mánudagur, 25. ágúst 2003


Toyotan seld!



Nýr eigandi tekur við lyklum um leið og hann afhendir kaupverð, til að koma í veg fyrir svik. (Ljósmynd. Helgi Gunn.)
(Smellið á mynd fyrir stærra eintak)


Laugardaginn 23. ágúst 2003 gerðist sá merkisatburður að Toytan mín ástsæla var seld hæstbjóðanda á krónur 5.000. Þetta er í sjálfu sér ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að þarna fer mín barnið mitt, mín fyrsta bifreið. Hana keypti ég 1. september 1999 fyrir kr. 50.000, sælla minninga.
Nýji foreldri Toyotunnar heitir Jón Gunnarsson. Hann er 24ra ára ljón sem hefur gaman að lestri slæmra bóka og sundi.
Söluhagnaður var umsvifalaust settur í háskólasjóð alvöru barna minna, en þau er -7 og -12 ára.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.