miðvikudagur, 20. ágúst 2003

Upp er komin athyglisverð staða. Síðustu þrjár til fjórar vikur hefur aðsóknin á veftímaritið mitt aukist svo um munar en um þessar mundir eru ca 80-100 manns að lesa hugsanir mínar daglega. Það þýðir að ég er orðinn samkeppnishæfur á netmarkaðinum og hef ég því hafið samkeppni við Bylgju Borgþórsdóttur, oft kennd við fegurð, um athygli netverja. Hún er að taka inn ca 100-140 netverja á dag en markaðsstjóri 'Við rætur hugans' telur að með réttri auglýsingaherferð, fögrum loforðum og mikilli atorku sé hægt að brjóta hana á bak aftur. Einnig hefur hann mælt með því að ég hætti að setja hlekki á síðuna hennar. Alls ekki vitlaust hugmynd.

Framtíðin er mín! (ég myndi bæta við trylltum hlátri hérna en kann ekki við það)

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sálu mína og auglýsa á síðunni, hafið samband hér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.