laugardagur, 14. ágúst 2004

Í gær gerði ég tvennt sem ég hef ekki gert áður. Ég var í rúmar 150 mínútur í kjallara íþróttahússins að lyfta og hlaupa þegar ég hafði aðeins borðað hálfan homeblest pakka í hádeginu og eitt risa hraun allan þann dag. Til gamans má geta þess að ca 60 mínútur eru í klukkustundunni og því teljast þetta 2,5 klukkustund.
Það síðara var að þegar ég kom heim ákvað ég að stoppa saumsprettuna á stuttbuxunum mínum, tók því upp nál og tvinna og saumaði í rúman klukkutíma. Sem betur fer veit enginn af þessu og því bíður karlmennska mín ekki hnekki.

Allavega, ég fer, karlmennskan uppmáluð, á ball í Valaskjálf í kvöld en sænskir vísindamenn telja að um 120 þúsund manns mæti á þetta umrædda ball, miðað við þær upplýsingar sem þeir fengu hjá mér um að allir sem spurðir hafi verið segjast ætla að mæta, nema Derrick og Harry Klein auðvitað því þeir eru uppteknir við að leysa mál eins og sést á þessari mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.