Það fauk í mig í gær þegar ég ætlaði að kaupa mér sykur fyrir mánaðarlaun mín í verslun Olíss, Fellabæ. Þar kom í ljós að það er búið að minnka Risahraunið (50% allrar fæðu minnar) niður í að vera bara sæmilega stórt og til að dreifa athygli alls heiladauða fólksins sem þetta verslar var umbúðunum breytt í glansandi vitleysingapappír. Verðið var óbreytt. Framleiðendur halda líklega að ég muni stara heiladauðum augum á umbúðirnar flissandi, fullur af lotningu og þarmeð taki ekki eftir minnkun innihaldsins. Ekki þessi nammifíkill!
Ég mun héreftir helga líf mitt því að koma Risahrauninu aftur í gömlu góðu umbúðirnar í sömu stærð og áður, sama hvað það kostar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.