Hafið samband ef þið viljið hafa hann á ykkar síðu.
sunnudagur, 31. ágúst 2003
laugardagur, 30. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag laugardag, hef ég ekkert gert nema sofa, horfa á videospólur og borðað. Aldrei hef ég upplifað jafn fábrotinn laugardag og það fær mann til að hugsa heim til austurlandsins. Að hugsa til austurlandsins fær mig auðvitað til að sakna þess og spá í veru mína hérna. Það leiðir af sér frekar mikla sorg og sorgina má tjá með lagi einu sem ég ætla að bjóða ykkur upp á hér. Lagið er með Moby.
Nú hyggst ég eyða restinni af helginni í lærdóm.
Nú hyggst ég eyða restinni af helginni í lærdóm.
föstudagur, 29. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það sjást ekki oft hasarfréttir frá skákheiminum en hér er ein, tekin af alþjóðlegri síðu tileinkuð þessum piltungi.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í morgun ákvað ég að gera tvennt sem aldrei hafði verið gert áður. Ég ákvað að taka strætó í skólann, eitthvað sem mér persónulega hafði aldrei tekist áður (amk ekki að komast á réttan áfangastað) og eitthvað sem enginn nemandi í Háskóla Reykjavíkur hafði áður gert (þeas að taka strætó). Ferðin gekk vel fyrir utan krókaleið sem bílstjórinn ákvað að taka til þess eins að láta mig svitna meira en góðu hófi gegnir.
fimmtudagur, 28. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú hafa verið tefldar 2 skákir á Tunguveginum, í bæði skiptin tefldi ég við Víði Vakstjóra og sigraði eftir bland af heppni, þrjósku og útsjónarsemi. Niðurstöður voru skráðar á þar til gert blað og í lok árs munu úrslit vera talin saman og sigurvegari krýndur. Fáklæddir kvenmannsgestaskákmenn eru alltaf velkomnir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn eina ferðina er ég staddur í ævintýraháskóla Reykjavíkur og enn einu sinni lenti ég í ævintýrum, fyrir hádegi nánar tiltekið. Í þetta sinn var ég staddur í mötuneytinu í frímínútum þegar ég lagði fimlega 140 krónur í sjálfsala fyrir drykkjargosi því ég var þyrstur og við það að sofna. Að sjálfsögðu gleypti vélin peninginn en skilaði engu í staðinn svo ég ældi úr reiði innra með mér og hugðist kvarta en sá svo biðröðina í afgreiðsluna og hætti snarlega við. Til baka fór ég því hnugginn og sagði Óla frá sem hló að óförum mínum. Í síðari frímínútunum fór ég aftur og ætlaði að gera aðra tilraun en í það skiptið á öðrum sjálfsala. Viti menn, ekki nóg með að ég greiddi aðeins 100 krónur þar heldur fékk ég ókeypis fanta flösku með litlu gos dollunni sem ég hugðist kaupa. Svona getur lífið sífellt komið manni á óvart og jafnað sig út, eins og ég hef hamrað á hingað til.
miðvikudagur, 27. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag lauk ég mínum þriðja degi í Háskóla Reykjavíkur. Á þessum tíma hef ég verið mjög athugull og fylgst með atferli samnemenda minna sem og kennara sem ég hef hitt. Af þeim kynnum get ég dregið eina sáraeinfalda ályktun; það er enginn með eins hárgreiðslu og ég. Frá því má svo draga aðra ályktun; ég er tímaskekktur Egilsstaðabúi í Reykjavík.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á mánudagskvöldið hélt ég í víking á myndina 'Pirates of the Caribbean: the curse of the black pearl' í fríðu föruneyti Jökuls, Tedda, Garðari og Eygló. Myndin var spiluð í sambíóum einhversstaðar í Reykjavík (rata ekkert og veit ekki hvar ég var staddur). Í henni leika Johnny Depp, Orlando Bloom, Geoffrey Rush og fleiri góðir. Myndin er afbragðsskemmtun í alla staði. Sagan er góð, tæknibrellur magnaðar og leikurinn frábær, þó sérstaklega hjá Johnny Depp sem fer á kostum í hlutverki Keith Richards, eða sambærilegum karakter. Ofan á skemmtilega mynd bætist við skemmtileg bæjarferð í góðum félagsskap svo myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum. Fleiri svona myndir í bíó.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var rétt í þessu að koma frá samkomu í laugardalshöll þar sem sögumaðurinn og þjóðlagaskáldið Dave Grohl hélt uppi stemningu ásamt fyrirmyndarsveit vaskra sveina sem bera nafnið Foo Fighters. Dave sagði frá því m.a. þegar hann fór á Stokkseyri í gær til að hella sig og sína fulla af brennivíni undir stjörnubjörtum himni þegar þeir heyrðu í ungri sveit spila þungt rokk. Þeir ákváðu í ölæði sínu að fara til þeirra og viti menn, þeir máttu spila smá með þeim. Þessari hljómsveit var síðan lofað að taka 1 lag kvöldið eftir á tónleikunum (í kvöld) og þeir þáðu það og gerðu, 14 ára piltarnir. Svona getur fræga fólkið verið gott.
Inn á milli spiluðu félagarnir í Foo fighters rólyndis ballöður og dönsuðu gömlu dansana með Dave Grohl í 'Íslenskt Brennivín' bol. Hann lauk svo sögustund með því að segja Ísland vera flottasta landið af öllum sem hann hefði komið til, meira að segja flottara en Írland og Ástralía.
Í dag er ég 70% heyrnarlaus en það var þess virði.
Inn á milli spiluðu félagarnir í Foo fighters rólyndis ballöður og dönsuðu gömlu dansana með Dave Grohl í 'Íslenskt Brennivín' bol. Hann lauk svo sögustund með því að segja Ísland vera flottasta landið af öllum sem hann hefði komið til, meira að segja flottara en Írland og Ástralía.
Í dag er ég 70% heyrnarlaus en það var þess virði.
þriðjudagur, 26. ágúst 2003
mánudagur, 25. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Toyotan seld!
Nýr eigandi tekur við lyklum um leið og hann afhendir kaupverð, til að koma í veg fyrir svik. (Ljósmynd. Helgi Gunn.)
(Smellið á mynd fyrir stærra eintak)
Laugardaginn 23. ágúst 2003 gerðist sá merkisatburður að Toytan mín ástsæla var seld hæstbjóðanda á krónur 5.000. Þetta er í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að þarna fer mín barnið mitt, mín fyrsta bifreið. Hana keypti ég 1. september 1999 fyrir kr. 50.000, sælla minninga.
Nýji foreldri Toyotunnar heitir Jón Gunnarsson. Hann er 24ra ára ljón sem hefur gaman að lestri slæmra bóka og sundi.
Söluhagnaður var umsvifalaust settur í háskólasjóð alvöru barna minna, en þau er -7 og -12 ára.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsti skóladagurinn að baki sem betur fer. Hann byrjaði á því að ég vaknaði að drepast í öðru auganum, ótrúlegt nokk. Úr því lak svo saltvatn allan daginn sennilega vegna þess að ég er með vott af kvefi. Í skólann mætti ég gleraugnalaus og auðvitað settist ég aftast í hugsunarleysi þannig að ég sá ekkert. Ég gleymdist í kerfinu hjá Háskóla Reykjavíkur þannig að ég fékk ekkert lykilorð að tölvunum en því var kippt í liðinn aðeins svo ég gæti uppgötvað að netið lá niðri. Núna er hausverkur að hrjá mig og kvöldið algjörlega óplanað. Ég mun líklega ekki lesa heima fyrir skólann þar sem ég er ekki með bækurnar þessa stundina og ég rata ekkert hérna svo ég verð sennilega heima.
Afsakið mig annars þessa dagana. Færslur munu koma inn þegar ég hef tíma og aðstöðu en nú skrifa ég úr eldhúsi Tunguvegs 18. Innan örfárra daga mun ég fá mitt eigið herbergi og þá get ég farið að gera eitthvað sniðugt.
Afsakið mig annars þessa dagana. Færslur munu koma inn þegar ég hef tíma og aðstöðu en nú skrifa ég úr eldhúsi Tunguvegs 18. Innan örfárra daga mun ég fá mitt eigið herbergi og þá get ég farið að gera eitthvað sniðugt.
sunnudagur, 24. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær sá ég myndina 'Daredevil' eða Djarfdjöfull eins og hún myndi heita á Íslensku. Í aðalhlutverkum eru nokkrir þekktir leikarar en þó aðallega Ben Affleck og Jennifer Garner. Myndin er dökk og sum bardagaatriðin algjörlega óskiljanleg en þar sem ég er frekar tregur þá býst ég við því að þau hafi komið vel út fyrir venjulega fólkið. Söguþráðurinn er fínn og myndin góð skemmtun. Leikurinn er viðunandi og tæknibrellur fínar. Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu af fjórum.
laugardagur, 23. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að þið þurfið ekki að nota ímyndunaraflið þegar ég segi ykkur frá nýnemadeginum sem ég missti af þá fylgir sögunni myndir. Hér kemur frásögnin, aftur: Ég missti af nýnemadegi Háskóla Reykjavíkur sem fram fór á fimmtudaginn og í gær, föstudag. Hér eru myndir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég biðst velvirðingar á dagbókarfærsluleysi í dag. Ég hef verið að njóta veðurblíðunnar hérna á Egilsstöðum í síðasta skipti að því er virðist. Í kvöld er svo planið að kíkja á Lubba Klettaskáld lesa ljóð í stærðarinnar tjaldi í tilefni af Ormsteiti sem er í gangi þessa helgina. Síðar í kvöld er áætlað að mæta í teiti hjá Bergvini og Garðari, taka myndir og leiga svo spólu og hafa það náðugt síðasta kvöldið hérna. Ég verð að öllum líkindum kominn til Reykjavíkur eftir 24 tíma.
Það væri ljúft ef gestir og gangandi gætu séð sér fært að skrifa í gestabókina sem er stödd hérna og þarna uppi í hægra horni. Með fyrirfram þökkum til þeirra sem munu skrifa og kærum þökkum til þeirra sem nú þegar hafa ritað nafn sitt ásamt ummælum.
Það væri ljúft ef gestir og gangandi gætu séð sér fært að skrifa í gestabókina sem er stödd hérna og þarna uppi í hægra horni. Með fyrirfram þökkum til þeirra sem munu skrifa og kærum þökkum til þeirra sem nú þegar hafa ritað nafn sitt ásamt ummælum.
föstudagur, 22. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrstu tveir dagarnir af skólanum mínum búnir og ég hef ekki lært nokkurn skapaðan hlut. Ástæðan er auðvitað sú að ég fer ekki í skólann fyrr en á mánudaginn eftir að hafa eytt sunnudeginum í að keyra til Reykjavíkur í góðum félagsskap Jökuls mikla meistara og ca 500 kg af drasli. Þessa fyrstu tvo daga hefur fólk bara notað tímann í grillveislur og sprell ásamt því að fá lykilorð og aðgangskort að húsinu er mér sagt. Það verður fyndið að sjá mig á mánudaginn spái ég, í lopapeysunni, vaðstígvélunum og með ullarhúfuna reynandi að komast inn í skólann um leið og ég fer með einhverja vísu eða hávamál. Næsta vika verður skrautleg.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkrar spurningar varðandi 11. september 2001 en þá var víst gerð "hroðaleg árás" á "saklausa" fólkið í bandaríkjunum. Kíkið á þær og spáið í þetta.
Ég veit ég er ekki alvöru bandaríkjamaður fyrst ég efast. Ég vona að allir litlu bandaríkjamennirnir á Íslandi geti fyrirgefið mér.
Ég veit ég er ekki alvöru bandaríkjamaður fyrst ég efast. Ég vona að allir litlu bandaríkjamennirnir á Íslandi geti fyrirgefið mér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi varð ég fyrir barðinu á hinu virta fyrirtæki Colgate þar sem ég hugðist tannbursta mig eftir viðburðasnauðan dag. Ég tók tannkremstúpuna sem ég hafði keypt fyrir fjórum dögum síðan og hóf að þrýsta á hana aftanverða til að neyða tannkremið úr endanum beint á tannburstann, sem af einskærri tilviljun er líka frá Colgate. Þegar hæfilegu afli hafði verið beitt á túpuna tók við sérkennileg atburðarás. Tannkremið skaust út og eftir það kom, að því er virtist, loft og mikið af því. Það var þá sem ég uppgötvaði djöfullega ráðagerð Colgate því lítið sem ekkert tannkrem var eftir. Svo virðist sem sumar túpur séu aðeins hálffullar, sem veldur því að Colgate græði milljónir króna árlega af vitleysingum eins og mér. Ég hef í hyggju að senda tannkremstúpuna út og krefjast endurbóta. Fórnarlömb Colgate sem þessa síðu lesa eru kvött til að gera hið sama.
fimmtudagur, 21. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsta skref í átt að heimsyfirráðum mínum kom í ljós snemma í dag þegar myndir, vel merktar þessari síðu, birtust á hinni merku frétta og skemmtanasíðu undirheimar.net. Myndirnar eru frá dansiballi sem Gleðisveit Ingólfs hélt í Valaskjálf fyrir einhverju síðan. Fyrir þessar myndir fæ ég hvorki meira né minna en 2 miða á bíósýningu á Egilsstöðum auk einhverra heimsókna frá gestum síðunnar.
Annars upplifði ég minn fyrsta nánast internetlausa dag í dag frá verslunarmannahelginni. Ég lifði það af þökk sé sjónvarpstæki einu, bifreið minni og skákborði fjölskyldunnar. Bíllinn minn komst ekki í viðgerð í dag af því viðgerðarfyrirtækið var of upptekið sem hefur nokkrar afleiðingar. Ég kem honum ekki í gegnum skoðun á morgun, kemst líklega ekki í heimsókn til pabba á morgun til að kveðja hann og sel bílinn líklega ekki í næsta tölublaði af æsifréttaritinu Dagskráin. Merkilegt hvað lífið getur valdið miklum vonbrigðum með örsmáum atriðum.
Annars upplifði ég minn fyrsta nánast internetlausa dag í dag frá verslunarmannahelginni. Ég lifði það af þökk sé sjónvarpstæki einu, bifreið minni og skákborði fjölskyldunnar. Bíllinn minn komst ekki í viðgerð í dag af því viðgerðarfyrirtækið var of upptekið sem hefur nokkrar afleiðingar. Ég kem honum ekki í gegnum skoðun á morgun, kemst líklega ekki í heimsókn til pabba á morgun til að kveðja hann og sel bílinn líklega ekki í næsta tölublaði af æsifréttaritinu Dagskráin. Merkilegt hvað lífið getur valdið miklum vonbrigðum með örsmáum atriðum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um daginn sá ég mest megið af myndinni Ballistic: Ecks vs. Sever með Antonio Banderas og Lucy Liu í aðalhlutverkum. Myndin er svo svöl að ég hef mig ekki í að gagnrýna hana. Hún er of töff fyrir mig. Hálf stjarna af fjórum, bara af því ég hata of töff hegðun og þessi fer langt yfir öll velsæmismörk. Þess má þó geta að manneskja með eins rödd og Lucy Liu getur aldrei nokkurntíman verið kúl.
miðvikudagur, 20. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag klukkan rúmlega 16:00 tók ég mig til, reif mig úr öllum fötunum nema öðrum sokknum og æddi út í rigninguna æpandi "Ég er fráls! Ég er loksins frjáls!" en ástæðan er starfslok mín á skattstofu austurlands. Gleði mín var stutt því skömmu eftir að ég var kominn út í bíl, kviknakinn, áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt að stimpla mig út og allt starfsfólkið enn inni. Vandræðalegt svo ekki sé meira sagt og spurningarnar sem dundu yfir mig á meðan ég stimplaði mig út hálf barnalegar.
En svona að öllu gamni slepptu þá mun ég sakna skattstofunnar talsvert, þar er góður starfsandi, vinnan þægileg og starfsfólkið alltaf hresst. Í dag voru meira að segja kökur með kaffinu í tilefni að því að ég hafi verið að hætta til að nema viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur. Á skattstofunni hóf ég störf 23. nóvember síðastliðinn eins og þið getið lesið um hér. Hef ég því unnið þarna í níu mánuði, samkvæmt minni stærðfræði. Mín fyrrverandi staða er því laus þessa stundina og er hægt að sækja um hana í síma 470 1300.
En svona að öllu gamni slepptu þá mun ég sakna skattstofunnar talsvert, þar er góður starfsandi, vinnan þægileg og starfsfólkið alltaf hresst. Í dag voru meira að segja kökur með kaffinu í tilefni að því að ég hafi verið að hætta til að nema viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur. Á skattstofunni hóf ég störf 23. nóvember síðastliðinn eins og þið getið lesið um hér. Hef ég því unnið þarna í níu mánuði, samkvæmt minni stærðfræði. Mín fyrrverandi staða er því laus þessa stundina og er hægt að sækja um hana í síma 470 1300.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Upp er komin athyglisverð staða. Síðustu þrjár til fjórar vikur hefur aðsóknin á veftímaritið mitt aukist svo um munar en um þessar mundir eru ca 80-100 manns að lesa hugsanir mínar daglega. Það þýðir að ég er orðinn samkeppnishæfur á netmarkaðinum og hef ég því hafið samkeppni við Bylgju Borgþórsdóttur, oft kennd við fegurð, um athygli netverja. Hún er að taka inn ca 100-140 netverja á dag en markaðsstjóri 'Við rætur hugans' telur að með réttri auglýsingaherferð, fögrum loforðum og mikilli atorku sé hægt að brjóta hana á bak aftur. Einnig hefur hann mælt með því að ég hætti að setja hlekki á síðuna hennar. Alls ekki vitlaust hugmynd.
Framtíðin er mín! (ég myndi bæta við trylltum hlátri hérna en kann ekki við það)
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sálu mína og auglýsa á síðunni, hafið samband hér.
Framtíðin er mín! (ég myndi bæta við trylltum hlátri hérna en kann ekki við það)
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sálu mína og auglýsa á síðunni, hafið samband hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ætla að endurtaka setningu núna í sjöunda sinn frá því ég hóf þessa dagbók mína fyrir ca 10 mánuðum: ég er orðinn kvefaður enn eina ferðina! Ónæmiskerfi mitt er hérmeð sett á sölulistann með von um að einhver vilji skipta. Ég gæti látið Toyota Corolla 1980 árgerð upp í.
þriðjudagur, 19. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Íbúðin hrein og ég þreyttasti maður alheimsins. Þá er þessum kafla í lífi mínu lokið og mun ég minnast hans sem... nei annars, ég mun sennilega ekki minnast hans því það gerðist ekkert í sumar.
Ég komst nýlega að því að ef ég verð ofurhetja einhverntíman hef ég valið mér erkióvin nú þegar. Það verður hver sá sem á jeppa. Konur á jeppum eru þó alltaf í uppáhaldi sem ömurlegir bílstjórar en annars bara hver sem er. Það virðist sem þeir sjái ekki minni bílana og eru bara illir yfir höfuð. Í gær t.d. var ég leið út frá Shellinu á netta ofurhetjubílnum mínum þegar ég mæti jeppa (í einstefnu fyrir þá sem vita ekki hvernig útkeyrslan í shellinu er) og hann komst ekki framhjá mér af því það var jeppa lagt á hlið í miðri útkeyrslu og ökumaður talandi í gemsa. Ég ætlaði að bakka en þar var mættur jeppi sem ætlaði ekki að leyfa mér að komast framhjá sér. Eftir nokkrar vandræðalegar augngotur og orðin 'Deyðu litli bíll' sem ég náði að lesa af vörum bílstjóranna náði ég að smeygja mér fimlega framhjá jeppanum fyrir framan mig, frelsinu feginn en þó vitandi það að hættan er enn til staðar; einhverntíman mun ég mæta jeppagenginu aftur og þá verð ég kannski ekki svona heppinn.
Ef það vantar 'g' í textann hérna að ofan þá er það vegna þess að ég skrifa þetta á tölvu bróður míns en berja þarf á lyklaborðið til að fá 'gé-in' til að virka.
Ég komst nýlega að því að ef ég verð ofurhetja einhverntíman hef ég valið mér erkióvin nú þegar. Það verður hver sá sem á jeppa. Konur á jeppum eru þó alltaf í uppáhaldi sem ömurlegir bílstjórar en annars bara hver sem er. Það virðist sem þeir sjái ekki minni bílana og eru bara illir yfir höfuð. Í gær t.d. var ég leið út frá Shellinu á netta ofurhetjubílnum mínum þegar ég mæti jeppa (í einstefnu fyrir þá sem vita ekki hvernig útkeyrslan í shellinu er) og hann komst ekki framhjá mér af því það var jeppa lagt á hlið í miðri útkeyrslu og ökumaður talandi í gemsa. Ég ætlaði að bakka en þar var mættur jeppi sem ætlaði ekki að leyfa mér að komast framhjá sér. Eftir nokkrar vandræðalegar augngotur og orðin 'Deyðu litli bíll' sem ég náði að lesa af vörum bílstjóranna náði ég að smeygja mér fimlega framhjá jeppanum fyrir framan mig, frelsinu feginn en þó vitandi það að hættan er enn til staðar; einhverntíman mun ég mæta jeppagenginu aftur og þá verð ég kannski ekki svona heppinn.
Ef það vantar 'g' í textann hérna að ofan þá er það vegna þess að ég skrifa þetta á tölvu bróður míns en berja þarf á lyklaborðið til að fá 'gé-in' til að virka.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég sá myndina 'Clockstoppers' í fyrradag en hana tók ég í örvæntingu minni þegar ég sá enga nýlega spólu hjá Kidda og ca 20 útlendingar voru á leið inn litlu holuna hans. Myndin er gjörsamlega glórulaus, handritið vanhugsað og plottið út í hött. Leikurinn er hroðalegur og myndin í heild sinni hræðileg fyrir utan tæknibrellurnar sem eru nokkuð vel gerðar. Ég ætla ekki að eyða frekari orðum í þennan viðbjóð. Gef henni enga stjörnu af fjórum.
Þá hefði ég betur tekið rómantísku gamanmyndina cockslappers sem var inni.
Þá hefði ég betur tekið rómantísku gamanmyndina cockslappers sem var inni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég biðst velvirðingar á bloggleysi í dag. Var sendur í afgreiðsluna í vinnunni þar sem ég mun dúsa hálfsofandi, kunnandi ekki neitt mína síðustu daga á skattstofunni sökum sumarfría starfsmanna. Í þetta sinn kýs ég að líta á svörtu hliðarnar á málinu en þær eru feikimargar, m.a. sú að ég get lítið skrifað í dagbókina á meðan. Á morgun eftir vinnu mun ég svo taka mig til og þrífa eitt stykki kjallara. Hver veit nema ég gefi mér næga leti til að skrá eina eða tvær hugsanir hérna fyrir eða eftir.
Í dag er oss fæddur annar tölvutöffari en nýlega hóf Þóra Elísabet að skrá hugsanir sínar á netið, eða hér nánar tiltekið. Hún er að fara að ferðast eitthvað á næstunni. Ritnefnd, innlendir fréttaritarar og veðurstjóri 'Við rætur hugans' óska henni góðrar ferðar. Hún lengi lifi.
Dagurinn hefur annars verið mjög stíflaður af verkefnum (m.a. að flytja allt draslið úr kjallaranum og meira til) en ég gaf mér þó tíma til að vera ömurlega slappur á körfuboltaæfingu Hattar í kvöld. Hnéin á mér eru að gefa sig í framhaldinu og ég að spá í að nota þau ekkert á morgun.
Í dag er oss fæddur annar tölvutöffari en nýlega hóf Þóra Elísabet að skrá hugsanir sínar á netið, eða hér nánar tiltekið. Hún er að fara að ferðast eitthvað á næstunni. Ritnefnd, innlendir fréttaritarar og veðurstjóri 'Við rætur hugans' óska henni góðrar ferðar. Hún lengi lifi.
Dagurinn hefur annars verið mjög stíflaður af verkefnum (m.a. að flytja allt draslið úr kjallaranum og meira til) en ég gaf mér þó tíma til að vera ömurlega slappur á körfuboltaæfingu Hattar í kvöld. Hnéin á mér eru að gefa sig í framhaldinu og ég að spá í að nota þau ekkert á morgun.
mánudagur, 18. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef oft verið bendlaður við kommunismann, mér til armæðu en það þýðir lítið að streitast á móti. Ég hef því keypt mér eitt af hverju í þessari verslun og hyggst koma ærlega úr kommunistaskápnum á næstu vikum. Ég hlakka þó sérstaklega til að mæta í World Class eða Hreyfingu (nágrannar mínir fyrir sunnan) í þessu einu saman, lyftandi sem aldrei fyrr og vekjandi athygli hjá kvenfólkinu.
sunnudagur, 17. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Framundan er síðasta nóttin í þessum, nánast tóma, kjallara. Minningar síðustu þriggja mánaða hellast yfir okkur þegar eignum okkar er pakkað niður og ekki laust við smá sorg. Þetta er jafnfram, að öllum líkindum, síðasta færslan á þessari síðu sem skrifuð er í kjallaranum, nema auðvitað andinn komi skyndilega yfir mig í kvöld. Ég ætlaði svo að skrifa eitthvað skondið hér en lenti í því að hlusta á Hello með Lionel Richie og ætla því bara að gráta.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Dagurinn í dag er merkilegur fyrir margar sakir, fyrst og fremst þó fyrir þá staðreynd að við bræðurnir flytjum úr þessum kjallara og heim í Fellabæinn en í þennan kjallara fluttum við 18. maí síðastliðinn eins og sjá má hér. Í Fellabæ mun ég búa í viku og á sunnudaginn næsta fer ég til Reykjavíkur fyrir tilstylli bifreiðar. Í Reykjavík mun ég, eins og áður segir, búa á Tunguvegi 18 með Óla Rúnari, Víði Þórarins og Gumma frá Reykjavík. Ég hef ekkert meira að segja um það, enda ekki alveg með hugann við þessar skriftir.
laugardagur, 16. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ný auglýsing í gangi þessa dagana frá VÍS en þar er fjallað um dreng sem kemst upp með að keyra fullur og svo framvegis með orðinu 'Heppinn' í lokinn á hverri staðreynd. Ég man ekki hvað hann á að heita í auglýsingunni en hér kemur dæmi um setningar:
Óli nældi sér í flottustu stelpu skólans. Heppinn.
Óli er aldrei tekinn af löggunni þó hann drekki undir stýri. Heppinn.
Óli var sá eini sem komst lífs af þegar hann velti bílnum fullur. Heppinn.
Þarna endar auglýsingin þó ekki heldur er aðstaða hans rakin þar sem hann er orðið grænmeti. Hann er þó alltaf jafn heppinn.
Það er eitt hægt að segja um þessa auglýsingu: Meistaraverk! Sjaldan hefur auglýsing haft jafn mikil áhrif á mig, bæði hvað tilfinngar varðar og hvernig ég haga mér í umferðinni. Í lokin á auglýsingunni er þó frekar slöpp setning: "Tökum heppnina úr umferðinni". Betra væri ef einhver brjálaður karl öskraði "KEYRÐU EINS OG MAÐUR HÁLFVITI!". Það hefði sennilega fullkomnað hana og ég hefði farið að gráta.
Óli nældi sér í flottustu stelpu skólans. Heppinn.
Óli er aldrei tekinn af löggunni þó hann drekki undir stýri. Heppinn.
Óli var sá eini sem komst lífs af þegar hann velti bílnum fullur. Heppinn.
Þarna endar auglýsingin þó ekki heldur er aðstaða hans rakin þar sem hann er orðið grænmeti. Hann er þó alltaf jafn heppinn.
Það er eitt hægt að segja um þessa auglýsingu: Meistaraverk! Sjaldan hefur auglýsing haft jafn mikil áhrif á mig, bæði hvað tilfinngar varðar og hvernig ég haga mér í umferðinni. Í lokin á auglýsingunni er þó frekar slöpp setning: "Tökum heppnina úr umferðinni". Betra væri ef einhver brjálaður karl öskraði "KEYRÐU EINS OG MAÐUR HÁLFVITI!". Það hefði sennilega fullkomnað hana og ég hefði farið að gráta.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er að taka fram popp og kók og fara að fylgjast með fréttunum aftur. Hér sjáið þið af hverju.
föstudagur, 15. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í ljósi þess að sumarleikur veftímaritsins 'við rætur hugans' var sleginn upp í grín af fólki sem eru áskrifendur hef ég ákveðið að selja aðra bifreið mína vel undir kostnaðarverði. Það var 1999 sem ég keypti Corolluna, þá 19 ára gamla. Síðan þá höfum við gengið í gegnum margt, m.a. var henni stolið á heitu sumarkvöldi og auðvitað skilað daginn eftir í slæmu ásigkomulagi enda gengið í gegnum mikið. Það var svo seint á síðasta ári að gírarnir fóru að klikka og ákvað ég í framhaldi af því að eyða ekki fleiri krónum í hana, þrátt fyrir eldinn sem brann í hjarta mínu gagnvart henni.
Ég auglýsi hana hérmeð gefins fyrir litlar kr. 10.000. Hún er fáránlega vel með farin, aðeins keyrð um 115.000 km og í góðu standi fyrir utan gírskiptingu. Hún er gangfær og vel það. Verðugt verkefni fyrir ævintýragjarna bílaáhugamenn, fífldjarfar ofurhetjur eða hvern sem er. Áhugasamir hafið samband við mig hér eða hér. Þetta er ekki grín, vinsamlegast berið virðingu fyrir sorg minni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn ein myndasyrpan frá Álfaborgarséns, Borgarfirði Eystri 2003, er komin í ljós. Að þessu sinni er það Kristján Orri sem setur þær upp með ansi skondnum texta við hverja mynd. Hérna getið þið séð myndirnar og lesið skrítlur.
Þá eru myndasyrpurnar orðnar þrjár:
Myndir frá mér.
Myndir frá Bylgju.
Myndir frá Kristjáni.
Vinsamlegast látið vita ef fleiri eru með myndir frá þessum ósköpum.
Þá eru myndasyrpurnar orðnar þrjár:
Myndir frá mér.
Myndir frá Bylgju.
Myndir frá Kristjáni.
Vinsamlegast látið vita ef fleiri eru með myndir frá þessum ósköpum.
fimmtudagur, 14. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vaknaði í nótt kl 4 ca í þeirri trú að ég væri útataður í roðamaur, þessum litlu rauðu sem eru í öllum gluggum. Ég tók mig til og dustaði mig allan, hristi sængina og kodda og var mjög óhress með þetta ástand. Eftir einhvern tíma áttaði ég mig á að þarna voru engir roðamaurar heldur aðeins ég að ganga af göflunum. Ég snéri mér þó við í rúminu, til að vera alveg viss um að ég yrði ekki fyrir árás þrátt fyrir að vera góða 2 metra frá næsta glugga auk þess sem rúmið mitt snertir hvergi vegg. Frábært hvað maður getur verið heimskur á næturnar og nývaknaður.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Smá ábending fyrir lesendur veftímaritsins 'við rætur hugans':
Hvað sem þið gerið, aldrei nokkurn tíman undir neinum kringumstæðum drekka jarðaberjasvala með salt kartöfluflögum frá maarud. Það er viðbjóður. Þetta lærði ég í gærkvöldi. Að sama skapi: aldrei kasta upp á teppi. Erfitt að hreinsa.
Segið svo að það sé aldrei neitt gagnlegt að lesa hérna.
Hvað sem þið gerið, aldrei nokkurn tíman undir neinum kringumstæðum drekka jarðaberjasvala með salt kartöfluflögum frá maarud. Það er viðbjóður. Þetta lærði ég í gærkvöldi. Að sama skapi: aldrei kasta upp á teppi. Erfitt að hreinsa.
Segið svo að það sé aldrei neitt gagnlegt að lesa hérna.
miðvikudagur, 13. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér kemur smá lýsing á lostafullum atburði:
Smirnoff Ice kynning (sennilega talsvert gefið), smokkakynning (sennilega talsvert gefið), 3 gellur að dansa upp á sviði eins og kynsveltar glyðrur (örugglega talsvert gefið), fræga fólkið að skemmta sér eins og það sé enginn morgundagur og allt unga og fallega fólk staðsins, dansandi hömlulaust. Þetta er ekki lýsing á himnaríki heldur bara helginni sem framundan er í Valaskjálf. Ég býst fastlega við því að þetta sé á laugardagskvöldið frekar en föstudags eða sunnudagskvöld og hefjist um klukkan 22 eða 23. Að sjálfsögðu er 18 ára aldurtakmark.
Þetta er sennilega guð eða jólasveinninn að segja mér að byrja aftur að drekka eftir hrakfarir síðustu helgi. Ég mun þó ekki bugast heldur aðeins styrkjast við vídeóspólugláp.
Kíkið líka á auglýsinguna hér (tekur smá tíma að hlaðast).
Smirnoff Ice kynning (sennilega talsvert gefið), smokkakynning (sennilega talsvert gefið), 3 gellur að dansa upp á sviði eins og kynsveltar glyðrur (örugglega talsvert gefið), fræga fólkið að skemmta sér eins og það sé enginn morgundagur og allt unga og fallega fólk staðsins, dansandi hömlulaust. Þetta er ekki lýsing á himnaríki heldur bara helginni sem framundan er í Valaskjálf. Ég býst fastlega við því að þetta sé á laugardagskvöldið frekar en föstudags eða sunnudagskvöld og hefjist um klukkan 22 eða 23. Að sjálfsögðu er 18 ára aldurtakmark.
Þetta er sennilega guð eða jólasveinninn að segja mér að byrja aftur að drekka eftir hrakfarir síðustu helgi. Ég mun þó ekki bugast heldur aðeins styrkjast við vídeóspólugláp.
Kíkið líka á auglýsinguna hér (tekur smá tíma að hlaðast).
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld, þegar ég er á labbi út í bíl eftir ergjandi körfuboltaæfingu, fékk ég mitt fyrsta 'fjúttfjú' flaut (einhver með betri útskýringu á þessu flauti?). Ég ljómaði allur upp og ofbeldishugsanir mínar breyttust í marglita fiðrildi sem varlega flögruðu í kringum hausinn á mér. Ég leit við, skælbrosandi eins og hommi í fangelsi, aðeins til að sjá 3 stelpur ca tíu til tólf ára brosa sínu blíðasta. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um heldur settist upp í bílinn og spólaði í burtu, minnkandi verð bílsins um helming. Ég kýs að líta á björtu hliðarnar á þessu máli, hverjar sem þær eru.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mér finnst heillandi hvernig lífinu tekst alltaf að jafna sig út á allan hátt, hvort sem talað er um gleði og ógleði, heppni og óheppni eða annað. Þannig var það að í hádeginu í dag fór ég galvaskur í Olís, Fellabæ að versla mér forlátan hamborgara með gosdrykk og súkkulaðistykki eins og gerist oft þegar ég kíki ekki í mat til frænku og frænda. Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég gefins poka sérmerktan Olís en hann fæst á amk kr. 10 í lausasölu. Að sjálfsögðu entist gleðin, sem í kjölfar ókeypis pokans fylgdi, ekki lengi því þegar heim var komið og tómatsósan átti að sullast yfir hamborgarann brotnaði lokið af tómatsósudollunni. Áfallið sem þetta óhapp olli varð til þess að ég var búinn að gleyma ókeypis pokanum þegar matartímanum var lokið.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég sá hluta úr 'já', brúðkaupsþætti skjás eins, um daginn (ætli einhver karlmaður hafi einhverntíman náð að horfa á heilan svona þátt?) en sá þáttur opnaði augu mín hvað framtíð mína varðar. Eftir þáttarbrotið áttaði ég mig á því hvernig brúðkaup ég mun eiga, þeas ef ég finn einhverja blinda, heyrnarlaus og stjarnfræðilega heimska manneskju til að fallast á giftast mér. Draumabrúðkaupið mitt er hjá sýslumanni og svo smá kaffi-/mjólkursopi á kaffi níelsen eða í heimahúsi. Hver veit nema ég snari fram skúffuköku ef brúðkaupið heppnast vel, glóðvolga frá Fellabakaríi.
þriðjudagur, 12. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef fundið upp dásamlegan drykk sem er bæði næringaríkur og góður á bragðið að sögn. Þú tekur 7/8 af banana og 12/17 af ananas og setur saman í blandara (mixer) ásamt hálfum lítra af léttmjólk. Þessu er hellt í 3/4 úr lítra glas og viti menn; Bananananasinn er tilbúinn (látið mig vita hvernig hann bragðast).
Ég er líka að vinna að því að herða blöndu af bananananasnum og skýra bananananasnasl. Sjáum til hvort eitthvað stórfyrirtæki kaupir hugmyndina.
Ég er líka að vinna að því að herða blöndu af bananananasnum og skýra bananananasnasl. Sjáum til hvort eitthvað stórfyrirtæki kaupir hugmyndina.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er svartur dagur í sögu bloggara. Upp hefur komið rof í samningsviðræður Tunguvegsbræðra en þeir hafa haldið uppi heimasíðu síðastliðið ár eða svo. Nú er svo komið að Kristján Orri (mynd af kauða) er fluttur út og hefur þarmeð sagt sig úr þessu gengi og ákveðið að halda af stað í sólóferil. Hér getið þið lesið sólóhugsanir hans. Hér eru svo rjúkandi rústir Tunguvegs 18 en þangað mun ég víst flytja að kvöldi næstkomandi 24. ágúst.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er snarvitlaus út í V-Næturklúbbinn (staðurinn þar sem ég skemmti mér á á laugardaginn) því stjórnendur hans virðast hafa notfært sér viðkvæmt ástand mitt um kvöldið til að auglýsa staðinn. Þessa mynd var ég að finna af mér á mbl.is en hún er klárlega tekin umrætt kvöld.
Þetta er í síðasta sinn sem ég nefni þetta kvöld, og þið líka.
Þetta er í síðasta sinn sem ég nefni þetta kvöld, og þið líka.
mánudagur, 11. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld sat ég sallarólegur í sófa heima í Fellabænum að horfa á sjónvarpið þegar ég tek eftir því að það er krakki að hlaupa fyrir utan húsið en í stofunni er stærðarinnar gluggi sem veitir mér það tækifæri að sjá allt sem fram fer fyrir utan. Ég hugsaði ekki mikið um þennan krakka í fyrstu en hann virtist hafa mjög gaman af því að hlaupa í kringum þetta hús því hann birtist mér á ca 20 sekúndna fresti. Eftir ca 4 mínútur voru krakkarnir orðnir 2, síðan 4, og þegar þeir voru orðnir amk 12 var mér hætt að standa á sama. Ég fór að fylgjast með þessu og alltaf virtist ætla að bætast við krakkar í hópinn. Ég tók því á rás, í bílinn og beinustu leið heim í kjallarann. Ef einhver getur sagt mér hvað þarna var á seyði, vinsamlegast hafið samband.
Svo getur auðvitað líka verið að ég hafi sofnað við sjónvarpið og bara dreymt þetta.
Svo getur auðvitað líka verið að ég hafi sofnað við sjónvarpið og bara dreymt þetta.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég biðst velvirðingar á skorti af uppfærslum hérna. Það vill svo leiðinlega til að ég hef nákvæmlega ekkert að segja. Andinn mun þó vonandi fljótlega koma yfir mig. Þangað til, kíkið á þessa stórkostlegu smásögu Björgvins bróður.
sunnudagur, 10. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðasta sólarhringinn hef ég bætt 3 heimsmet hvorki meira né minna. Fyrst ber að nefna metið 'fyllsti maður alheimsins' en þeim áfanga náði ég í nótt með aðstoð ýmissa vaskra sveina. Næst er það 'ógeðslegasti maður alheimsins' en það met er eitthvað tengt síðasta meti. Að lokum ber að nefna 'þynnsti maður alheimsins' en í dag var mér vart hugað líf sökum áfengisneyslu í gær. Ég myndi gera hvað sem er til að taka gærkvöldið til baka.
Það er ekki gaman að vera ég í dag.
Það er ekki gaman að vera ég í dag.
laugardagur, 9. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Davíð nokkur Sigurðarson er byrjaður á ný með dagbókarfærslu hér eftir að hafa verið barinn niður af viðkvæmum eigendum velkomin.is sem sáu brjóst í fyrsta skipti á síðunni hans fyrrverandi. Allavega, allir að kíkja hingað á Dassa enda eru stórir atburðir í vændum hjá honum. Ég vil ennfremur minna Dassa á að hann skuldar með sólgleraugu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki þekktur fyrir ofsagleði eða ótakmarkaða hamingju, enda með meira en 12 í greindarvísitölu. Tónlistin sem ég hlusta á er yfirleitt frekar dimm með smá vonleysistón í texta en það er þó eitt lag sem fær mig til að brosa og dansa hömlulaust en þó aðeins þegar ég er einn með sjálfum mér. Lagið er Get off með Dandy Warhols en það heyrði ég fyrst fyrir ca tveimur árum. Síðan þá hef ég hlustað á það mjög oft og það vekur alltaf sömu gleðitilfinningu. Það er þess vegna sem ég ætla að bjóða ykkur skepnunum upp á lagið hérna og textann við lagið hérna. Verði ykkur að góðu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kaldhæðni vikunnar á við um mig því nýlega barst mér til augna að ég þurfi að greiða kr. 62.000 til skattsins. Fyrir þær dömur sem dáðst að mér úr fjarlægð og þekkja mig ekki nema fyrir glæsilega framkomu og tignarlegar hreyfingar þá vinn ég hjá skattinum. Ég hef þó alltaf tamið mér það lífsviðhorf að vera bjartsýnn og líta alltaf á björtu hliðarnar og þetta mál er engin undantekning. Núna get ég t.d. ekki keypt mér hryðjuverkabyrjunarsettið sem selst eins og heitar lummur í austurlöndum þessa mánuðina en það er víst gott fyrir samfélagið. Ég get líka ekki keypt á mig föt núna og er það af hinu góða því druslurnar sem ég geng í núna eru frábærlega framúrstefnulegar og sennilega að komast í tísku aftur. Fyrir þessar 62.000 krónur get ég líka borgað sjálfum mér laun í ca hálfan mánuð, borgað forsetanum eins dags laun eða látið mála nokkra ljósastaura. Það er stórkostleg tilfinning að vera hluti af samfélaginu og að greiða til þess ríflegar fjárhæðir fær tóma magann minn til að fyllast af hamingjutilfinningu.
föstudagur, 8. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég braut blað í sögu minni í gær þegar ég leigði mér spólu á fimmtudagskvöldi. Eitthvað hljóp í mig og ég ákvað að ganga af göflunum. Þar sem ég er algjörlega laus við fordóma (amk kvikmyndafordóma) þá varð 'Star trek: Nemesis' fyrir valinu. Myndin fjallar um áhöfn geimskips sem lendir í hatrammi baráttu við klón skipstjóra góða fólksins. Þetta klón er í forsæti skapstórra geimvera en áætlun þeirra felur í sér slæmar afleiðingar fyrir góða fólkið, að því er virðist.
Myndin er hörkufjörug og merkilega vel leikin. Hasarsenurnar eru samt, eins og áður, mjög klunnalegar og klaufskar, sem gerir myndina raunverulegri fyrir vikið, jafn fáránlega og það hljómar. Tom Hardy leikur vonda kallinn ótrúlega vel og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni enda þarna kominn hörku leikari sem á framtíðina fyrir sér (Þess má geta að ég sagði það sama um Reese Witherspoon eftir að hafa séð Fear 1996).
Myndin er stórskemmtileg og vel gerð að mér sýndist. Þrjár stjörnur af fjórum.
Hér eru nokkur svör fyrir fólkið sem er of 'kúl' til að leigja sér svona myndir, hvað þá hafa gaman af þeim.
1. Já, ég leigði mér þessa mynd í alvöru.
2. Nei, ég er ekki startrek/starwars viðundur.
3. Nei, það ruglar ekki hárgreiðslunni að horfa á hana.
4. Nei, ég skammast mín ekki.
Myndin er hörkufjörug og merkilega vel leikin. Hasarsenurnar eru samt, eins og áður, mjög klunnalegar og klaufskar, sem gerir myndina raunverulegri fyrir vikið, jafn fáránlega og það hljómar. Tom Hardy leikur vonda kallinn ótrúlega vel og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni enda þarna kominn hörku leikari sem á framtíðina fyrir sér (Þess má geta að ég sagði það sama um Reese Witherspoon eftir að hafa séð Fear 1996).
Myndin er stórskemmtileg og vel gerð að mér sýndist. Þrjár stjörnur af fjórum.
Hér eru nokkur svör fyrir fólkið sem er of 'kúl' til að leigja sér svona myndir, hvað þá hafa gaman af þeim.
1. Já, ég leigði mér þessa mynd í alvöru.
2. Nei, ég er ekki startrek/starwars viðundur.
3. Nei, það ruglar ekki hárgreiðslunni að horfa á hana.
4. Nei, ég skammast mín ekki.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Baggalútur er kominn aftur, betri en nokkru sinni. Kíkið í gestabókina, þar er komin glæsileg spjallaðstaða auk póstfangs.
fimmtudagur, 7. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ragnheiður Sigurðardóttir golfkona var spurð í fréttablaðinu í dag: "Eru stelpur betri en strákar í golfi?" og svarið var skringilegt. Hún svaraði "Já, sumar". Það er hægt að skilja þetta svar á tvennan hátt sem gerir það frekar ruglingslegt. Hér koma þýðingar:
a) Já, sumar konur eru betri en allir karlar sem þýðir að konur eru betri í golfi.
b) Já, sumar konur eru betri en sumir karlar sem segir mér ekki neitt. Hún (sum stelpa) er amk betri en ég og bræður mínir (sumir strákar) í golfi og þarmeð er það satt.
Rétt svar er auðvitað "nei" fyrir þær sem það ekki vita.
a) Já, sumar konur eru betri en allir karlar sem þýðir að konur eru betri í golfi.
b) Já, sumar konur eru betri en sumir karlar sem segir mér ekki neitt. Hún (sum stelpa) er amk betri en ég og bræður mínir (sumir strákar) í golfi og þarmeð er það satt.
Rétt svar er auðvitað "nei" fyrir þær sem það ekki vita.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessi dagur markar tímamót því ég er hérmeð meðlimur í Háskóla Reykjavíkur eftir að hafa greitt rúmar 91.000 krónur í skólagjöld og dráttarvexti. Þessi dagur er líka talsverður sorgardagur því ég er kominn í mínus hvað peningainnistæðu varðar. Ég fékk þó mínusinn í Landsbankanum á Egilsstöðum, sem er skömminni skárri en Búnaðarbankinn vegna leiðindabankastýru sem beitir þögninni óspart.
Ofan á þetta bætist svo við mjög bólginn og fjólublár vísifingur vinstri handar eftir körfuboltaæfingu í gær en þar hefði rúgbrauð staðið sig betur en ég.
Ofan á þetta bætist svo við mjög bólginn og fjólublár vísifingur vinstri handar eftir körfuboltaæfingu í gær en þar hefði rúgbrauð staðið sig betur en ég.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í kvöld hefur verið spilaður körfubolti, kálbögglar étnir, horft á hálfan '6 feet under' þátt og bætt við 28 myndum á myndasíðuna frá verslunarmannahelginni sem nýlega er liðin. Kíkið á myndirnar hér og skrifið ummæli eða bölvun myndasíðuandans hellist yfir ykkur. Mér ber þó að vera ykkur við; myndirnar eru vondar. Ef ekki verri.
miðvikudagur, 6. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að borga kr. 4.800 fyrir það eitt að mega koma aftur innan mánaðar til að greiða kr. 850 fyrir að fá að keyra bílinn minn næsta árið eða svo. Ég fékk semsagt endurskoðunarmiða á aðalskoðunarstöð í Fellabæ, sem gerir mig hryggan. 3 athugasemdir og ég reikna með kr. 10.000 á hverja athugasemd sem þýðir stórkostleg fjárútlát.
En yfir í léttari nótur. Þessi teiknimynd segir meira en mörg orð.
En yfir í léttari nótur. Þessi teiknimynd segir meira en mörg orð.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég held að það sé tímabært að fara yfir peningalegu hlið helgarinnar sem nýlega leið svo undurfljótt. Það er alltaf auðveldara að vega og meta skemmtanagildi helganna í gegnum peninga.
Hefst þá upptalningin.
Rekstrargjöld ferðar:
kr. 4.554 ÁTVR: áfengi.
kr. 2.500 Olís: eldsneyti notað í ferðina. Áætluð upphæð.
kr. 2.643 Olís: Ýmis smákostnaður; rafhlöður og flr.
kr. 3.044 KHB: Matur, áhöld og smá fatnaður.
kr. 2.000 Fjarðaborg: Ball á laugardagskvöld.
kr. 425 Kaupfélag Borgfirðinga: Matur ýmiskonar.
-----------------------
kr. 15.166 alls
Rekstrarhagnaður ferðar:
kr. 1.000 Bylgja: Keypti af mér pela + bensín.
kr. 1.000 Einhver: Keypti af mér notaðan ballmiða fyrir utan ball.
kr. 1.000 Videóflugan: Sparaði mér þennan videospólupening.
-----------------------
kr. 3.000 alls
Afkoma: kr. -12.166.
Fyrir afkomuna fékk ég miðlungsdjamm á föstudaginn og, sökum slappsleika, lélegt djamm á laugardaginn. Einnig fékk ég viðurnefnið 'sultan', sá heilt fótboltamót á laugardeginum og varð vitni að skemmtilegri leiksýningu aðfaranótt sunnudags. Allt þetta fyrir kr. 12.166. Geri aðrir betur.
Hefst þá upptalningin.
Rekstrargjöld ferðar:
kr. 4.554 ÁTVR: áfengi.
kr. 2.500 Olís: eldsneyti notað í ferðina. Áætluð upphæð.
kr. 2.643 Olís: Ýmis smákostnaður; rafhlöður og flr.
kr. 3.044 KHB: Matur, áhöld og smá fatnaður.
kr. 2.000 Fjarðaborg: Ball á laugardagskvöld.
kr. 425 Kaupfélag Borgfirðinga: Matur ýmiskonar.
-----------------------
kr. 15.166 alls
Rekstrarhagnaður ferðar:
kr. 1.000 Bylgja: Keypti af mér pela + bensín.
kr. 1.000 Einhver: Keypti af mér notaðan ballmiða fyrir utan ball.
kr. 1.000 Videóflugan: Sparaði mér þennan videospólupening.
-----------------------
kr. 3.000 alls
Afkoma: kr. -12.166.
Fyrir afkomuna fékk ég miðlungsdjamm á föstudaginn og, sökum slappsleika, lélegt djamm á laugardaginn. Einnig fékk ég viðurnefnið 'sultan', sá heilt fótboltamót á laugardeginum og varð vitni að skemmtilegri leiksýningu aðfaranótt sunnudags. Allt þetta fyrir kr. 12.166. Geri aðrir betur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn einn DVD diskurinn hefur bæst í safnið hjá mér en í gær fékk ég í pósthólfið mitt myndina Dumb and dumber sem ég hafði nýlega keypt mér á kr. 1.000 á uppboðsvefnum ebay.com. Ég hafði lengi barist um þessa mynd en rakst loks á mann sem vildi selja diskinn eftir að hafa horft á hann einu sinni. Ég bauð einn í diskinn því enginn vill notaða vöru á ebay, aðeins stolna.
Í gærkvöldi horfði ég svo á myndina en hana hef ég séð oftar en flestar aðrar myndir. Hún er alltaf jafn góð auðvitað þó að tískan í myndinni sé að verða hallærisleg smámsaman. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá fjallar myndum um tvo fáráðlinga sem ákveða að keyra yfir þver bandaríkin til þess eins að hitta kellu og skila henni tösku, sem hún skildi eftir fyrir mannræningja. Jim Carrey hefur aldrei verið fyndnari. Úr myndinni eru klippt nokkur atriði sem ég sakna svolítið, þar á meðal atriðið þegar vitleysingarnir taka mexíkóana upp í hjá sér og syngja mockingbird saman. Mjög illa klippt líka, heyrist vel á tónlistinni. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum en fjórar ef hún hefði ekki verið klippt til.
Aukaefnið á disknum er ótrúlega lélegt. Nokkrar kyrrmyndir sem teknar eru ýmis í stúdíói eða við tökur á myndinni auk kynningarmyndbands sem sýnt var í bíóhúsum. Einnig er hægt að lesa um feril aðalleikaranna, eitthvað sem enginn hálfvita maður eins og ég hefur áhuga á. Aukaefnið fær hálfa stjörnu.
Alls fær diskurinn tvær og hálfa stjörnu. Góð kaup fyrir þúsara.
Í gærkvöldi horfði ég svo á myndina en hana hef ég séð oftar en flestar aðrar myndir. Hún er alltaf jafn góð auðvitað þó að tískan í myndinni sé að verða hallærisleg smámsaman. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá fjallar myndum um tvo fáráðlinga sem ákveða að keyra yfir þver bandaríkin til þess eins að hitta kellu og skila henni tösku, sem hún skildi eftir fyrir mannræningja. Jim Carrey hefur aldrei verið fyndnari. Úr myndinni eru klippt nokkur atriði sem ég sakna svolítið, þar á meðal atriðið þegar vitleysingarnir taka mexíkóana upp í hjá sér og syngja mockingbird saman. Mjög illa klippt líka, heyrist vel á tónlistinni. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu af fjórum en fjórar ef hún hefði ekki verið klippt til.
Aukaefnið á disknum er ótrúlega lélegt. Nokkrar kyrrmyndir sem teknar eru ýmis í stúdíói eða við tökur á myndinni auk kynningarmyndbands sem sýnt var í bíóhúsum. Einnig er hægt að lesa um feril aðalleikaranna, eitthvað sem enginn hálfvita maður eins og ég hefur áhuga á. Aukaefnið fær hálfa stjörnu.
Alls fær diskurinn tvær og hálfa stjörnu. Góð kaup fyrir þúsara.
þriðjudagur, 5. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ný nauðgunar auglýsing er komin á markaðinn en í henni segir frá teiti einhverskonar þar sem vinir draga sig saman og karl nauðgar kellu í lokin við allskonar tölvuvillumeldingar, textann "ég er sko vinur þinn" og spurninguna "nauðgar vinir þinn?". Góð auglýsing en frekar augljós galli: af hverju rebootar(endurræsir) kellan ekki þegar hún nær ekki að keyra niður villumeldingarnar? Í lokin kemur svo textinn 'saved in memory...forever'. Hér er hugmynd; formattaðu harða diskinn! Konur og tölvur eiga ekki saman.
Annars eru nauðganir að sjálfsögðu hið versta mál og er ég hlynntur geldingu á þeim sem þær framkvæma.
Annars eru nauðganir að sjálfsögðu hið versta mál og er ég hlynntur geldingu á þeim sem þær framkvæma.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Bylgja er fyrst (af ca 40 manns sem voru með stafræna myndavél á Borgarfirði) til að setja inn myndir á netið frá helginni. Kíkið á myndirnar hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær ákvað ég að eyða deginum í leti og óhollustu með því að leigja 2 spólur og taka hljóðið af gemsanum. Myndirnar 'the time machine' og 'frailty' en báðar eru þær frekar nýlegar.
The Time machine fjallar um mann frá ca 1890 sem missir ástmey sína af hálfgerðum slysförum og byggir því að sjálfsögðu tímavél til að breyta sögunni. Slys veldur því að hann fer ca 800.000 ár fram í tímann.
Mjög áhugavert efni en farið er alltof mikið í eitthvað eitt ævintýri í stað þess að einblína meira á afleiðingar mannkyns og jarðarinnar. Myndin byrjar vel þrátt fyrir mjög tilgerðalegan leik Guy Pierce, sem reyndar skánar þegar líður á myndina, en myndin versnar talsvert undir lokin. Tæknibrellurnar eru frábærlega gerðar. Tvær stjörnur af fjórum. Myndin hefði fengið 4 stjörnur ef Samantha Mumba hefði sést nakin.
Frailty er um fjölskyldu sem inniheldur mann á fertugsaldri og syni hans tvo, ca 10-14 ára. Maðurinn fer einn daginn að segjast hafa séð guð og að hann hafi sagt honum að myrða nokkra djöfla sem eru í mannsmynd.
Myndin er vel sett upp og heldur manni við efnið allan tímann. Lokin á myndinni koma á óvart en hefði mátt setja öðruvísi upp. Leikurinn er nánast óaðfinnanlegur. Þetta er fyrsta mynd Bill Paxton sem leikstjóri og ferst honum það vel úr hendi. Þrjár stjörnur af fjórum.
The Time machine fjallar um mann frá ca 1890 sem missir ástmey sína af hálfgerðum slysförum og byggir því að sjálfsögðu tímavél til að breyta sögunni. Slys veldur því að hann fer ca 800.000 ár fram í tímann.
Mjög áhugavert efni en farið er alltof mikið í eitthvað eitt ævintýri í stað þess að einblína meira á afleiðingar mannkyns og jarðarinnar. Myndin byrjar vel þrátt fyrir mjög tilgerðalegan leik Guy Pierce, sem reyndar skánar þegar líður á myndina, en myndin versnar talsvert undir lokin. Tæknibrellurnar eru frábærlega gerðar. Tvær stjörnur af fjórum. Myndin hefði fengið 4 stjörnur ef Samantha Mumba hefði sést nakin.
Frailty er um fjölskyldu sem inniheldur mann á fertugsaldri og syni hans tvo, ca 10-14 ára. Maðurinn fer einn daginn að segjast hafa séð guð og að hann hafi sagt honum að myrða nokkra djöfla sem eru í mannsmynd.
Myndin er vel sett upp og heldur manni við efnið allan tímann. Lokin á myndinni koma á óvart en hefði mátt setja öðruvísi upp. Leikurinn er nánast óaðfinnanlegur. Þetta er fyrsta mynd Bill Paxton sem leikstjóri og ferst honum það vel úr hendi. Þrjár stjörnur af fjórum.
mánudagur, 4. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég ætlaði að vera snjall í gærkvöldi og fara með Bergvini og frænda hans Kristjáni Frey í Neskaupstað á rúntinn og kíkja á allt fulla og ruglaða fólkið. Ferðin byrjaði vel en þegar komið var í brekkuna fyrir ofan Eskifjörð, í mestu þoku sem ég hef orðið vitni að, varð ég ofboðslega bílveikur sem olli því að ég varð að eyða restinni af ferðinni hálfur út um gluggann. Ekki nóg með að ég hafi verið of veikur til að tala heldur var Neskaupstaður ekki jafn spennandi og okkur saklausa sveitapiltana hafði dreymt um. Á bakaleiðinni var keyrt á ca 30 km hraða sökum austfjarðaþokunnar og að sjálfsögðu sofnaði ég eins og ræfill. Maður í dái hefði geta verið betri félagsskapur en ég.
sunnudagur, 3. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samkvæmt áræðanlegum heimildum (Björgvin bróðir og mömmu) þá sást til mín í fréttatíma stöðvar tvö í kvöld þar sem ég sat og teygði mig í eitthvað, fimlegur og tignarlegur eins og svo oft áður. Þarmeð lengist listi minn yfir afrek sem ég hef gert um ævina en hann er eftirfarandi:
1. 1987 Lenti í þriðja sæti í bringusundi á fámennu sundmóti í Trékyllisvík við mikinn fögnuð.
2. 1995 Hitti í þrefalt 20 (alls 60 stig) þegar ég lék mér einn í pílukasti á svölu vetrarkvöldi.
3. 1999 Klára menntaskólann á Egilsstöðum aðeins hálfu ári eftir jafnöldrum mínum.
4. 2002 Stofna veftímaritið 'við rætur hugans' sem vekur ekki mikla lukku.
5. 2003 Fæ tengil á síðuna mína frá k@rin.is @ladóttur og tilveran.is og allt verður vitlaust.
6. 2003 Fer í útilegu.
7. 2003 Kemst í sjónvarpið fyrir drykkjulæti og lauslæti.
Nú er bara að bíða og vona að kvikmyndasamningur verði gerður við mig um stórkostlegu ævi mína.
1. 1987 Lenti í þriðja sæti í bringusundi á fámennu sundmóti í Trékyllisvík við mikinn fögnuð.
2. 1995 Hitti í þrefalt 20 (alls 60 stig) þegar ég lék mér einn í pílukasti á svölu vetrarkvöldi.
3. 1999 Klára menntaskólann á Egilsstöðum aðeins hálfu ári eftir jafnöldrum mínum.
4. 2002 Stofna veftímaritið 'við rætur hugans' sem vekur ekki mikla lukku.
5. 2003 Fæ tengil á síðuna mína frá k@rin.is @ladóttur og tilveran.is og allt verður vitlaust.
6. 2003 Fer í útilegu.
7. 2003 Kemst í sjónvarpið fyrir drykkjulæti og lauslæti.
Nú er bara að bíða og vona að kvikmyndasamningur verði gerður við mig um stórkostlegu ævi mína.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Smáatriði helgarinnar gleymdust algjörlega í upptalningunni hér að neðan. Þar berst helst að nefna að ég eignaði mér 'Nauðgar vinur þinn?' frispídisk sem notaður var við svokallaða drive-by morðtilraun á okkar klíku á tjaldstæðinu. Diskurinn er hinn eigulegasti. Annað smáatriði er að ég tók með mér skákborð og það vildi ekki nokkur maður nota kyrrðina til að tefla í guðsgrænni náttúrinni, sama hversu ég lofaði skákíþróttina. Að lokum ber að nefna að sjáanleg bringuhár mín hafa aukist úr einu í þrjú eftir að minni fyrstu útilegu ævinnar lauk og telst það ágætis árangur miðað við leti mína í drykkjumálum.
Fleira var það ekki sem gerðist í þessari ferð.
Fleira var það ekki sem gerðist í þessari ferð.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég kom frá Borgarfirði Eystri í dag kl ca 13:00 eftir tvær nætur í tjaldi með Jóni nokkrum Bónda. Hér kemur ferðasagan:
Dagur 1
Lagði af stað á bílnum mínum sem ég kýs að kalla 'Vínrauði hlébarðinn' en með í för voru Bylgja, Sigga Fanney og ungfrú austurland ásamt ca 50 lítrum af áfengi. Á leiðinni var stoppað í sjoppunni hans Kidda sem gengur fyrir sólar- og vindorku. Skrifað var í gestabók, myndir teknar og mikil stemning hjá dömunum þremur. Þegar á Borgarfjörð var komið voru tjöld sett upp og beðið eftir fólki sem lét sjá sig seint og síðar meir. Þá tók við drykkja og talsvert góð stemning myndaðist. Flestir fóru svo á ball með konunni sem söng lagið 'á skíðum skemmti ég mér' (og ég man ekki hvað heitir) en ég ákvað að sleppa því enda kostaði kr. 2.000 inn. Farið var frekar snemma að sofa í skítakulda og vaknaði ég ca 5 sinnum um nóttina við að ég skalf meira en góðu hófi gegnir.
Dagur 2
Jökull vakti mig um kl 10 og við tókum göngutúr í Kaupfélagið (sem opnaði ekki fyrr en kl 11). Á tjaldstæðinu var myndað smá tjaldþorp, sem voru reyndar mistök eins og kemur fram seinna. Laugardeginum var annars öllum eytt í að horfa á fótboltamót sem var til kl 18 en það unnu Intrum menn (Höttur) í æsispennandi úrslitaleik við Reyðarfjörð. Um kvöldið settist fólk í hring, drakk og söng við gítarleik Óla Rúnars sem lék við hvurn sinn fingur. Eitthvað var um sjónvarpsmyndavélar við sönginn en ég veit ekki hvort þetta hafi komist alla leið í sjónvarpsfréttir. Ég neyddist til að drekka eitthvað það kvöldið sökum kulda en ég hafði áætlað að fara heim fyrr um kvöldið. Þegar flestir voru svo farnir mætti Bergvin galvaskur og tók mig með á rúntinn. Gríðarleg biðröð var á ball og eftir talsverðan tíma komst ég inn, bara til að fara aftur út eftir 2 mínútur og selja miðann minn á hálfvirði fyrir utan. Þá fór ég heim og reyndi að festa svefn. Kl. 6 um morguninn voru allir á tjaldsvæðinu vaktir af þremur bráðþroska hryðjuverkamönnum sem vildu m.a. fá húfuna sína, leika við hvorn annan og sennilega fá athygli kvenna við slæmar undirtektir sofandi fólks. Að sjálfsögðu kom lögreglan (Eiríkur Stefán) og skakkaði leikinn eftir að eitt tjald var ónýtt og annað langt á veg komið eða eftir ca tvo tíma af öskrum og leiðindum.
Dagur 3
Ég vaknaði á hádegi, hljóp út úr tjaldinu, pakkaði saman og fór heim.
Ca 4-5 stafrænar myndavélar voru á svæðinu þannig að það er hægt að búast við nokkrum myndum frá þessu. Sjálfur tók ég 90 myndir sem eru vel flestar mjög slæmar.
Eftirtaldir fá þakkir:
Jón fyrir að hýsa mig í tjaldinu.
Bylgja og Sigga fyrir að reyna sitt besta til að gleðja mig.
Gunnar Borgþórs fyrir góðan húmor.
Óli fyrir að vera síkátur og kunna að kassagítarast.
Bergvin fyrir rúnt.
Gemsinn minn fyrir að leyfa mér að sigra sig í Batumi 5 sinnum í röð í erfiðasta styrkleikastigi þegar á hryðjuverkaárásum stóð.
Dagur 1
Lagði af stað á bílnum mínum sem ég kýs að kalla 'Vínrauði hlébarðinn' en með í för voru Bylgja, Sigga Fanney og ungfrú austurland ásamt ca 50 lítrum af áfengi. Á leiðinni var stoppað í sjoppunni hans Kidda sem gengur fyrir sólar- og vindorku. Skrifað var í gestabók, myndir teknar og mikil stemning hjá dömunum þremur. Þegar á Borgarfjörð var komið voru tjöld sett upp og beðið eftir fólki sem lét sjá sig seint og síðar meir. Þá tók við drykkja og talsvert góð stemning myndaðist. Flestir fóru svo á ball með konunni sem söng lagið 'á skíðum skemmti ég mér' (og ég man ekki hvað heitir) en ég ákvað að sleppa því enda kostaði kr. 2.000 inn. Farið var frekar snemma að sofa í skítakulda og vaknaði ég ca 5 sinnum um nóttina við að ég skalf meira en góðu hófi gegnir.
Dagur 2
Jökull vakti mig um kl 10 og við tókum göngutúr í Kaupfélagið (sem opnaði ekki fyrr en kl 11). Á tjaldstæðinu var myndað smá tjaldþorp, sem voru reyndar mistök eins og kemur fram seinna. Laugardeginum var annars öllum eytt í að horfa á fótboltamót sem var til kl 18 en það unnu Intrum menn (Höttur) í æsispennandi úrslitaleik við Reyðarfjörð. Um kvöldið settist fólk í hring, drakk og söng við gítarleik Óla Rúnars sem lék við hvurn sinn fingur. Eitthvað var um sjónvarpsmyndavélar við sönginn en ég veit ekki hvort þetta hafi komist alla leið í sjónvarpsfréttir. Ég neyddist til að drekka eitthvað það kvöldið sökum kulda en ég hafði áætlað að fara heim fyrr um kvöldið. Þegar flestir voru svo farnir mætti Bergvin galvaskur og tók mig með á rúntinn. Gríðarleg biðröð var á ball og eftir talsverðan tíma komst ég inn, bara til að fara aftur út eftir 2 mínútur og selja miðann minn á hálfvirði fyrir utan. Þá fór ég heim og reyndi að festa svefn. Kl. 6 um morguninn voru allir á tjaldsvæðinu vaktir af þremur bráðþroska hryðjuverkamönnum sem vildu m.a. fá húfuna sína, leika við hvorn annan og sennilega fá athygli kvenna við slæmar undirtektir sofandi fólks. Að sjálfsögðu kom lögreglan (Eiríkur Stefán) og skakkaði leikinn eftir að eitt tjald var ónýtt og annað langt á veg komið eða eftir ca tvo tíma af öskrum og leiðindum.
Dagur 3
Ég vaknaði á hádegi, hljóp út úr tjaldinu, pakkaði saman og fór heim.
Ca 4-5 stafrænar myndavélar voru á svæðinu þannig að það er hægt að búast við nokkrum myndum frá þessu. Sjálfur tók ég 90 myndir sem eru vel flestar mjög slæmar.
Eftirtaldir fá þakkir:
Jón fyrir að hýsa mig í tjaldinu.
Bylgja og Sigga fyrir að reyna sitt besta til að gleðja mig.
Gunnar Borgþórs fyrir góðan húmor.
Óli fyrir að vera síkátur og kunna að kassagítarast.
Bergvin fyrir rúnt.
Gemsinn minn fyrir að leyfa mér að sigra sig í Batumi 5 sinnum í röð í erfiðasta styrkleikastigi þegar á hryðjuverkaárásum stóð.
föstudagur, 1. ágúst 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá legg ég af stað á Borgarfjörð Eystri á svokallaðan álfaborgarséns, hvað sem það þýðir. Þar ætlum við að tjalda, grilla, drekka og syngja fram undir miðja næstu viku ca (sunnudag væntanlega) ásamt því að sofa annað slagið. Ég kem þá aftur með ca 200 nýjar myndir og hver veit nema ég fái fráhvarfseinkenni frá tölvum og verði fluttur aftur heim með sjúkraflugi í spennitreygju. Fylgist með!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Því miður er talsverð tilhlökkun hjá mér varðandi kvöldið því þá verður haldið til Borgarfjarðar Eystri til þess eins að tjalda, grilla og vera glaður. Tilhlökkun er, í mínu tilviki, annað orð yfir framtíðar vonbrigði og bíð ég því spenntur að sjá hvað fer úrskeiðis.
Ég spái að eitthvað af eftirfarandi muni gerast:
-Það mun springa á amk þremur dekkjum á leiðinni þangað (er með 2 varadekk).
-Snjókoma veldur ófærð og ég verð úti.
-Það gleymist að taka með skákborð og stemningin drepst í kjölfarið.
-Ég gleymi áfenginu.
-Jarðskjálfti rífur Ísland í tvennt við Eiðar.
-Snjómaðurinn ógurlegi étur mig.
Allt getur gerst þegar ég hlakka til þannig að fylgist spennt með.
Ég spái að eitthvað af eftirfarandi muni gerast:
-Það mun springa á amk þremur dekkjum á leiðinni þangað (er með 2 varadekk).
-Snjókoma veldur ófærð og ég verð úti.
-Það gleymist að taka með skákborð og stemningin drepst í kjölfarið.
-Ég gleymi áfenginu.
-Jarðskjálfti rífur Ísland í tvennt við Eiðar.
-Snjómaðurinn ógurlegi étur mig.
Allt getur gerst þegar ég hlakka til þannig að fylgist spennt með.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)