Svalasti vondi kall sem ég hef séð í spiderman 2
Á Akureyri í gær ákvað ég í brjálæði mínu að kíkja á myndina Spiderman 2 í bíó með Elmari Loga og Björgvini bróðir.
Myndin fjallar um tilvistarkreppu Spiderman þar sem kvenmenn og skólinn rekast á hans tímatöflu sem ofurhetja. Einnig kemur þarna við sögu flottasta illmenni sem ég hef nokkurntíman séð, Doctor Octopus sem leikinn er af einum af mínum uppáhaldsleikara, Alfred Molina. Önnur hlutverk leika Tobey Maguire, Kirsten Dunst og James Franco.
Allavega, söguþráðurinn er mjög góður, leikurinn jafnvel betri, tæknibrellur til fyrirmyndar og myndin í heild sinni mögnuð. Mæli með henni fyrir alla, nema auðvitað stelpur.
Þrjár og hálf stjarna af fjórum og eitt karlmannlegt hæ fæv.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.