Við rætur hugans hefur verið í gangi frá október 2002 og byrjaði sem daglegt röfl um tilgangslausa hluti. Síðan þá hef ég haldið uppteknum hætti, þó á tíma ég hafi tekið upp á því að mynda mér skoðun á pólitískum málefnum með drepleiðinlegum afleiðingum.
Skrifin hafa breyst talsvert með tímanum, skiljanlega en undir niðri kraumar sami grunnur og í upphafi; tilgangsleysið.
Hér er listi yfir helstu atriðin sem ég hef upplifað með blogginu:
- Búið á Egilsstöðum
- Skipt um störf
- Flutt til Reykjavíkur
- Byrjað í háskólanámi
- Stundað háskólanám
- Hafið samband og sambúð
- Klárað háskólanám
- Fengið vinnu í Reykjavík
- Lokið sambandi og sambúð
- Hafið lyftingar
- Æft körfubolta
- Farið í bíó
Og ýmislegt annað sem ég hef ekki birt á blogginu og enginn fær að vita.
Nýlega breytti ég útlitinu á blogginu í fyrsta sinn. Hér er mynd af því gamla:
RIP gamla útlit 2002-2010. Smellið á fyrir stærra eintak í nýjum glugga. |
Aðrar síður
Í gegnum tíðina hef ég bætt við mig öðrum síðum. Nokkrar GSM og venjulegar myndasíður hafa fæðst og dáið. Á tímabili var ég með heimasíðu á Geocities, sem dó. Í dag er ég með eftirfarandi síður:
Rassgat.org
Urlið mitt og yfirlitssíða yfir allt mitt.
Fjórfarar vikunnar
Mér finnst allir eins í útliti. Þess vegna var rökrétt að stofna síðu yfir fjórfara. Aðallega vinir og kunningjar.
Arthúr
Strípa sem ég byrjaði að gera með Jónasi Reyni í ágúst 2005. Þrjár strípur á viku. Okkur hefur ekki enn tekist að hætta.
Tilvitununarsíðan
Hér set ég fleyg orð, lagatexta eða annað viðeigandi. Lítið notuð en hyggst nota hana mun meira í framtíðinni.
Samskiptasíður ýmiskonar
Picasaweb
Flickr
Myspace
Jango
Um mig
Kemur seinna