Mér finnst mjög fyndið að heyra hvernig fólk fagnar eins og það sé að græða þegar því er tilkynnt að það hafi "unnið" ferð til útlanda í einhvern tíma. Ég skal taka dæmi.
Ferðin er undantekningalaust með Iceland Express og oftar en ekki í tvær vikur. Svona lítur þá dæmið út:
30.000 krónur í mesta lagi = Ferðin út og til baka (gefið).
50.000 krónur í minnsta lagi = Uppihald og aðrar vörur í 2 vikur.
100.000 að meðaltali = Tekjur sem viðkomandi verður af við að fara frá vinnu í tvær vikur.
Kostnaðurinn er því 150.000 að meðaltali við að græða ferð út í tvær vikur og fólk fagnar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.