fimmtudagur, 26. ágúst 2004

Í dag keypti ég mér ca þúsund blaðsíðna bók fyrir tölfræði sem er í frásögu færandi af því bókin kostaði 5.500 krónur sem væri fínt verð fyrir nýja bók (úr gulli) en þessi er notuð og vel það.

Bókaútgefendur eiga það nefnilega til að bæta nægilega miklu við námsbækurnar árlega svo það sé álitið betra að eiga nýjasta eintakið um leið og þeir viðhalda og jafnvel hækka verðið, sem er þegar nógu djöfull hátt, vegna þess að nemendur verða að kaupa þetta til að standa sig í skólanum.

Ekki lengur þó. Ég set fordæmið og hef hætt að kaupa bækur dýrum dómi. Ég hætti reyndar að kaupa bækur að mestu í fyrra en betra er seint en aldrei að blogga um það. Samfara námsbókaútgefendum!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.