miðvikudagur, 4. ágúst 2004

Ég var búinn að skrifa risafærslu um atburði kvöldsins þegar ég strokaði hana út í einhverri geðshræringu. Allavega, hér koma atriðin sem ég var búinn að skreyta með fögrum orðum:

Ég saug rassgat aftur á körfuboltaæfingu í kvöld.
Ég stoppaði fyrir Lárusi Orra landsliðsmanni í fótbolta og fjölskyldu hans á gangbraut.
Hann þakkaði ekki fyrir sig með þakkarveifu.
Ég keyrði yfir hann.
Ég laug þessu síðasta.
Ég klæddi konuna hans úr með augunum.
Ég skil vel að hann hafi ekki þakkað fyrir sig.
Ég er hættur að skrifa.
Eftir þessa setningu.
Ég lofa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.