Í gær tók ég frí megnið af deginum til að fullkomna ofurhæfileika sem ég hélt alltaf að ég byggi yfir. Ég er því orðin hálfgerð ofurhetja. Hér eru upplýsingarnar:
Ofurhetjunafn: Hypersomnia-man (Ofursofarinn).
Einnig þekktur sem: The Yawner (Geisparinn).
Hæfileiki: Getur sofið endalaust og geispað að vild.
Veikleiki: Hávaði, stress og símhringingar.
Ofurhetjubúningur: Kemur ykkur ekkert við!
Eins og allar ofurhetjur þá á ég mér erkióvin. Tvo meira að segja. Hér eru tæmandi upplýsingar um þá:
Ofurhetjunafn: Kapteinn Harmónikka.
Einnig þekktur sem: Tillitslausa fíflið.
Hæfileiki: Getur spilað á harmónikku tímunum saman. Byrjar alltaf klukkan 9 á morgnanna. Býr í íbúðinni fyrir ofan mig.
Veikleiki: Spaugstofan. Spilar ekki á meðan.
Ofurhetjubúningur: Heklað vesti.
Ofurhetjunafn: The firm (Vinnan).
Einnig þekktur sem: 365.
Hæfileiki: Getur hringt hvenær sem er og fengið mig til að vinna.
Veikleiki: Hún er háð því að ég svari í símann.
Ofurhetjubúningur: Enginn. Stofnanir ganga ekki í fötum, held ég.
Svo er fólk að segja að líf mitt sé ömurlegt. Hver dagur er ævintýri.
fimmtudagur, 30. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega sá ég myndina 28 days later og skemmti mér mjög vel eins og flestir aðrir sem hafa séð hana. Myndin fjallar um banvæna veiru sem breytir almenningi í blóðþyrsta hrotta.
Hún hefur spennu, æsispennu, fallega náttúru og aðeins meiri spennu. Hvað gæti hún mögulega boðið upp á meira? Kannski meiri spennu, ég veit ekki. Allavega, mjög góð mynd.
Sem færir mig að máli málanna; 28 days later er ástæðan fyrir því að ég hef ekki áhyggjur af því að Svínaflensan muni tröllríða öllu hérna. Hljómar eins og gott partí.
Og hvað er svo það versta sem gæti gerst? Að ég deyi hræðilegum dauðdaga? Er það virkilega svo slæmt? Ég veit ekki með ykkur en mér hefur alltaf verið frekar illa við mig.
Sofið rótt.
Hún hefur spennu, æsispennu, fallega náttúru og aðeins meiri spennu. Hvað gæti hún mögulega boðið upp á meira? Kannski meiri spennu, ég veit ekki. Allavega, mjög góð mynd.
Sem færir mig að máli málanna; 28 days later er ástæðan fyrir því að ég hef ekki áhyggjur af því að Svínaflensan muni tröllríða öllu hérna. Hljómar eins og gott partí.
Og hvað er svo það versta sem gæti gerst? Að ég deyi hræðilegum dauðdaga? Er það virkilega svo slæmt? Ég veit ekki með ykkur en mér hefur alltaf verið frekar illa við mig.
Sofið rótt.
þriðjudagur, 28. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er mjög vanafastur maður. Ég þoli illa breytingar og geri hvað ég get til að auðvelda mér þær, sé ég neyddur í þær. Þessi breytingafælni mín jaðrar við geðveiki, en er það auðvitað ekki.
Gott dæmi um þessa fælni eru viðbrögð mín við því að vera ekki lengur með meðleigjanda. Ég hef nú leigt einn í næstum 2 mánuði. Hér eru nokkur atriði sem hafa ekki breyst, þökk sé duttlungum mínum:
* Nafn meðleigjandans er enn á bjöllunni.
* Ég læsi enn hurðinni að mér þegar ég fer á salernið eða í sturtu.
* Ég loka alltaf að mér hurðinni þegar ég fer að sofa og læsi stundum.
* Ég nota höfuðtól þegar ég hlusta á tónlist til að vekja ekki fyrrum meðleigjandann.
* Þegar ég horfi á sjónvarpið þá spyr ég hann enn hvort hann vilji horfa á eitthvað annað. Og verð svo fúll þegar hann vill það.
* Ég ásaka hann enn um að hafa stolið mjólkinni minni úr ísskápnum, þó hann harðneiti alltaf.
* Ég bið hann enn um að lækka í sjónvarpinu þegar ég get ekki sofnað undan öskrum og hávaða.
Gott dæmi um þessa fælni eru viðbrögð mín við því að vera ekki lengur með meðleigjanda. Ég hef nú leigt einn í næstum 2 mánuði. Hér eru nokkur atriði sem hafa ekki breyst, þökk sé duttlungum mínum:
* Nafn meðleigjandans er enn á bjöllunni.
* Ég læsi enn hurðinni að mér þegar ég fer á salernið eða í sturtu.
* Ég loka alltaf að mér hurðinni þegar ég fer að sofa og læsi stundum.
* Ég nota höfuðtól þegar ég hlusta á tónlist til að vekja ekki fyrrum meðleigjandann.
* Þegar ég horfi á sjónvarpið þá spyr ég hann enn hvort hann vilji horfa á eitthvað annað. Og verð svo fúll þegar hann vill það.
* Ég ásaka hann enn um að hafa stolið mjólkinni minni úr ísskápnum, þó hann harðneiti alltaf.
* Ég bið hann enn um að lækka í sjónvarpinu þegar ég get ekki sofnað undan öskrum og hávaða.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samtal af skemmtistað niðri í bæ um helgina:
Stelpa: Hæ
Ég: Hæ
Stelpa: Hvað ertu gamall?
Ég: Gettu
Stelpa: hmm. 23ja ára?
Ég: nei... ég er... 25 ára. [ég er 30 ára]
Stelpa: Nauh! Ég hélt eiginlega að þú værir 21s árs.
Ég: *haus sprakk af úr gleði*
Af því tilefni fékk ég mér annað tekílaskot. Gott ef ég bauð ekki á línuna.
Ath! Þessi færsla er skrifuð eftir minni. Ég vona að hún hafi gerst.
Stelpa: Hæ
Ég: Hæ
Stelpa: Hvað ertu gamall?
Ég: Gettu
Stelpa: hmm. 23ja ára?
Ég: nei... ég er... 25 ára. [ég er 30 ára]
Stelpa: Nauh! Ég hélt eiginlega að þú værir 21s árs.
Ég: *haus sprakk af úr gleði*
Af því tilefni fékk ég mér annað tekílaskot. Gott ef ég bauð ekki á línuna.
Ath! Þessi færsla er skrifuð eftir minni. Ég vona að hún hafi gerst.
sunnudagur, 26. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Lokahóf UMFÁ er að baki. Verðlaun voru sem hér segir:
Nýliði ársins
1. Skoppi
2. Sibbi
Varnarmaður ársins
1. Skoppi
2. Gísli
Leikmaður ársins
1. Gísli
2. Davíð Freyr
Þjálfari ársins
1. Gísli
Í verðlaun var að sjálfsögðu Risahraun.
Eftir lokahófið fór liðið saman niður í bæ þar sem stoðsendingar voru gefnar vinstri hægri. Enginn stoppaði mig þó frá því að klára sítrónubirgðir Reykjavíkur með Tekílapöntunum.
Sem færir mig að máli málanna: Nýir fjórfarar eru hér.
Nýliði ársins
1. Skoppi
2. Sibbi
Varnarmaður ársins
1. Skoppi
2. Gísli
Leikmaður ársins
1. Gísli
2. Davíð Freyr
Þjálfari ársins
1. Gísli
Í verðlaun var að sjálfsögðu Risahraun.
Eftir lokahófið fór liðið saman niður í bæ þar sem stoðsendingar voru gefnar vinstri hægri. Enginn stoppaði mig þó frá því að klára sítrónubirgðir Reykjavíkur með Tekílapöntunum.
Sem færir mig að máli málanna: Nýir fjórfarar eru hér.
laugardagur, 25. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er listi yfir það sem ég hef gert, það sem af er degi:
* Vaknað.
Hér er listi yfir það sem ég ætla að gera í dag:
* Borða.
* Fara í ríkið.
* Kjósa og hafa hljótt um það.
* Fara á körfuboltaæfingu.
* Fara á lokahóf UMFÁ.
* Kannski að blogga. Sé til.
Ekki ósvipað Halldóri Laxnes þá hef ég ekkert að bjóða í dag, ekki ögn sem ég gef. Nema tónlistarmyndbönd. Í þetta sinn enga raftónlist:
Razorlight - Golden touch. Klassík.
Razorlight - Wire to wire. Framtíðar klassík.
Eigið góðan dag.
* Vaknað.
Hér er listi yfir það sem ég ætla að gera í dag:
* Borða.
* Fara í ríkið.
* Kjósa og hafa hljótt um það.
* Fara á körfuboltaæfingu.
* Fara á lokahóf UMFÁ.
* Kannski að blogga. Sé til.
Ekki ósvipað Halldóri Laxnes þá hef ég ekkert að bjóða í dag, ekki ögn sem ég gef. Nema tónlistarmyndbönd. Í þetta sinn enga raftónlist:
Razorlight - Golden touch. Klassík.
Razorlight - Wire to wire. Framtíðar klassík.
Eigið góðan dag.
föstudagur, 24. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er kominn föstudagur og tími til að fara yfir sumarfrítöku síðastliðinnar viku en ég á enn inni nánast allt sumarfríið frá fyrra sumri:
Mánudagur: Vann venjulegan vinnudag, enda mikið að gera á mánudögum.
Þriðjudagur: Ætlaði að taka frí en fékk 5 tímatöl úr vinnunni. Endaði á því að mæta.
Miðvikudagur: Tók frí fyrir mat en vann í staðinn til klukkan 20:30, sem gera rúmlega 8 tíma eða ekkert frí.
Fimmtudagur: Lögbundinn frídagur. Fékk símtöl úr vinnunni og endaði á því að sleppa matarboði til að vinna.
Föstudagur: Ætlaði að vera í fríi í dag en það mistókst.
Ennfremur var mér boðið að vinna á laugardagskvöldið. Ég afþakkaði þar sem ég hef hlakkað til lokahófs UMFÁ sem verður einmitt haldið þá. Stefnan er tekin á að skemmta mér vel. Vona að það gangi eftir.
Mánudagur: Vann venjulegan vinnudag, enda mikið að gera á mánudögum.
Þriðjudagur: Ætlaði að taka frí en fékk 5 tímatöl úr vinnunni. Endaði á því að mæta.
Miðvikudagur: Tók frí fyrir mat en vann í staðinn til klukkan 20:30, sem gera rúmlega 8 tíma eða ekkert frí.
Fimmtudagur: Lögbundinn frídagur. Fékk símtöl úr vinnunni og endaði á því að sleppa matarboði til að vinna.
Föstudagur: Ætlaði að vera í fríi í dag en það mistókst.
Ennfremur var mér boðið að vinna á laugardagskvöldið. Ég afþakkaði þar sem ég hef hlakkað til lokahófs UMFÁ sem verður einmitt haldið þá. Stefnan er tekin á að skemmta mér vel. Vona að það gangi eftir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er vandamál sem ég hef ekki lent í áður:
Hendurnar á mér lykta eins og súkkulaðismákökur, þó að ég hafi ekki snert neitt því líkt síðasta sólarhringinn. Sturtan sem ég fór í í morgun eyðir ekki lyktinni.
Annað vandamál:
Ég get ekki hægt að naga á mér neglurnar í dag. Mögulega tengt hinu vandamálinu.
Hendurnar á mér lykta eins og súkkulaðismákökur, þó að ég hafi ekki snert neitt því líkt síðasta sólarhringinn. Sturtan sem ég fór í í morgun eyðir ekki lyktinni.
Annað vandamál:
Ég get ekki hægt að naga á mér neglurnar í dag. Mögulega tengt hinu vandamálinu.
miðvikudagur, 22. apríl 2009
þriðjudagur, 21. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fréttir:
* Það lítur út fyrir að í blokkinni sem ég bý sé draugagangur. Amk þrisvar sinnum í viku heyrast ópin frá þessum kvendraugi, sem stigmagnast þar til hámarki er náð. Þá virðist draugurinn sofna. Þangað til það gerist ligg ég andvaka í rúminu að sturlast úr hræðslu.
* Í dag var ég í fríi frá vinnunni í tilraun minni til að eyða þessu andskotans sumarfríi frá í fyrra. Ég fékk 5 símtöl frá vinnunni og endaði á því að fara í vinnuna og vinna í ca klukkutíma. Besta sumarfrí sem ég hef tekið.
* Síðustu 4 daga hef ég gert 6 tilraunir til að fara í bíó með fólki. Í dag tókst það loksins þegar ég fór í bíó klukkan 18:00 á myndina State of play. Kókið var fínt.
* Það lítur út fyrir að í blokkinni sem ég bý sé draugagangur. Amk þrisvar sinnum í viku heyrast ópin frá þessum kvendraugi, sem stigmagnast þar til hámarki er náð. Þá virðist draugurinn sofna. Þangað til það gerist ligg ég andvaka í rúminu að sturlast úr hræðslu.
* Í dag var ég í fríi frá vinnunni í tilraun minni til að eyða þessu andskotans sumarfríi frá í fyrra. Ég fékk 5 símtöl frá vinnunni og endaði á því að fara í vinnuna og vinna í ca klukkutíma. Besta sumarfrí sem ég hef tekið.
* Síðustu 4 daga hef ég gert 6 tilraunir til að fara í bíó með fólki. Í dag tókst það loksins þegar ég fór í bíó klukkan 18:00 á myndina State of play. Kókið var fínt.
mánudagur, 20. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég á við smá vandamál að stríða.
Í gærkvöldi tók ég þátt í pókermóti heima hjá Guggi, eitthvað sem ég geri aðra hverja helgi, ca.
Það sem var óvenjulegt þetta kvöldið var sigur minn og á ég nú varla aura minna tal. Vinningurinn var greiddur út samstundis í reiðufé og ég stakk honum í buxnavasana.
Sem færir mig að vandamáli mínu; ég þarf buxur með stærri vasa og/eða fleiri vasa þar sem þeir eru troðfullir af peningum núna. En til að eignast þær þarf ég að eyða vinningnum úr pókernum, þannig að ég myndi ekki þurfa nýjar buxur með stærri/fleiri vösum.
Þetta er erfitt líf.
Í gærkvöldi tók ég þátt í pókermóti heima hjá Guggi, eitthvað sem ég geri aðra hverja helgi, ca.
Það sem var óvenjulegt þetta kvöldið var sigur minn og á ég nú varla aura minna tal. Vinningurinn var greiddur út samstundis í reiðufé og ég stakk honum í buxnavasana.
Sem færir mig að vandamáli mínu; ég þarf buxur með stærri vasa og/eða fleiri vasa þar sem þeir eru troðfullir af peningum núna. En til að eignast þær þarf ég að eyða vinningnum úr pókernum, þannig að ég myndi ekki þurfa nýjar buxur með stærri/fleiri vösum.
Þetta er erfitt líf.
laugardagur, 18. apríl 2009
föstudagur, 17. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú er svo komið að það á að neyða mig til að taka sumarfríið frá í fyrra hér hjá 365, en ég á 19 frídaga eftir af 24.
Þegar ég var óhress með það var ég spurður af hverju ég [væri svona mikið fífl] að vilja ekki frí.
Ástæðan er einföld. Til að gera ástæðuna flóknari, setti ég hana upp í graf:
Ef leiðinn yfir því að vera ekki í vinnunni er ekki nóg þá er hér annað graf, sem gefur til kynna að ég eyði meiri peningum (sem ég á ekki) þegar ég er ekki að vinna. S.s. þegar ég er að vinna hef ég ekki tíma til að eyða þessum peningum (sem ég á ekki):
Þetta ætti að stinga upp í frísinnana!
Þegar ég var óhress með það var ég spurður af hverju ég [væri svona mikið fífl] að vilja ekki frí.
Ástæðan er einföld. Til að gera ástæðuna flóknari, setti ég hana upp í graf:
Ef leiðinn yfir því að vera ekki í vinnunni er ekki nóg þá er hér annað graf, sem gefur til kynna að ég eyði meiri peningum (sem ég á ekki) þegar ég er ekki að vinna. S.s. þegar ég er að vinna hef ég ekki tíma til að eyða þessum peningum (sem ég á ekki):
Þetta ætti að stinga upp í frísinnana!
fimmtudagur, 16. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér koma klúður vikunnar hjá mér í nokkrum smásögum úr hversdagslífinu:
1. Hurðin
Ég gleymdi að loka útidyrahurðinni þegar ég kom heim fyrir tveimur kvöldum. Ég tók svo eftir því þegar ég ætlaði í vinnuna daginn eftir. Hún var því opin frá ca 21:30 til 9:30 eða 12 tíma.
Engu var stolið og mér ekki nauðgað.
2. WC stelpan
Í kvöld reyndi ég að kaupa veitingar í afgreiðslu World Class þegar kerfið hrundi og ómögulegt var að greiða fyrirkökuna heilsuréttinn.
Ég kvartaði ekki þar sem gríðarfögur stelpa afgreiddi mig. Þegar allt var farið í klessu og öll von virtist úti átti eftirfarandi samtal sér stað:
WC stelpan: "Þú veist vonandi ekki að ég er bara að þykjast vera með bilað kerfi svo þú verðir lengur hjá mér"
Ég: "knnnnnnnnnn" [Roðn og sorti fyrir augum]
WC stelpan: "æ... heyrðu þú þarft ekkert að borga fyrir þetta"
Ég: "=thx("wc stelpa";alot)" [Hljóp út eins hratt og ég gat]
1-0 fyrir mér.
3. Póker
Ég ætlaði að fara snemma að sofa eitt kvöldið eða um klukkan 00:30 þegar ég ýtti á vitlausan takka á fjarstýringunni að sjónvarpinu og skipti yfir á Stöð 2 Sport. Þar var póker í gangi.
Ég ákvað að horfa á 5 mínútur. Ég fór að sofa um kl 3:00. Vel gert! Ég vann með lokuð augun til hádegis daginn eftir.
1. Hurðin
Ég gleymdi að loka útidyrahurðinni þegar ég kom heim fyrir tveimur kvöldum. Ég tók svo eftir því þegar ég ætlaði í vinnuna daginn eftir. Hún var því opin frá ca 21:30 til 9:30 eða 12 tíma.
Engu var stolið og mér ekki nauðgað.
2. WC stelpan
Í kvöld reyndi ég að kaupa veitingar í afgreiðslu World Class þegar kerfið hrundi og ómögulegt var að greiða fyrir
Ég kvartaði ekki þar sem gríðarfögur stelpa afgreiddi mig. Þegar allt var farið í klessu og öll von virtist úti átti eftirfarandi samtal sér stað:
WC stelpan: "Þú veist vonandi ekki að ég er bara að þykjast vera með bilað kerfi svo þú verðir lengur hjá mér"
Ég: "knnnnnnnnnn" [Roðn og sorti fyrir augum]
WC stelpan: "æ... heyrðu þú þarft ekkert að borga fyrir þetta"
Ég: "=thx("wc stelpa";alot)" [Hljóp út eins hratt og ég gat]
1-0 fyrir mér.
3. Póker
Ég ætlaði að fara snemma að sofa eitt kvöldið eða um klukkan 00:30 þegar ég ýtti á vitlausan takka á fjarstýringunni að sjónvarpinu og skipti yfir á Stöð 2 Sport. Þar var póker í gangi.
Ég ákvað að horfa á 5 mínútur. Ég fór að sofa um kl 3:00. Vel gert! Ég vann með lokuð augun til hádegis daginn eftir.
miðvikudagur, 15. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Myndbandatími!
Hljómsveitin Empire of the Sun er að gera það gott. Hér að neðan er lagið We are the people sem ég á erfitt með að hætta að hlusta á. Söngvarinn er gott dæmi um afkvæmi trúðs og indjána.
Ég hef áður nefnt aðdáun mína á uppistandaranum Louis CK (mæli t.d. með þáttunum Lucky Louis á Stöð 2 Extra). Hér fyrir neðan er teiknimynd eftir hann, þar sem hann sýnir hvað teiknimyndir hafa framyfir raunveruleikann:
Stórkostleg endurhljóðblöndun Vitalic á lagi Bjarkar; Who is it:
Hljómsveitin Empire of the Sun er að gera það gott. Hér að neðan er lagið We are the people sem ég á erfitt með að hætta að hlusta á. Söngvarinn er gott dæmi um afkvæmi trúðs og indjána.
Ég hef áður nefnt aðdáun mína á uppistandaranum Louis CK (mæli t.d. með þáttunum Lucky Louis á Stöð 2 Extra). Hér fyrir neðan er teiknimynd eftir hann, þar sem hann sýnir hvað teiknimyndir hafa framyfir raunveruleikann:
Stórkostleg endurhljóðblöndun Vitalic á lagi Bjarkar; Who is it:
þriðjudagur, 14. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er nöldurlisti dagsins:
Eftirfarandi atriði koma mér í aðeins verra skap:
* Að heyra lag með U2 eða Sálinni hans Jóns míns. Andstyggileg tónlist.
* Að vera heilsað með orðinu "gamli". Svipað óþolandi og einhver heilsar með orðinu "fáviti", "ljóti", "feiti" eða "sæti".
* Fólk sem tekur lyftu niður eina hæð. Svoleiðis fólk er til. Ég hef séð það.
* Að vera hópnauðgað af villtum ótemjum. Það er eitthvað við það sem pirrar mig.
* Að vera brugðið af einhverjum. Ég sé ekki tilganginn, nema auðvitað að koma viðkomandi í verra skap.
Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega tæmandi listi. Ef ég verð ekki fyrir þessu þá er ég sólargeisli.
Eftirfarandi atriði koma mér í aðeins verra skap:
* Að heyra lag með U2 eða Sálinni hans Jóns míns. Andstyggileg tónlist.
* Að vera heilsað með orðinu "gamli". Svipað óþolandi og einhver heilsar með orðinu "fáviti", "ljóti", "feiti" eða "sæti".
* Fólk sem tekur lyftu niður eina hæð. Svoleiðis fólk er til. Ég hef séð það.
* Að vera hópnauðgað af villtum ótemjum. Það er eitthvað við það sem pirrar mig.
* Að vera brugðið af einhverjum. Ég sé ekki tilganginn, nema auðvitað að koma viðkomandi í verra skap.
Þetta er að sjálfsögðu fullkomlega tæmandi listi. Ef ég verð ekki fyrir þessu þá er ég sólargeisli.
sunnudagur, 12. apríl 2009
laugardagur, 11. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í morgun keppti ég í firmakeppni Hauka í körfubolta. Löng saga stutt; það var boðið upp á Risahraun ásamt öðrum veitingum eftir keppni.
Önnur ómerkileg atriði:
* Ég, Gísli, Björgvin, Siggi Alf, Gutti, Simmi, Sibbi og Eyþór spiluðum fyrir liðið Isfish.
* Við byrjuðum 8 í liði en enduðum 6, þar sem Simmi þurfti í brúðkaup og Sibbi þurfti að láta nefbrjóta sig.
* Kristján Arason, handboltakappi var í liði. Hann varði skot frá mér, sem var líklega hápunktur lífs míns.
* Simmi átti erfitt með að hitta ekki úr skoti, svo hann hitti úr öllu.
* Ég var með 100% þriggja stiga nýtingu (2/2).
* Við urðum í öðru sæti á eftir Kristjáni Arasyni & co.
Hér á að vera hópmynd af liðinu en mér hefur ekki borist hún enn. Ég bæti henni við fljótlega.
Önnur ómerkileg atriði:
* Ég, Gísli, Björgvin, Siggi Alf, Gutti, Simmi, Sibbi og Eyþór spiluðum fyrir liðið Isfish.
* Við byrjuðum 8 í liði en enduðum 6, þar sem Simmi þurfti í brúðkaup og Sibbi þurfti að láta nefbrjóta sig.
* Kristján Arason, handboltakappi var í liði. Hann varði skot frá mér, sem var líklega hápunktur lífs míns.
* Simmi átti erfitt með að hitta ekki úr skoti, svo hann hitti úr öllu.
* Ég var með 100% þriggja stiga nýtingu (2/2).
* Við urðum í öðru sæti á eftir Kristjáni Arasyni & co.
Hér á að vera hópmynd af liðinu en mér hefur ekki borist hún enn. Ég bæti henni við fljótlega.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Áðurnefndar myndir frá skírn frænku minnar á Akureyri í gær, fimmtudaginn 9. apríl, eru að finna hér.
Ég vona af öllu hjarta að þið njótið þeirra.
Ég vona af öllu hjarta að þið njótið þeirra.
föstudagur, 10. apríl 2009
þriðjudagur, 7. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að frétta að ég á 20 sumarfrídaga inni frá síðasta sumri og þá þarf að leysa út fyrir 1. maí næstkomandi eða þeir falla niður.
13 virkir dagar eru eftir af apríl, svo það nægir ekki fyrir þetta frí. Ég hef því beðið um að fá að vinna allar helgar, alla hátíðisdaga og nokkrar nætur, svo ég geti nýtt þetta frí að fullu.
13 virkir dagar eru eftir af apríl, svo það nægir ekki fyrir þetta frí. Ég hef því beðið um að fá að vinna allar helgar, alla hátíðisdaga og nokkrar nætur, svo ég geti nýtt þetta frí að fullu.
mánudagur, 6. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er ekki mjög vel máli farinn í dag. Þá er hentugt að skrifa krossablogg. Krossar eru merktir við það sem ég gerði í dag:
Almennt
[X] Svaf yfir mig.
[X] Vann.
[ ] Fór í rækt.
[X] Grét úr samviskubiti á leiðinni heim.
Heima
[X] Keypti happdrættismiða af heyrnarlausum manni.
[ ] Af því ég er áhugamaður um happdrætti.
[X] Af því ég skildi ekki orð af því sem hann sagði.
Í sófanum
[X] Borðaði máltíð sem ég hafði eldað.
[X] Horfði á körfuboltaleik.
[ ] Vakti allan tímann.
[ ] Vaknaði með hníf í brjóstinu.
[X] Vaknaði með sviða í brjóstinu.
Núna
[ ] Er Bylgjuhress.
[X] Klæjar í andlitið af nammilöngun.
[ ] Veit hvernig á að enda þetta blogg.
Almennt
[X] Svaf yfir mig.
[X] Vann.
[ ] Fór í rækt.
[X] Grét úr samviskubiti á leiðinni heim.
Heima
[X] Keypti happdrættismiða af heyrnarlausum manni.
[ ] Af því ég er áhugamaður um happdrætti.
[X] Af því ég skildi ekki orð af því sem hann sagði.
Í sófanum
[X] Borðaði máltíð sem ég hafði eldað.
[X] Horfði á körfuboltaleik.
[ ] Vakti allan tímann.
[ ] Vaknaði með hníf í brjóstinu.
[X] Vaknaði með sviða í brjóstinu.
Núna
[ ] Er Bylgjuhress.
[X] Klæjar í andlitið af nammilöngun.
[ ] Veit hvernig á að enda þetta blogg.
sunnudagur, 5. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gærkvöldi spilaði ég póker með vinum og kunningjum. Eftirfarandi sena átti sér stað þar:
Kiddi var búinn að stokka spil í nokkrar mínútur.
Kiddi: Jæja, Finnur. Hvaða spil er efst?
Ég hugsa í 5 sekúndur.
Ég: Tígul drottning.
Kiddi dregur efst spilið: Tígul drottning.
Ég: Holy fucking shit.
Þetta atriði kemur í veg fyrir að ég þurfi að taka fram að ég drullutapaði þessu pókermóti.
Kiddi var búinn að stokka spil í nokkrar mínútur.
Kiddi: Jæja, Finnur. Hvaða spil er efst?
Ég hugsa í 5 sekúndur.
Ég: Tígul drottning.
Kiddi dregur efst spilið: Tígul drottning.
Ég: Holy fucking shit.
Þetta atriði kemur í veg fyrir að ég þurfi að taka fram að ég drullutapaði þessu pókermóti.
föstudagur, 3. apríl 2009
miðvikudagur, 1. apríl 2009
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er komið að sparnaðarhorni Viðskiptafræðingsins Finns!
Í sparnaðarhorni Viðskiptafræðingsins Finns dagsins mun ég kenna lesendum að gera ódýran íspinna með bananabragði.
Skrefin eru eftirfarandi:
1. Kauptu banana.
2. Settu bananann í frysti.
3. Taktu bananann úr frysti.
4. Borðaðu bananaíspinnann.
Í sparnaðarhorni Viðskiptafræðingsins Finns dagsins mun ég kenna lesendum að gera ódýran íspinna með bananabragði.
Skrefin eru eftirfarandi:
1. Kauptu banana.
2. Settu bananann í frysti.
3. Taktu bananann úr frysti.
4. Borðaðu bananaíspinnann.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)