fimmtudagur, 5. ágúst 2004

Ég keyri um á bíl sem á var upphaflega lagður tollur fyrir að flytja inn í landið og virðisaukaskattur (24,5%) eflaust ofan á það. Hann gengur fyrir bensíni sem kostar í dag 113 krónur lítrinn og af því fer rúmlega 60% í bensínskatt til ríkisins. Ofan á þetta bætast svo bifreiðagjöld sem er eitthvað ákveðið á hvert kíló sem bíllinn er. Ég keyri á þessari tekjulind ríkisins í ÁTVR til að kaupa mér áfengi. Á því er áfengisskattur sem er mismunandi eftir áfengismagni en er ca 80% af verðinu og með áfenginu fæ ég mér brazza sem ég auðvitað greiði 24,5% vask af. Svo keyri ég heim og blogga um þetta allt saman í tölvunni minni sem ég keypti og borgaði þennan fræga vask (24,5%) fyrir pening sem hef unnið mér inn og greitt 38,58% tekjuskatt af. Ef ég hefði ekki keypt mér tölvuna hefði ég lagt peninginn inn á reikning eða keypt hlutabréf fyrir og borgað 10% fjármagnstekjuskatt af vaxtagreiðslunum ef einhverjar yrðu. En þá væri líka mun minna um blogg.

Allavega, það sem ég er að reyna að segja er: Fyllerí um helgina!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.