föstudagur, 13. ágúst 2004

Ég vil þakka öllum þeim sem brutu odd af oflæti og tóku skyndiprófið sem ég útbjó í gær og birti. Ég vona að þeir sem lesa síðuna sjaldan muni einnig taka prófið og því er engin tímamörk á skilafrestinum. Prófið er hér, aðeins fyrir þá sem ekki hafa tekið það áður. Ég mun svo síðar greina svörin niður í frumeindir og birta svo tölfræðina.

Enn sem komið er hefur aðeins ein manneskja fengið 10 í einkunn á könnuninni. Ber hún heitið Soffía og fær hún m.a. hlekk á þessari síðu minni í verðlaun. Ég er svo ánægður með árangur Soffíu að ég ætla að gefa systir hennar líka hlekk.

Hér er hlekkurinn á Soffíu og hér er hlekkurinn á Möggu systir hennar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.