Í gær um klukkan 17:00 lagði ég af stað í vísindaferð með 249 öðrum nemendum í Háskóla Reykjavíkur. Leiðin lá í KB banka þar sem starfsemin var kynnt og nemendum boðið upp á áfengi og ýmislegt að borða. Þaðan lá leiðin á tíundu hæð kringlunnar þar sem fólk drakk meira, dansaði og lét öllum illum látum. Þaðan var svo farið niður í bæ þar sem ég fékk mér (grænmetis)subway og gekk svo sallarólegur heim eftir að hafa reynt allt til að skemmta mér betur, þ.á.m. drekka tvo heila bjóra, sem ég alla jafna drekk ekki.
Eftirfarandi fá þakkir fyrir/eftir gærkvöldið:
Heiðdís: fyrir að draga mig í þetta.
Daníel HRingur: fyrir að halda mér félagsskap.
Einhver HR stelpa: fyrir að halda að ég væri dópsali og biðja um í nös.
Ég: fyrir að vera svona æðislegur.
Þórey Jóns: fyrir að taka þessa mynd og setja á netið.
Kvöldið fær eina og hálfa stjörnu af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.