja dvd disk sem ég lánaði.
2. Keyra heim og setjast í sófa.
Það er ótrúlegt hvað slæmt minni getur gert fyrir hversdagslega atburðarásina.
1. Hringja í náunga úr bílnum og boða komu til að sækja dvd disk sem ég lánaði.
2. Fara til náungans og ná í diskinn.
3. Fara heim og horfa á diskinn.
Þetta geri ég hinsvegar:
1. Hringja í náunga úr bílnum og boða komu til að sækja dvd disk sem ég lánaði.
2. Keyra heim og setjast í sófa.
Það er ótrúlegt hvað slæmt minni getur gert fyrir hversdagslega atburðarásina.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef átt í vandræðum með tölvuna mína síðasta sólarhringinn eða svo. Ég næ ekki netsambandi lengur en er að vinna í því.
Allavega, ég fór á ball í gær eftir smá fordrykkju í Helgafellinu sem gekk ágætlega. Sænsku vísindamennirnir höfðu hárrétt fyrir sér varðandi aðsóknina á ballið. Einhvernveginn tókst mér samt að komast inn án þess að myrða marga. Eftirfarandi hlutir gerðust á ballinu:
* Ég týndi öllum þeim sem ég byrjaði að spjalla við.
* Ég gerðist lærisveinn Jesús Krists en hann mætti galvaskur á ballið og var þónokkuð ölvaður.
* Hitinn náði 57 gráðu hita þegar verst var.
* Ég gerði tilraun til að dansa en hætti eftir ca 3 sekúndur sökum þess að ég var ekki nógu fullur ("Það dansar enginn edrú eða óklikkaður").
* Ég spjallaði við ungfrú ísland.is keppanda sem er með mér í skóla og er vinkona Marikó.
* Gekk heim eftir ball rúma 4 kílómetra.
Þar hafið þið það, slúðurþyrstu skepnurnar ykkar.
Allavega, ég fór á ball í gær eftir smá fordrykkju í Helgafellinu sem gekk ágætlega. Sænsku vísindamennirnir höfðu hárrétt fyrir sér varðandi aðsóknina á ballið. Einhvernveginn tókst mér samt að komast inn án þess að myrða marga. Eftirfarandi hlutir gerðust á ballinu:
* Ég týndi öllum þeim sem ég byrjaði að spjalla við.
* Ég gerðist lærisveinn Jesús Krists en hann mætti galvaskur á ballið og var þónokkuð ölvaður.
* Hitinn náði 57 gráðu hita þegar verst var.
* Ég gerði tilraun til að dansa en hætti eftir ca 3 sekúndur sökum þess að ég var ekki nógu fullur ("Það dansar enginn edrú eða óklikkaður").
* Ég spjallaði við ungfrú ísland.is keppanda sem er með mér í skóla og er vinkona Marikó.
* Gekk heim eftir ball rúma 4 kílómetra.
Þar hafið þið það, slúðurþyrstu skepnurnar ykkar.
laugardagur, 14. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær gerði ég tvennt sem ég hef ekki gert áður. Ég var í rúmar 150 mínútur í kjallara íþróttahússins að lyfta og hlaupa þegar ég hafði aðeins borðað hálfan homeblest pakka í hádeginu og eitt risa hraun allan þann dag. Til gamans má geta þess að ca 60 mínútur eru í klukkustundunni og því teljast þetta 2,5 klukkustund.
Það síðara var að þegar ég kom heim ákvað ég að stoppa saumsprettuna á stuttbuxunum mínum, tók því upp nál og tvinna og saumaði í rúman klukkutíma. Sem betur fer veit enginn af þessu og því bíður karlmennska mín ekki hnekki.
Allavega, ég fer, karlmennskan uppmáluð, á ball í Valaskjálf í kvöld en sænskir vísindamenn telja að um 120 þúsund manns mæti á þetta umrædda ball, miðað við þær upplýsingar sem þeir fengu hjá mér um að allir sem spurðir hafi verið segjast ætla að mæta, nema Derrick og Harry Klein auðvitað því þeir eru uppteknir við að leysa mál eins og sést á þessari mynd.
Það síðara var að þegar ég kom heim ákvað ég að stoppa saumsprettuna á stuttbuxunum mínum, tók því upp nál og tvinna og saumaði í rúman klukkutíma. Sem betur fer veit enginn af þessu og því bíður karlmennska mín ekki hnekki.
Allavega, ég fer, karlmennskan uppmáluð, á ball í Valaskjálf í kvöld en sænskir vísindamenn telja að um 120 þúsund manns mæti á þetta umrædda ball, miðað við þær upplýsingar sem þeir fengu hjá mér um að allir sem spurðir hafi verið segjast ætla að mæta, nema Derrick og Harry Klein auðvitað því þeir eru uppteknir við að leysa mál eins og sést á þessari mynd.
föstudagur, 13. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Phone Booth / ísl: Allt vitlaust í símaklefanum
Á sunnudagskvöldið síðasta sá ég myndina Phone Booth sem skartar erkifíflinu Colin Farrell í aðalhlutverki. Myndin fjallar um hrokafullan umboðsmann sem lýgur mikið og er almennt séð viðbjóðslegur skíthæll. Hann geldur þó fyrir það því sniðug leyniskytta hringir í hann í símaklefa og hótar að skjóta hann ef hann hætti að tala við sig.
Leikurinn er góður hjá Farrell, söguþráðurinn þunnur en hann gengur upp og endirinn ásættanlegur. Það vantar þó eitthvað svo hún skilji eitthvað eftir sig.
Tvær og hálf stjarna af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil þakka öllum þeim sem brutu odd af oflæti og tóku skyndiprófið sem ég útbjó í gær og birti. Ég vona að þeir sem lesa síðuna sjaldan muni einnig taka prófið og því er engin tímamörk á skilafrestinum. Prófið er hér, aðeins fyrir þá sem ekki hafa tekið það áður. Ég mun svo síðar greina svörin niður í frumeindir og birta svo tölfræðina.
Enn sem komið er hefur aðeins ein manneskja fengið 10 í einkunn á könnuninni. Ber hún heitið Soffía og fær hún m.a. hlekk á þessari síðu minni í verðlaun. Ég er svo ánægður með árangur Soffíu að ég ætla að gefa systir hennar líka hlekk.
Hér er hlekkurinn á Soffíu og hér er hlekkurinn á Möggu systir hennar.
Enn sem komið er hefur aðeins ein manneskja fengið 10 í einkunn á könnuninni. Ber hún heitið Soffía og fær hún m.a. hlekk á þessari síðu minni í verðlaun. Ég er svo ánægður með árangur Soffíu að ég ætla að gefa systir hennar líka hlekk.
Hér er hlekkurinn á Soffíu og hér er hlekkurinn á Möggu systir hennar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær var ég stöðvaður af lögreglunni í fyrsta sinn um ævina fyrir að vera með bilað afturljós. Lögreglumaðurinn var mjög vingjarnlegur, sagði mér frá afturljósinu og sagði mér svo að keyra varlega sem ég geri alltaf.
Það er þó ekki laust við að það hlakkaði í mér þegar ég sá sírenurnar fyrir aftan mig, hugsandi að núna hefði ég eitthvað til að blogga um í dag og um leið fór ég að hugsa út í þennan lista sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Þrjú atriði af listanum hafa gerst síðan hann var skrifaður:
1. Aldrei verið stoppaður af löggunni -> var stoppaður í gær.
2. Ekki fengið bólu í andlitið lengi -> hef fengið tvær síðustu vikuna.
3. Ekki misstigið mig í ár -> missteig mig lítillega á síðustu körfuboltaæfingu.
Nú verður spennandi að sjá hvað gerist um helgina en ég stefni á ball á laugardagskvöldið. Þar geta amk þrjú atriði gerst og fimm ef ég mæti með sjónvarpið og videotækið.
Það er þó ekki laust við að það hlakkaði í mér þegar ég sá sírenurnar fyrir aftan mig, hugsandi að núna hefði ég eitthvað til að blogga um í dag og um leið fór ég að hugsa út í þennan lista sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Þrjú atriði af listanum hafa gerst síðan hann var skrifaður:
1. Aldrei verið stoppaður af löggunni -> var stoppaður í gær.
2. Ekki fengið bólu í andlitið lengi -> hef fengið tvær síðustu vikuna.
3. Ekki misstigið mig í ár -> missteig mig lítillega á síðustu körfuboltaæfingu.
Nú verður spennandi að sjá hvað gerist um helgina en ég stefni á ball á laugardagskvöldið. Þar geta amk þrjú atriði gerst og fimm ef ég mæti með sjónvarpið og videotækið.
fimmtudagur, 12. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er skyndipróf. Alls 10 spurningar uppúr þessu bloggi. Þeir sem fá lægra en 5 í einkunn fá ekki að klára áfangann og eru vinsamlegast beðnir um að vera úti og skammast sín.
Takið prófið hér.
Sjáið niðurstöðurnar hér.
Takið prófið hér.
Sjáið niðurstöðurnar hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef þreyta væri spendýr þá væri ég mjög fíll í dag. Ég sofnaði næstum því á bakvið stýrið á leið til vinnu í dag og man ekki eftir að hafa skrifað fyrstu setninguna á þessu bloggi. Núna er mig að dreyma að ég sé mættur í vinnuna og sé að blogga í galsafullri pásu. Skrítið.
miðvikudagur, 11. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýtt met var bætt í dag þegar ég gleymdi að taka með mér símann í vinnuna og gleymdi svo að kíkja á hann fyrr en eftir sund. Ég missti af níu símtölum og fékk eitt sms skilaboð á þessum tíma. Fyrra metið átti Pamela Anderson þegar hún auglýsti eftir karlmanni og gleymdi svo gemsanum heima þegar hún fór að vinna. Alls missti hún af sjö símtölum og fékk eitt sms.
Allavega, veftímaritið verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs. Starfsmenn þess hlaupa nú um eins og beljur á vorin í 27 stiga hita á Egilsstöðum. Útibú veftímaritsins í Sviss og Íran eru þó opið ef það er eitthvað mikilvægt að gerast.
Veðrið á hádegi í dag, ekki fölsuð mynd.
Allavega, veftímaritið verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs. Starfsmenn þess hlaupa nú um eins og beljur á vorin í 27 stiga hita á Egilsstöðum. Útibú veftímaritsins í Sviss og Íran eru þó opið ef það er eitthvað mikilvægt að gerast.
Veðrið á hádegi í dag, ekki fölsuð mynd.
þriðjudagur, 10. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef fundið starfsstétt sem ég á erfiðara með að tjá mig við en fallegt kvenfólk. Hárgreiðslukonur virðast aldrei nokkurntíman vita um hvað ég er að tala þegar ég bið um hárgreiðslu og því enda ég í nánast öllum tilvikum með allt annað útlit en ég ætlaði mér að fá í klippistólnum. Engar áhyggjur þó, þetta gefur gerst í síðasta sinn því ég hef ákveðið að mæta tilbúinn með teikningar, myndir, útskýringar sérfræðinga og jafnvel stærðfræðiútreikninga næst þegar ég fer í klippingu svo ekkert klikki og hver veit, kannski fer ég ekki að gráta í miðri klippingu eins og svo oft áður.
mánudagur, 9. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Keane er fyrsta hljómsveitin sem ég byrja að halda upp á án þess að hafa heyrt svo mikið sem einn tón frá þeim. Lesið meira um Keane hérna.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að bæta upp fyrir lygar gærdagsins og aðeins eina færslu ætla ég að sýna ykkur Super Greg. Super Greg er diskaþeytir og er svokallaður monobrow, eins og ég.
Hér getið þið séð hann þeyta skífum. Hafið hljóðið á. Gaman að segja frá því að ég hló svo mikið þegar ég sá þetta að annað lungað á mér féll saman. Sælir eru einfaldir eins og segir í Mósebók.
Hér getið þið séð hann þeyta skífum. Hafið hljóðið á. Gaman að segja frá því að ég hló svo mikið þegar ég sá þetta að annað lungað á mér féll saman. Sælir eru einfaldir eins og segir í Mósebók.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Svona var helgin:
Föstudagur: Sund eftir vinnu. Tók sms geðveiki um kvöldið og spjallaði svo við Þórunni Grétu sem var stödd hér á (austur)landi um helgina. Eltist um 0,27% úr ári.
Laugardagur: Þreif skattstofuna og sló garðinn. Hugsaði um djamm kvöldsins sem kom aldrei. Tefldi því við Styrmi bróðir á netinu og las um Utah Jazz á milli þess sem ég tók smá rúnt. Eltist um 24 tíma + 12 bónustíma.
Sunnudagur: Gerði alls ekki neitt. Planaði að formatta tölvuna en það plan hvarf þegar ég náði ekki að redda tilheyrandi tólum til að framkvæma verknaðinn. Plan B: Leigja spólu. Það tókst og ég náði meira að segja að horfa á hana. Eltist um einn dag, eitt kvöld og eina nótt.
Þá hef ég framkallað helgina á bloggform, ánægð?
Föstudagur: Sund eftir vinnu. Tók sms geðveiki um kvöldið og spjallaði svo við Þórunni Grétu sem var stödd hér á (austur)landi um helgina. Eltist um 0,27% úr ári.
Laugardagur: Þreif skattstofuna og sló garðinn. Hugsaði um djamm kvöldsins sem kom aldrei. Tefldi því við Styrmi bróðir á netinu og las um Utah Jazz á milli þess sem ég tók smá rúnt. Eltist um 24 tíma + 12 bónustíma.
Sunnudagur: Gerði alls ekki neitt. Planaði að formatta tölvuna en það plan hvarf þegar ég náði ekki að redda tilheyrandi tólum til að framkvæma verknaðinn. Plan B: Leigja spólu. Það tókst og ég náði meira að segja að horfa á hana. Eltist um einn dag, eitt kvöld og eina nótt.
Þá hef ég framkallað helgina á bloggform, ánægð?
sunnudagur, 8. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld verður rómantíkin við völd þegar ég hyggst endurkveikja ástarneistann milli okkar Medion Gunnarsson, kærustu minnar og tölvu til 6 mánaða. Hún hefur verið eitthvað hæg upp á síðkastið og neitar að birta mér ákveðin letur og þarmeð netsíður(þar á meðal mína eigin netsíðu). Því hyggst ég vera svolítið góður við hana, elda mat, nudda á henni skjáinn og að lokum formatta hana langt fram á rauða nótt. Hún mun svo vakna ný og endurnærð tölva á morgun og ég vonandi ánægður í þessu sambandi aftur.
laugardagur, 7. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er óheppinn maður og oftar en ekki gerast slæmir hlutir eftir að ég hef gortað mig af því að eitthvað hefur aldrei gerst. Til að sanna mál mitt ætla ég að gera smá tilraun hérna á síðunni. Hér á eftir koma nokkrar sannar setningar um mig. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem sænskir vísindamenn munu hjálpa mér við að vinna úr, berast næstu daga.
Nokkrar setningar til að lífga upp á næstu daga:
1. Ég hef aldrei verið stoppaður af löggunni.
2. Ég hef ekki fengið bólu í andlitið í 3 mánuði.
3. Ég hef ekki misstigið mig alvarlega í körfubolta í næstum ár.
4. Sjónvarpið mitt hefur ekki bilað í þau 12 ár sem ég hef átt það.
5. Videotækið mitt hefur ekki bilað í þau 11 ár sem ég hef átt það.
6. Ég hef aldrei misst vitið, svo ég viti.
7. Ég hef aldrei verið stunginn af geitungi.
8. Ég hef aldrei fengið morðhótun sem staðið hefur verið við.
9. Ég hef aldrei verið rekinn úr vinnu.
Nokkrar tilraunir með að verða heppinn:
1. Ég hef aldrei unnið í lottói (hef reyndar aldrei keppt).
2. Ég hef aldrei unnið í marathoni (hef reyndar aldrei keppt).
3. Ég hef aldrei unnið kappát.
4. Ég hef aldrei hætt að vera háður því að blogga.
5. Ég hef ekki fengið viðreynslu frá kvenmanni í (X)XX mánuði.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu, hvað gerist ekki og þá af hverju ekki.
Nokkrar setningar til að lífga upp á næstu daga:
1. Ég hef aldrei verið stoppaður af löggunni.
2. Ég hef ekki fengið bólu í andlitið í 3 mánuði.
3. Ég hef ekki misstigið mig alvarlega í körfubolta í næstum ár.
4. Sjónvarpið mitt hefur ekki bilað í þau 12 ár sem ég hef átt það.
5. Videotækið mitt hefur ekki bilað í þau 11 ár sem ég hef átt það.
6. Ég hef aldrei misst vitið, svo ég viti.
7. Ég hef aldrei verið stunginn af geitungi.
8. Ég hef aldrei fengið morðhótun sem staðið hefur verið við.
9. Ég hef aldrei verið rekinn úr vinnu.
Nokkrar tilraunir með að verða heppinn:
1. Ég hef aldrei unnið í lottói (hef reyndar aldrei keppt).
2. Ég hef aldrei unnið í marathoni (hef reyndar aldrei keppt).
3. Ég hef aldrei unnið kappát.
4. Ég hef aldrei hætt að vera háður því að blogga.
5. Ég hef ekki fengið viðreynslu frá kvenmanni í (X)XX mánuði.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu, hvað gerist ekki og þá af hverju ekki.
föstudagur, 6. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftir að hafa tekið mér hádegismat, leyst af í afgreiðslunni, skroppið á salernið, farið í póstferð, tekið kaffitíma, ætlað að henda út fugli sem rataði hingað inn, búið til nokkur skattkort og bloggað þessa færslu get ég loksins haldið áfram verkefni mínu í vinnunni sem ég reyndar man ekki lengur um hvað snýst. Þá er það bara næsta verkefni sem ég get auðveldlega leyst og það er að fara heim í helgarfrí. En fyrst þetta:
Ég held mér sé óhætt að segja allt vera logandi í ummælum við hverja færslu þessa dagana. Síðustu tvo sólarhringa hafa um 25 ummæli verið skrifuð af utanaðkomandi fólki. Ég þakka kærlega fyrir, endilega haldið þessu áfram. Án ummælanna myndi ég aldrei nenna þessu.
Ég held mér sé óhætt að segja allt vera logandi í ummælum við hverja færslu þessa dagana. Síðustu tvo sólarhringa hafa um 25 ummæli verið skrifuð af utanaðkomandi fólki. Ég þakka kærlega fyrir, endilega haldið þessu áfram. Án ummælanna myndi ég aldrei nenna þessu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í þessari viku hef ég tvisvar gleymt að slá mig inn og þrisvar gleymt að slá mig út af skattstofunni sem er skemmtileg tilviljun því á föstudaginn síðasta var ég að monta mig af því að hafa aldrei gleymt að slá mig inn eða út í sumar enda um mikið afrek að ræða þegar að minnislausasta manni alheimsins kemur.
fimmtudagur, 5. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í ljósi þess að ég hef ekki getað mikið á körfuboltaæfingum upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að hætta í körfunni í bili og einbeita mér að lyftingunum og að þyngja mig enn meira, eins og ég hef verið að gera í sumar.
Þessi setning hér að ofan sannar að lyftingar minnka heilann því enginn heilvita maður myndi láta svona út úr sér. Ég dæmist því stundarbrjálaður og þetta blogg því ógilt.
Einnig ber að geta þess að þetta er gert í talsverðu flýti þar sem sjoppan lokar eftir 15 mínútur og ég á eftir að klæða mig í sokka. Hafinn er því gríðarlegur eltingaleikur við tímann. Ég læt vita hvernig þetta fer þegar tími gefst til. Ég get líka sent ykkur, þeim sem illa geta sofið fyrir spenningi, sms og látið vita hvernig fór.
Þessi setning hér að ofan sannar að lyftingar minnka heilann því enginn heilvita maður myndi láta svona út úr sér. Ég dæmist því stundarbrjálaður og þetta blogg því ógilt.
Einnig ber að geta þess að þetta er gert í talsverðu flýti þar sem sjoppan lokar eftir 15 mínútur og ég á eftir að klæða mig í sokka. Hafinn er því gríðarlegur eltingaleikur við tímann. Ég læt vita hvernig þetta fer þegar tími gefst til. Ég get líka sent ykkur, þeim sem illa geta sofið fyrir spenningi, sms og látið vita hvernig fór.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég keyri um á bíl sem á var upphaflega lagður tollur fyrir að flytja inn í landið og virðisaukaskattur (24,5%) eflaust ofan á það. Hann gengur fyrir bensíni sem kostar í dag 113 krónur lítrinn og af því fer rúmlega 60% í bensínskatt til ríkisins. Ofan á þetta bætast svo bifreiðagjöld sem er eitthvað ákveðið á hvert kíló sem bíllinn er. Ég keyri á þessari tekjulind ríkisins í ÁTVR til að kaupa mér áfengi. Á því er áfengisskattur sem er mismunandi eftir áfengismagni en er ca 80% af verðinu og með áfenginu fæ ég mér brazza sem ég auðvitað greiði 24,5% vask af. Svo keyri ég heim og blogga um þetta allt saman í tölvunni minni sem ég keypti og borgaði þennan fræga vask (24,5%) fyrir pening sem hef unnið mér inn og greitt 38,58% tekjuskatt af. Ef ég hefði ekki keypt mér tölvuna hefði ég lagt peninginn inn á reikning eða keypt hlutabréf fyrir og borgað 10% fjármagnstekjuskatt af vaxtagreiðslunum ef einhverjar yrðu. En þá væri líka mun minna um blogg.
Allavega, það sem ég er að reyna að segja er: Fyllerí um helgina!
Allavega, það sem ég er að reyna að segja er: Fyllerí um helgina!
miðvikudagur, 4. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var búinn að skrifa risafærslu um atburði kvöldsins þegar ég strokaði hana út í einhverri geðshræringu. Allavega, hér koma atriðin sem ég var búinn að skreyta með fögrum orðum:
Ég saug rassgat aftur á körfuboltaæfingu í kvöld.
Ég stoppaði fyrir Lárusi Orra landsliðsmanni í fótbolta og fjölskyldu hans á gangbraut.
Hann þakkaði ekki fyrir sig með þakkarveifu.
Ég keyrði yfir hann.
Ég laug þessu síðasta.
Ég klæddi konuna hans úr með augunum.
Ég skil vel að hann hafi ekki þakkað fyrir sig.
Ég er hættur að skrifa.
Eftir þessa setningu.
Ég lofa.
Ég saug rassgat aftur á körfuboltaæfingu í kvöld.
Ég stoppaði fyrir Lárusi Orra landsliðsmanni í fótbolta og fjölskyldu hans á gangbraut.
Hann þakkaði ekki fyrir sig með þakkarveifu.
Ég keyrði yfir hann.
Ég laug þessu síðasta.
Ég klæddi konuna hans úr með augunum.
Ég skil vel að hann hafi ekki þakkað fyrir sig.
Ég er hættur að skrifa.
Eftir þessa setningu.
Ég lofa.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það fauk í mig í gær þegar ég ætlaði að kaupa mér sykur fyrir mánaðarlaun mín í verslun Olíss, Fellabæ. Þar kom í ljós að það er búið að minnka Risahraunið (50% allrar fæðu minnar) niður í að vera bara sæmilega stórt og til að dreifa athygli alls heiladauða fólksins sem þetta verslar var umbúðunum breytt í glansandi vitleysingapappír. Verðið var óbreytt. Framleiðendur halda líklega að ég muni stara heiladauðum augum á umbúðirnar flissandi, fullur af lotningu og þarmeð taki ekki eftir minnkun innihaldsins. Ekki þessi nammifíkill!
Ég mun héreftir helga líf mitt því að koma Risahrauninu aftur í gömlu góðu umbúðirnar í sömu stærð og áður, sama hvað það kostar.
Ég mun héreftir helga líf mitt því að koma Risahrauninu aftur í gömlu góðu umbúðirnar í sömu stærð og áður, sama hvað það kostar.
þriðjudagur, 3. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Amanda Peet leikur í Samsemd. Hún er gómsæt.
Í gærkvöldi ákvað ég að leggja rækt við minn innri mann, sleppti körfuboltaæfingu þar sem allt benti til þess að enginn myndi mæta og ég nýbúinn að lyfta, og leigði mér myndina Samsemd eða Identity sem mig hefur lengi langað til að sjá. Myndin inniheldur reiðinnar býsn af frægum leikurum sem ég nenni ekki að skrifa því þá þarf ég að hlekkja á þá og það er meiri vinna en ég nenni að standa í að þessu sinni. Smellið bara á hlekkinn að myndinni hér að ofan, fjandinn hafi það.
Allavega, myndin fjallar um 11 manneskjur sem eru strandaglópar á vegahóteli í hellidembu. Allar gerðir karaktera er að finna þarna og það myndast hörkustemning þegar leikurinn stendur sem hæst. Þá fara hótelgestir smámsaman að týna tölunni og upphefst dökk leit að sprelligosanum sem stundar morðiðnina.
Ég held ég hafi aldrei meint eftirfarandi orð jafn mikið: Ekki er allt sem sýnist í þessari mynd.
Hörkuvel leikin mynd með skemmtilegum, óvæntum og því miður alltof langsóttum söguþræði að mér fannst. Endirinn er líka svolítið kjánabangsalegur. 3 stjörnur af fjórum þrátt fyrir það. Mæli með henni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér finnst mjög fyndið að heyra hvernig fólk fagnar eins og það sé að græða þegar því er tilkynnt að það hafi "unnið" ferð til útlanda í einhvern tíma. Ég skal taka dæmi.
Ferðin er undantekningalaust með Iceland Express og oftar en ekki í tvær vikur. Svona lítur þá dæmið út:
30.000 krónur í mesta lagi = Ferðin út og til baka (gefið).
50.000 krónur í minnsta lagi = Uppihald og aðrar vörur í 2 vikur.
100.000 að meðaltali = Tekjur sem viðkomandi verður af við að fara frá vinnu í tvær vikur.
Kostnaðurinn er því 150.000 að meðaltali við að græða ferð út í tvær vikur og fólk fagnar.
Ferðin er undantekningalaust með Iceland Express og oftar en ekki í tvær vikur. Svona lítur þá dæmið út:
30.000 krónur í mesta lagi = Ferðin út og til baka (gefið).
50.000 krónur í minnsta lagi = Uppihald og aðrar vörur í 2 vikur.
100.000 að meðaltali = Tekjur sem viðkomandi verður af við að fara frá vinnu í tvær vikur.
Kostnaðurinn er því 150.000 að meðaltali við að græða ferð út í tvær vikur og fólk fagnar.
mánudagur, 2. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er búið að kúpla í síðasta skiptið í sumar og sett í efsta gír það sem eftir lifir sumars í ljósi þess að verslunarmannahelginni er lokið. Eftir þrjár vikur fer ég aftur til Reykjavíkur að læra í HR og af því tilefni óska ég eftir eftirfarandi:
* Gistingu frá 22. ágúst - 31. ágúst eða þangað til ég fæ herbergið á stúdentagörðum afhent 1. september. Get borgað fyrir auðvitað.
* Windows NT diskinn til að strauja kærustuna mína eftir leiðindavírus sem hún fékk í minnið.
* Hugmynd að einhverju sem gæti staðið hérna.
* Hugmynd að bloggi fyrir morgundaginn.
Ef þið vilduð vera svo væn að hafa eitthvað af þessu, látið mig vita í ummælunum.
* Gistingu frá 22. ágúst - 31. ágúst eða þangað til ég fæ herbergið á stúdentagörðum afhent 1. september. Get borgað fyrir auðvitað.
* Windows NT diskinn til að strauja kærustuna mína eftir leiðindavírus sem hún fékk í minnið.
* Hugmynd að einhverju sem gæti staðið hérna.
* Hugmynd að bloggi fyrir morgundaginn.
Ef þið vilduð vera svo væn að hafa eitthvað af þessu, látið mig vita í ummælunum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Slæmar ákvarðanir virðast ætla að einkenna þessa verslunarmannahelgi. Hér eru dæmi um nokkrar:
* Ákvað að fara ekki á Akureyri á föstudagskvöldið og djamma þar. Þess í stað gerði ég ekkert og sá eftir þessari ákvörðun allt kvöldið, nóttina og daginn eftir.
* Ákvað að fara til Egilsstaða eftir einn dag á Akureyri á laugardeginum í stað þess að djamma um kvöldið. Sá eftir því alla leiðina til baka og gott betur.
* Ákvað að senda þrjú sms í gær og fékk engin svör. Merki um að smsin hafi ekki verið vel þegin og því sá ég eftir þeim.
* Ákvað að kaupa mér að borða. Keypti smjör og ost. Gleymdi að kaupa brauð.
* Ákvað að bíða eftir að eitthvað gerðist í kvöld, sunnudagskvöld. Sendi ekkert sms þar sem ég læri af mistökum. Sá eftir því í allar þær mínúturnar sem ekkert gerðist eða allt kvöldið.
* Ákvað að verða jákvæður og bjartsýnn nýlega. Það er ekki að ganga upp.
* Ákvað að hætta ekki með þessa dagbók í dag.
Ég ætla því ekki að ákveða neitt á morgun mánudag, ákvörðunarlausa daginn.
* Ákvað að fara ekki á Akureyri á föstudagskvöldið og djamma þar. Þess í stað gerði ég ekkert og sá eftir þessari ákvörðun allt kvöldið, nóttina og daginn eftir.
* Ákvað að fara til Egilsstaða eftir einn dag á Akureyri á laugardeginum í stað þess að djamma um kvöldið. Sá eftir því alla leiðina til baka og gott betur.
* Ákvað að senda þrjú sms í gær og fékk engin svör. Merki um að smsin hafi ekki verið vel þegin og því sá ég eftir þeim.
* Ákvað að kaupa mér að borða. Keypti smjör og ost. Gleymdi að kaupa brauð.
* Ákvað að bíða eftir að eitthvað gerðist í kvöld, sunnudagskvöld. Sendi ekkert sms þar sem ég læri af mistökum. Sá eftir því í allar þær mínúturnar sem ekkert gerðist eða allt kvöldið.
* Ákvað að verða jákvæður og bjartsýnn nýlega. Það er ekki að ganga upp.
* Ákvað að hætta ekki með þessa dagbók í dag.
Ég ætla því ekki að ákveða neitt á morgun mánudag, ákvörðunarlausa daginn.
sunnudagur, 1. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Svalasti vondi kall sem ég hef séð í spiderman 2
Á Akureyri í gær ákvað ég í brjálæði mínu að kíkja á myndina Spiderman 2 í bíó með Elmari Loga og Björgvini bróðir.
Myndin fjallar um tilvistarkreppu Spiderman þar sem kvenmenn og skólinn rekast á hans tímatöflu sem ofurhetja. Einnig kemur þarna við sögu flottasta illmenni sem ég hef nokkurntíman séð, Doctor Octopus sem leikinn er af einum af mínum uppáhaldsleikara, Alfred Molina. Önnur hlutverk leika Tobey Maguire, Kirsten Dunst og James Franco.
Allavega, söguþráðurinn er mjög góður, leikurinn jafnvel betri, tæknibrellur til fyrirmyndar og myndin í heild sinni mögnuð. Mæli með henni fyrir alla, nema auðvitað stelpur.
Þrjár og hálf stjarna af fjórum og eitt karlmannlegt hæ fæv.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir korteri síðan rauf ég eitt loforð sem ég gaf ykkur lesendum í vetur þegar ég talaði um nokkra hluti sem ég mun aldrei gera um ævina. Þegar ég tók til í ísskápnum áðan henti ég út útrunnum mjólkurfernum og tók einnig eina til sem ég hugðist drekka úr. Ég hellti því miður úr vitlausri fernu án þess að taka eftir því og drakk svo heilt glas af ískaldri mjólk sem rann út fyrir 5 dögum.
Ef það koma ekki fleiri færslur þá þakka ég góð kynni.
Ef það koma ekki fleiri færslur þá þakka ég góð kynni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)