Það er komið að kveðjustund við bíl minn, Mitzubichi Lancer '87, í bili því Björgvin bróðir mun keyra á honum suður í dag. Hann kemur ekki aftur á honum í tæka tíð fyrir brottför mína og því kveð ég hann í dag. Síðasta ferðin mín á honum í bili verður farin klukkan 16:10 í dag frá skattstofunni. Fólk sem vill kveðja hann er vinsamlegast beðið um að gjöra það milli 16:20 og 17:00 við Helgafellið. Blómsveigar eru þakkaðir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.