Í gær var ég stöðvaður af lögreglunni í fyrsta sinn um ævina fyrir að vera með bilað afturljós. Lögreglumaðurinn var mjög vingjarnlegur, sagði mér frá afturljósinu og sagði mér svo að keyra varlega sem ég geri alltaf.
Það er þó ekki laust við að það hlakkaði í mér þegar ég sá sírenurnar fyrir aftan mig, hugsandi að núna hefði ég eitthvað til að blogga um í dag og um leið fór ég að hugsa út í þennan lista sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum. Þrjú atriði af listanum hafa gerst síðan hann var skrifaður:
1. Aldrei verið stoppaður af löggunni -> var stoppaður í gær.
2. Ekki fengið bólu í andlitið lengi -> hef fengið tvær síðustu vikuna.
3. Ekki misstigið mig í ár -> missteig mig lítillega á síðustu körfuboltaæfingu.
Nú verður spennandi að sjá hvað gerist um helgina en ég stefni á ball á laugardagskvöldið. Þar geta amk þrjú atriði gerst og fimm ef ég mæti með sjónvarpið og videotækið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.