mánudagur, 2. ágúst 2004

Þá er búið að kúpla í síðasta skiptið í sumar og sett í efsta gír það sem eftir lifir sumars í ljósi þess að verslunarmannahelginni er lokið. Eftir þrjár vikur fer ég aftur til Reykjavíkur að læra í HR og af því tilefni óska ég eftir eftirfarandi:

* Gistingu frá 22. ágúst - 31. ágúst eða þangað til ég fæ herbergið á stúdentagörðum afhent 1. september. Get borgað fyrir auðvitað.
* Windows NT diskinn til að strauja kærustuna mína eftir leiðindavírus sem hún fékk í minnið.
* Hugmynd að einhverju sem gæti staðið hérna.
* Hugmynd að bloggi fyrir morgundaginn.

Ef þið vilduð vera svo væn að hafa eitthvað af þessu, látið mig vita í ummælunum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.