Þar sem að þið hafið verið svo þægir lesendur undanfarið ætla ég að deila með ykkur uppskrift sem ég hef lifað á í sumar. Ég vara ykkur þó við, hún er geðveikislega flókin, þó hún sé ódýr.
Hráefni:
Rookee núðlupoki (með kjöt/kjúklinga bragðefni) = 18 krónur í bónus
1/5 úr mozarella niðurrifnum ostapoka = 30 krónur (150 krónur pokinn í bónus)
Suðuvatn = 0 krónur
Drykkjarvatn = 0 krónur
Sjúkir eldamennskuhæfileikar = Ómetanlegt
Leiðbeiningar:
Vatn hitað þar til það er farið að sjóða.
Núðlum stungið í vatnið og þær látnar liggja í ca 3 mínútur.
Bragðiefni hellt út í.
Vatni hellt úr pottinum og slökkt á hellu.
Osti hellt í pottinn og hrært vel saman.
Vatn tekið úr ísskápnum, helst í eins lítra flösku.
Étið með bestu list.
Hringt í Finn og þakkað fyrir góð ráð.
Nú vitið þið hvað ég hef borðað og mun halda áfram að borða í allan vetur. Alls um 1.440 krónur í mat á mánuði, sem er ágætlega sloppið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.