Það getur verið dýrt að lifa í Reykjavík. Hér er eitt dæmi. Ég ætla að leigja herbergi á stúdentagörðum:
Staðfestingargjald: 30.000 krónur
Umsýslugjald: 3.000 krónur
Þinglýsing á leigusamningi: 1.500 krónur
Verð að vera í Visku, nemendafélagi: 5.000 krónur.
Leiga: 16.000 krónur á mánuði
Hússjóður: 6.500 krónur á mánuði.
Alls: 62.000 krónur fyrsta mánuðinn.
Á móti kemur að ég fæ 30.000 krónurnar endurgreiddar næsta sumar ef ég skila herberginu í fullkomnu ásigkomulagi, fæ ókeypis bjór (sem ég drekk ekki) í Visku og fæ eitthvað endurgreitt í gegnum húsaleigubætur. Það breytir því þó ekki að ég þarf að greiða 62.000 krónur í dag fyrir þetta herbergi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.