Svona var helgin:
Föstudagur: Sund eftir vinnu. Tók sms geðveiki um kvöldið og spjallaði svo við Þórunni Grétu sem var stödd hér á (austur)landi um helgina. Eltist um 0,27% úr ári.
Laugardagur: Þreif skattstofuna og sló garðinn. Hugsaði um djamm kvöldsins sem kom aldrei. Tefldi því við Styrmi bróðir á netinu og las um Utah Jazz á milli þess sem ég tók smá rúnt. Eltist um 24 tíma + 12 bónustíma.
Sunnudagur: Gerði alls ekki neitt. Planaði að formatta tölvuna en það plan hvarf þegar ég náði ekki að redda tilheyrandi tólum til að framkvæma verknaðinn. Plan B: Leigja spólu. Það tókst og ég náði meira að segja að horfa á hana. Eltist um einn dag, eitt kvöld og eina nótt.
Þá hef ég framkallað helgina á bloggform, ánægð?
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.