föstudagur, 20. ágúst 2004

Stundum hugsa ég og þá er voðinn vís. Oftar en ekki botna ég ekkert í sumum hlutum sem ég hugsa um. Hér eru nokkur dæmi:

* Stjörnumerki. Af hverju þekkja allir stjörnumerkið sitt? Glórulaus speki.

* Sturtuferðir í íþróttahúsum og sundlaugum, eins og áður hefur komið fram. Það er ekkert eðlilegt við að fara í sturtu með sama kyni.

* Hlátur. Fáránlegt fyrirbæri þegar maður hugsar út í það.

* Grátur. Vatn lekur úr augunum og raddböndin láta ekki að stjórn. Getur líkaminn ekki þróað þetta af sér?

* Akfeitt fólk. Hvernig getur fólk leyft sér að verða þannig? Óskiljanlegt. Mjög einfalt, ef þú borðar meira en líkaminn er að brenna fitnaru. Annað hvort að hreyfa sig meira en borða minna.

* Afmæli. Til að byrja með þá er ekkert merkilegt við að jörðin hefur snúist ákveðið oft í kringum sólina frá því að maður kom út úr manneskju. Í öðru lagi þá er það aldrei fagnaðarefni að eldast um eitt ár og þannig færast nær dauðanum. Af hverju er þessi dagur haldinn hátíðlegur? Sennilega til að fylla upp í andlega tómarúmið og fá athygli á 365,25 daga fresti.

* Brúðkaup. Tilgangslaust fyrir utan auðvitað að tapa peningum í gegnum skattinn.

Ég vona að ég sé að ná þessari svartsýni úr kerfinu hjá mér með þessu nöldri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.