Phone Booth / ísl: Allt vitlaust í símaklefanum
Á sunnudagskvöldið síðasta sá ég myndina Phone Booth sem skartar erkifíflinu Colin Farrell í aðalhlutverki. Myndin fjallar um hrokafullan umboðsmann sem lýgur mikið og er almennt séð viðbjóðslegur skíthæll. Hann geldur þó fyrir það því sniðug leyniskytta hringir í hann í símaklefa og hótar að skjóta hann ef hann hætti að tala við sig.
Leikurinn er góður hjá Farrell, söguþráðurinn þunnur en hann gengur upp og endirinn ásættanlegur. Það vantar þó eitthvað svo hún skilji eitthvað eftir sig.
Tvær og hálf stjarna af fjórum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.