mánudagur, 30. ágúst 2004

Ég er að breytast. Í tíma í dag hló ég einn upphátt að eftirfarandi frásögn kennara, sem er reyndar einstaklega skondinn í útliti:

"Um 1984 komst verðbólgan á Íslandi yfir 100% yfir heilt ár sem er býsna hátt en nær þó ekki alveg metinu sem sett var í Þýskalandi skömmu eftir fyrri heimstyrjöldina en þá náði hún 1.300.000.000 (þrettánhundruðmilljón) prósent á einu ári."

Ég vona, þrátt fyrir þessa breytingu mína, að fólk flýji ekki í ofboði af síðunni. Ég gæti breyst aftur, jafnvel strax eftir að þessari færslu lýkur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.