Það lítur út fyrir að síðhærði strákurinn á viðskiptabraut Háskóla Reykjavíkur hafi farið í klippingu í sumar og því orðinn stutthærður. Þarmeð er ég orðinn síðhærðasti karlkyns viðskiptafræðineminn á öðru ári í Háskóla Reykjavíkur, ársins. Aldrei óraði mig fyrir þessum árangri mínum þegar ég mætti hérna fyrir nákvæmlega ári síðan, snöggklipptur eins og ungabarn.
Ég verð krýndur við hátíðlega athöfn í huga mér klukkan 14:00 á morgun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.