þriðjudagur, 31. ágúst 2004

Næsta sólarhringinn mun ég að öllum líkindum hverfa úr stafræna heiminum að mestu. Ég náði að brjóta hleðslutækið að gemsanum mínum svo ekki er hægt að hlaða hann og því lætur hann lífið tímabundið eftir nokkra tíma. Svo mun ég flytja inn á stúdentagarða næsta sólarhringinn eða svo en þar er ekki netsamband og hyggst ég eyða þar talsverðum tíma til að byrja með.

Ég mæli með því að fólk sem þarf að koma mjög áríðandi upplýsingum að mér að senda sms núna, ellegar næstu daga grjóthalda kjafti.

Hafið þó engar áhyggjur, þetta blogg heldur áfram þrátt fyrir gríðarleg andlegt getuleysi í bloggmálum síðustu vikuna eða svo. Ekki spyrja hvernig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.