miðvikudagur, 25. ágúst 2004

Ég hef nú þegar, á þriðja skóladegi mínum, náð einum áfanga. Þeim áfanga var náð þegar ég skráði mig í vísindaferð fyrr í dag í fyrsta sinn. Þetta er stór áfangi fyrir mig sem hingað til hef ekki drukkið áfengan dropa í Reykjavík á meðan ég er í Háskóla Reykjavíkur. Ég hef svo tækifæri á að ná öðrum áfanga á föstudaginn en hann felur í sér að mæta í vísindaferðina og skemmta mér vel í faðmi skólafélaganna. Verst að þessir áfangar gefa mér engar einingar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.