Þá er sumrinu lokið og ég knúinn til að fara yfir sumarið og áætlanir þær sem ég setti mér fyrir það:
1. Lyfta mikið: 90% árangur. Byrjaði illa en tók mig á eftir að ég fann Soffíu lyftingafélaga.
2. Synda mikið: 30% árangur. Byrjaði vel en tók mig á og hætti því alveg undir lokin. Lá þess í stað í sólbaði í sundi.
3. Spila körfubolta mikið: 95% árangur þar sem ég mætti á 95% æfinga.
4. Drepa engan: 97% árangur.
5. Djamma mikið: 40% árangur. Gerði alltof lítið af því að drekka.
6. Vinna mikið: 60% árangur. Eins og svo oft áður; byrjaði vel en letin jókst með hækkandi hitastigi.
7. Spara pening: -80% árangur. Skulda eins og vindurinn eftir sumarið, hvernig sem ég fór að því.
8. Verða heimsfrægur: 2% árangur. Kom fram fjórum sinnum í austurglugganum.
9. Taka mikið af myndum: 20% árangur. 1 prósent fyrir hverja mynd sem ég tók.
10. Ná að skrifa 10 markmið í bloggið eftir sumarið: 100% árangur.
Allt í allt um 75% árangur í sumar. Sumarið fær því þrjár stjörnur af fjórum í einkunn.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.