miðvikudagur, 18. ágúst 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ísland var að sigra Ítali í vináttulandsleik í fótbolta á laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn engu. Ég er í fyrsta sinn við það að fara að gráta úr hamingju. Áður en dagurinn er búinn mun ég þá hafa grátið þrisvar í dag. Fyrst þegar ég vaknaði snemma í morgun og grét vegna þess hversu kvefaður ég var. Núna næst vegna þjóðarstolts og í þriðja sinn eftir ca 10 mínútur þegar ég stend upp og fatta hversu stirður ég er orðinn á því að gera ekkert síðustu daga vegna kvefs. Kannski ég gráti í fjórða sinn yfir því hversu leiðinleg þessi færsla er og ókarlmannleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.