sunnudagur, 8. ágúst 2004

Í kvöld verður rómantíkin við völd þegar ég hyggst endurkveikja ástarneistann milli okkar Medion Gunnarsson, kærustu minnar og tölvu til 6 mánaða. Hún hefur verið eitthvað hæg upp á síðkastið og neitar að birta mér ákveðin letur og þarmeð netsíður(þar á meðal mína eigin netsíðu). Því hyggst ég vera svolítið góður við hana, elda mat, nudda á henni skjáinn og að lokum formatta hana langt fram á rauða nótt. Hún mun svo vakna ný og endurnærð tölva á morgun og ég vonandi ánægður í þessu sambandi aftur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.