laugardagur, 7. ágúst 2004

Ég er óheppinn maður og oftar en ekki gerast slæmir hlutir eftir að ég hef gortað mig af því að eitthvað hefur aldrei gerst. Til að sanna mál mitt ætla ég að gera smá tilraun hérna á síðunni. Hér á eftir koma nokkrar sannar setningar um mig. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem sænskir vísindamenn munu hjálpa mér við að vinna úr, berast næstu daga.

Nokkrar setningar til að lífga upp á næstu daga:
1. Ég hef aldrei verið stoppaður af löggunni.
2. Ég hef ekki fengið bólu í andlitið í 3 mánuði.
3. Ég hef ekki misstigið mig alvarlega í körfubolta í næstum ár.
4. Sjónvarpið mitt hefur ekki bilað í þau 12 ár sem ég hef átt það.
5. Videotækið mitt hefur ekki bilað í þau 11 ár sem ég hef átt það.
6. Ég hef aldrei misst vitið, svo ég viti.
7. Ég hef aldrei verið stunginn af geitungi.
8. Ég hef aldrei fengið morðhótun sem staðið hefur verið við.
9. Ég hef aldrei verið rekinn úr vinnu.

Nokkrar tilraunir með að verða heppinn:
1. Ég hef aldrei unnið í lottói (hef reyndar aldrei keppt).
2. Ég hef aldrei unnið í marathoni (hef reyndar aldrei keppt).
3. Ég hef aldrei unnið kappát.
4. Ég hef aldrei hætt að vera háður því að blogga.
5. Ég hef ekki fengið viðreynslu frá kvenmanni í (X)XX mánuði.

Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist af þessu, hvað gerist ekki og þá af hverju ekki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.