miðvikudagur, 11. ágúst 2004

Nýtt met var bætt í dag þegar ég gleymdi að taka með mér símann í vinnuna og gleymdi svo að kíkja á hann fyrr en eftir sund. Ég missti af níu símtölum og fékk eitt sms skilaboð á þessum tíma. Fyrra metið átti Pamela Anderson þegar hún auglýsti eftir karlmanni og gleymdi svo gemsanum heima þegar hún fór að vinna. Alls missti hún af sjö símtölum og fékk eitt sms.

Allavega, veftímaritið verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs. Starfsmenn þess hlaupa nú um eins og beljur á vorin í 27 stiga hita á Egilsstöðum. Útibú veftímaritsins í Sviss og Íran eru þó opið ef það er eitthvað mikilvægt að gerast.Veðrið á hádegi í dag, ekki fölsuð mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.