Eftir að hafa tekið mér hádegismat, leyst af í afgreiðslunni, skroppið á salernið, farið í póstferð, tekið kaffitíma, ætlað að henda út fugli sem rataði hingað inn, búið til nokkur skattkort og bloggað þessa færslu get ég loksins haldið áfram verkefni mínu í vinnunni sem ég reyndar man ekki lengur um hvað snýst. Þá er það bara næsta verkefni sem ég get auðveldlega leyst og það er að fara heim í helgarfrí. En fyrst þetta:
Ég held mér sé óhætt að segja allt vera logandi í ummælum við hverja færslu þessa dagana. Síðustu tvo sólarhringa hafa um 25 ummæli verið skrifuð af utanaðkomandi fólki. Ég þakka kærlega fyrir, endilega haldið þessu áfram. Án ummælanna myndi ég aldrei nenna þessu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.