þriðjudagur, 10. ágúst 2004

Ég hef fundið starfsstétt sem ég á erfiðara með að tjá mig við en fallegt kvenfólk. Hárgreiðslukonur virðast aldrei nokkurntíman vita um hvað ég er að tala þegar ég bið um hárgreiðslu og því enda ég í nánast öllum tilvikum með allt annað útlit en ég ætlaði mér að fá í klippistólnum. Engar áhyggjur þó, þetta gefur gerst í síðasta sinn því ég hef ákveðið að mæta tilbúinn með teikningar, myndir, útskýringar sérfræðinga og jafnvel stærðfræðiútreikninga næst þegar ég fer í klippingu svo ekkert klikki og hver veit, kannski fer ég ekki að gráta í miðri klippingu eins og svo oft áður.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.