sunnudagur, 15. ágúst 2004

Ég hef átt í vandræðum með tölvuna mína síðasta sólarhringinn eða svo. Ég næ ekki netsambandi lengur en er að vinna í því.

Allavega, ég fór á ball í gær eftir smá fordrykkju í Helgafellinu sem gekk ágætlega. Sænsku vísindamennirnir höfðu hárrétt fyrir sér varðandi aðsóknina á ballið. Einhvernveginn tókst mér samt að komast inn án þess að myrða marga. Eftirfarandi hlutir gerðust á ballinu:

* Ég týndi öllum þeim sem ég byrjaði að spjalla við.
* Ég gerðist lærisveinn Jesús Krists en hann mætti galvaskur á ballið og var þónokkuð ölvaður.
* Hitinn náði 57 gráðu hita þegar verst var.
* Ég gerði tilraun til að dansa en hætti eftir ca 3 sekúndur sökum þess að ég var ekki nógu fullur ("Það dansar enginn edrú eða óklikkaður").
* Ég spjallaði við ungfrú ísland.is keppanda sem er með mér í skóla og er vinkona Marikó.
* Gekk heim eftir ball rúma 4 kílómetra.

Þar hafið þið það, slúðurþyrstu skepnurnar ykkar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.