Nú er liðin rúm vika þar til ég kom til Reykjavíkur. Tími til kominn að fara yfir það sem á daga mína hefur drifið. Á þessum tíma hef ég...
..hvorki skokkað né spilað körfubolta.
..enga nögl klippt.
..sofið yfir mig tvisvar.
..sofið í tímum tvisvar.
..ekki keyrt bifreið.
..tekið tvær myndir á myndavélina.
..eytt 95% af mínum vakandi stundum í skólanum.
..sofið alls um 50 tíma.
..misst vitið um 7%.
..tekið strætó 7 sinnum.
Annars ekkert. Tveir dagar í að ég flyt inn á stúdentagarðana og mun í fyrsta sinn búa einn. Ó þvílík tilhlökkun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.