mánudagur, 14. október 2013

Úti er ævintýri

Í gærkvöldi fór ég út að labba í Laugardalnum, mér til heilsubótar en ekki til að versla fíkniefni. Að því loknu fór ég í verslunina Víðir og keypti mér nokkur kíló af ávöxtum. Mér fannst ég vera mjög heilbrigður og reyndi eftir bestu getu að brosa vinalega til annarra viðskiptavina og starfsmanna, en ekki óhugnarlega.

Það tókst ekki betur en svo að fólk leit undan og vildi helst ekkert með mig hafa. Ég skrifaði hjá mér að æfa brosið heima fyrir næstu verslunarferð.

Þegar ég kom heim sá ég að ég hafði fengið blóðnasir í göngutúrnum og blóðið storknað á efri vörinni, sem útskýrir viðmót allra sem mættu mér. Þá er ekkert annað að gera en að læra af þessari reynslu og hugsa sig tvisvar um áður en farið er út úr húsi hér eftir.

föstudagur, 11. október 2013

Afsláttur á Dominos pizzum

Pizzafyrirtækið Dominos er með útibú hérlendis. Á heimasíðu Dominos má sjá allskonar tilboð hjá þeim en hvergi er hægt að sjá raunverulegan afslátt. Ég varð forvitinn og ákvað að reikna hann út á öllum uppgefnum tilboðum.

Hér eru öll grunntilboðin sett saman í töflu:

Smellið á töfluna fyrir stærra eintak.

Tvennutilboðið er erfiðara að reikna út, þar sem tilboðið fer eftir stærð pizzu og fjölda áleggstegunda. Hér er tvennutilboðið í sér töflu:


Ég reiknaði með dýrustu gerðum af áleggjum í öllum tilvikum.

Ekkert grunsamlegt hérna. Mjög góður afsláttur af uppgefnu verði. Þá get ég sofið rótt.

ATH. Ég hef engin tengsl við Dominos önnur en þau að ég panta mér reglulega pizzu þaðan, þar sem ég kann ekki að elda og hef ekki heilabú í að læra það. Ennfremur er ég of latur til að leggja mig fram við að læra það. En nóg um mig.