mánudagur, 2. ágúst 2004

Slæmar ákvarðanir virðast ætla að einkenna þessa verslunarmannahelgi. Hér eru dæmi um nokkrar:

* Ákvað að fara ekki á Akureyri á föstudagskvöldið og djamma þar. Þess í stað gerði ég ekkert og sá eftir þessari ákvörðun allt kvöldið, nóttina og daginn eftir.
* Ákvað að fara til Egilsstaða eftir einn dag á Akureyri á laugardeginum í stað þess að djamma um kvöldið. Sá eftir því alla leiðina til baka og gott betur.
* Ákvað að senda þrjú sms í gær og fékk engin svör. Merki um að smsin hafi ekki verið vel þegin og því sá ég eftir þeim.
* Ákvað að kaupa mér að borða. Keypti smjör og ost. Gleymdi að kaupa brauð.
* Ákvað að bíða eftir að eitthvað gerðist í kvöld, sunnudagskvöld. Sendi ekkert sms þar sem ég læri af mistökum. Sá eftir því í allar þær mínúturnar sem ekkert gerðist eða allt kvöldið.
* Ákvað að verða jákvæður og bjartsýnn nýlega. Það er ekki að ganga upp.
* Ákvað að hætta ekki með þessa dagbók í dag.

Ég ætla því ekki að ákveða neitt á morgun mánudag, ákvörðunarlausa daginn.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.