þriðjudagur, 24. ágúst 2004



Michael Moore, leikstjóri Fahrenheit 9/11.


Í gærkvöldi sá ég stórmyndina Fahrenheit 9/11 sem er heimildarmynd um George W. Bush, Hitler samtímans. Myndin er skemmtilega sett upp þar sem Michael Moore fer á kostum, eins og svo oft áður. Farið er í gegnum forsetatíð hans og ýmislegt saurugt dregið upp. Mjög áhugaverð mynd svo ekki sé meira sagt. Mæli með henni fyrir alla, þó sérstaklega hægrisinnaða bandaríkjadýrkendur.

Þrjár og hálf stjarna af fjórum. Hálf dregin af henni fyrir óþarfa væmni á kafla.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.