miðvikudagur, 27. ágúst 2003

Ég var rétt í þessu að koma frá samkomu í laugardalshöll þar sem sögumaðurinn og þjóðlagaskáldið Dave Grohl hélt uppi stemningu ásamt fyrirmyndarsveit vaskra sveina sem bera nafnið Foo Fighters. Dave sagði frá því m.a. þegar hann fór á Stokkseyri í gær til að hella sig og sína fulla af brennivíni undir stjörnubjörtum himni þegar þeir heyrðu í ungri sveit spila þungt rokk. Þeir ákváðu í ölæði sínu að fara til þeirra og viti menn, þeir máttu spila smá með þeim. Þessari hljómsveit var síðan lofað að taka 1 lag kvöldið eftir á tónleikunum (í kvöld) og þeir þáðu það og gerðu, 14 ára piltarnir. Svona getur fræga fólkið verið gott.
Inn á milli spiluðu félagarnir í Foo fighters rólyndis ballöður og dönsuðu gömlu dansana með Dave Grohl í 'Íslenskt Brennivín' bol. Hann lauk svo sögustund með því að segja Ísland vera flottasta landið af öllum sem hann hefði komið til, meira að segja flottara en Írland og Ástralía.

Í dag er ég 70% heyrnarlaus en það var þess virði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.