fimmtudagur, 5. ágúst 2004

Í ljósi þess að ég hef ekki getað mikið á körfuboltaæfingum upp á síðkastið hef ég verið að hugsa um að hætta í körfunni í bili og einbeita mér að lyftingunum og að þyngja mig enn meira, eins og ég hef verið að gera í sumar.

Þessi setning hér að ofan sannar að lyftingar minnka heilann því enginn heilvita maður myndi láta svona út úr sér. Ég dæmist því stundarbrjálaður og þetta blogg því ógilt.

Einnig ber að geta þess að þetta er gert í talsverðu flýti þar sem sjoppan lokar eftir 15 mínútur og ég á eftir að klæða mig í sokka. Hafinn er því gríðarlegur eltingaleikur við tímann. Ég læt vita hvernig þetta fer þegar tími gefst til. Ég get líka sent ykkur, þeim sem illa geta sofið fyrir spenningi, sms og látið vita hvernig fór.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.