Fyrir korteri síðan rauf ég eitt loforð sem ég gaf ykkur lesendum í vetur þegar ég talaði um nokkra hluti sem ég mun aldrei gera um ævina. Þegar ég tók til í ísskápnum áðan henti ég út útrunnum mjólkurfernum og tók einnig eina til sem ég hugðist drekka úr. Ég hellti því miður úr vitlausri fernu án þess að taka eftir því og drakk svo heilt glas af ískaldri mjólk sem rann út fyrir 5 dögum.
Ef það koma ekki fleiri færslur þá þakka ég góð kynni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.