miðvikudagur, 30. september 2009

Í kvöld fór ég í bíó. Hér er eitthvað af því sem átti sér stað í bíóferðinni:

* Það var fullkomlega troðið í bíóinu. Allsstaðar.

* Hver sem er fór á hvaða mynd sem er. Á myndina sem ég var á voru heilu hóparnir af börnum. Illa gefnum og óuppöldum börnum.

* Stúlka ein í sætinu fyrir aftan mig tók upp á því snjallræði að berja hálfs lítra Pepsiflöskunni sinni ítrekað aftan í sætið mitt, þar til ég snéri mér við og bað hana um að hætta því. Hún virtist ekki átta sig á því hvað hún hafði gert rangt.

* Drengur á ská við mig hóf að tala í símann og hætti því ekki fyrr en honum var gefið illt auga.

* Hópur fyrir aftan mig talaði allan tímann hvort við annað. Einum í hópnum var heitt. Það sagði hann á ca fimm mínútna fresti.

* Amk þrír einstaklingar fyrir framan mig voru að senda sms annað slagið alla myndina og fóru ekki leynt með það.

* Ca 30% af áhorfendum myndarinnar mættu of seint úr hléi.

* Ég fann hjartsláttinn í mér ca 90% af myndinni.

Myndin var Funny people með Adam Sandler og Seth Rogen í aðalhlutverkum. Ég man ekki um hvað hún var þar sem það var erfitt að fylgjast með skjálfandi úr reiði.

Lærdómur ferðarinnar:

Aldrei aftur...
1. Í bíó í Sambíóin Álfabakka. Ég man ekki eftir góðri bíóferð þangað.
2. Í þriðjudagsbíó þegar 50% afsláttur er af bíómiðum.
3. Gleyma að taka kuta með í bíó.

sunnudagur, 27. september 2009

Ein er sú stúlka sem hefur mjög undarleg áhrif á mig. Hún lætur mig undantekningalaust öskra úr skelfingu þegar ég sé hana en um leið get ég ekki litið undan, sökum fegurðar hennar. Hún heitir Anne Hathaway og er leikkona.

Ef augun á henni, nef, eyru og munnur/tennur væru í eðlilegri stærð liti hún svona út (gert með hjálp Photoshop):


Nokkuð venjuleg dama sem er nokkuð hress. En hún er heppnari en það. Hún er með ca 50% stærra af öllu og er, þar af leiðandi, 50% hressari. Svona lítur hún út í alvörunni:


Ég get hvorki litið undan né hætt að skjálfa.

föstudagur, 25. september 2009

Nýlega hóf ég að taka að mér verkefni utan vinnu sem fela í sér ýmiskonar verkun í Excel. Ég gerði nafnspjald tengt þessum verkefnum sem var mjög einfalt; með nafni, símanúmeri og hvað ég sérhæfi mig í á hvítum grunni og án mynda. En vinir mínir sögðu það of einfalt.

Svo ég byrjaði að hugsa nafnspjaldið upp á nýtt. Niðurstaðan er hér að neðan:

[Smelltu á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga]

Nafninu mínu er breytt í tölur eftir því hvar í íslenska stafrófinu stafirnir í því eru að finna. Símanúmerinu er svo bætt við í secondary axis (þessi hægra megin).

Ef mögulegir viðskiptavinir mínir átta sig ekki á þessu eru þeir fyrir neðan mína virðingu og þarmeð ekki mögulegir viðskiptavinir mínir!

fimmtudagur, 24. september 2009

Lög!

1. Gusgus með hressa slagarann Add this song (Ísl.: Bættu þessu lagi við). Drulluflott lag.

Nokkrar viðvaranir þó við myndbandinu:
* Lík kemur fram í því.
* Líkið er nakið.
* Nakta líkið er sleikt í framan.
* Aðdáandi líksins reykir.
* Helgi Björnsson leikur alltof lítið hlutverk.2. Make The Girl Dance með Baby baby baby (Ísl.: Krútt dekur barn). Vægast sagt hresst myndband.

Lagið er ekkert sérstakt.

Viðvörun: Það eru svartir blettir yfir allri nekt.
3. The Wiseguys með afslöppunarlagið Nil by mouth (Ísl.: Á tali hjá Hemma Gunn).

Fínt að róa sig niður eftir hin tvö myndböndin með þessu lagi.

miðvikudagur, 23. september 2009

Í nótt jók Óli Rúnar, meðleigjandi minn, forystuna í keppninni hvor okkar á fleiri börn þegar hann eignaðist sitt annað barn. Strák nánar tiltekið. Ég á enn ekkert barn. Staðan er því 2-0 fyrir Óla og ca korter í hálfleik.

Til hamingju með glæsilegt árángur Óli og Erna. Þrátt fyrir umtalsvert keppnisskap mun ég líklega ekki reyna að komast yfir í þessari keppni.

Eins og heiðursmanni sæmir bauð ég upp á vindil í tilefni dagsins. Þar sem ég reyki ekki og vil síður stuðla að þeim viðbjóðslega sið þá bauð ég upp á nammivindil; Risahraun sem Óli kveikti í.

þriðjudagur, 22. september 2009

Í kvöld pantaði ég mér körfuboltavörur af eastbay vefsíðunni fyrir rúmlega einn og hálfan tug þúsunda króna, fyrir utan toll.

Í gær verslaði ég í 10-11 og á morgun er ég að íhuga að kaupa mér nýjan ísskáp.

Þetta gerist þegar bankinn minn fær þá fáránlegu hugmynd að láta fallega dömu sjá um yfirdráttamálin mín.

mánudagur, 21. september 2009

Hér eru helstu fréttir vikunnar:

1. Æfing kvöldsins
Undirbúningskörfuboltatímabilið er komið á fullt hjá UMFÁ. Á körfuboltaæfingu kvöldsins stóð ég mig svo illa að mig grunar að ég muni segja barnabörnum mínum frá því. Tvö dæmi um slæma frammistöðu:
1. Sniðskot frá mér var varið á svo áberandi hátt að ég leit á það sem persónulega árás á mig og mína ættingja. Samt gat ég ekkert gert í því. Nema auðvitað kallað villu.
2. Ég var feikaður svo rosalega upp [að vera feikaður upp = þegar sóknarmaður þykist ætla að skjóta og varnarmaður stekkur að óþörfu] að ég ekki aðeins stökk upp að óþörfu heldur hljóp út í bíl, kveikti á honum og gerði mig tilbúinn að fara heim, áður en ég áttaði mig á því að um gabb var að ræða.
2. Mismælarinn
Það rifjaðist upp fyrir mér í gær að ég átti ein verstu mismæli allra tíma í bíói fyrir nokkru síðan en gleymdi að láta heiminn vita af þeim.

Ég sagði bíófélaganum, sem er ung dama, að ná góðum sætum á meðan ég sótti nammið. Svo spurði ég "Viltu ekki annars kokk og póp?" (Ens.: Cock og pope). Hún þáði póp.

3. Matargangurinn
Í blokkinni sem ég bý í núna er yfirleitt mjög sterk matarlykt á ganginum. Þar sem ég þarf að ganga upp 3 hæðir í þessari lykt, fer hún mjög í taugarnar á mér.

Fyrir rúmum mánuði hætti svo þessi lykt að yfirtaka stigaganginn. Ég fagnaði því að áhugafólk um eldamennsku væri farið að kynna sér opnun á gluggum og/eða aðra loftræstingarmöguleika. En í dag var lyktin svo komin aftur. Í fréttum: "Ramadan kjaftæðinu er lokið hjá múslimum".

Frábært.

sunnudagur, 20. september 2009

Ég hef löngum haldið því fram að ég geti ekki fitnað. Það hefur gengið svo langt að ég hef samið lag og dans um það við litla hrifningu fólks sem fitnar við að anda að sér gerlum.

Ég sá í dag að þetta var ótillitsamt af mér. Ég biðst afsökunnar. Ég fitnaði nefnilega í dag eftir körfuboltaæfingu og mér líður hræðilega.

Baugfingur hægri handar bugaðist undan óhollustunni og viðbjóðnum sem ég borða og tók upp á því að snarfitna. Hér er mynd af hlussunni:


Það þurfti ekki mikið til að hann bugaðist; eitt högg í rifbeinin á sjálfum mér, við að fljúga á hausinn á miðri æfingu.

Allavega, ég er farinn að gera puttaæfingar.

fimmtudagur, 17. september 2009

Fólk er alltaf að tala um að ég lyfti hnjánum of hátt þegar ég geng kampakátur um götur borgarinnar. Því hef ég mótmælt í gegnum tíðina án þess að geta sannað það með áþreifanlegum hætti. Ég hef því aðallega beitt háum öskrum gegn þessum ásökunum í þeirri von að fólk taki hávaða framyfir rök.

Í dag leit ég svo undir skónna mína og hvað varð úr því? Sönnun! Þessi mynd af umræddum skóm ætti að sanna í eitt skipti fyrir öll að ég er mjög latur labbari sem dregur hælana á eftir sér, ekki ósvipaður górillu (að því gefnu að hún dragi hælana á eftir sér).


Ég vinn. En er samt dapur yfir því.

miðvikudagur, 16. september 2009


Í gær var ég spurður af hverju ég drekk ekki meira Pepsi. Ég hafði ekkert svar. Ég hef drukkið Kók frá því ég var nógu gamall til að þola það eða í 7 ár.

Svo fór ég að hugsa; getur verið að það sé af því "Pepsi" er 2ja atkvæða orð á meðan "Kók" er eitt atkvæði? Í kjölfarið setti ég saman markaðssetningarplan fyrir Pepsi, til að ná yfirburðum á gosmarkaðnum eða amk svo ég skipti yfir.

Planið er í 6 skrefum:

1. Breyta nafni Pepsi í "Pepp". Alltof seinlegt að segja "Pepsí".
2. Gera Pepp drykk sem væri alveg eins og kók á bragðið og fengi nafnið Upp. Samsett nafn yrði Upp-Pepp.
3. Kaupa Stjörnupopp vörumerkið.
4. Kaupa Pipp súkkulaðið.
5. Gera popp með myntu og súkkulaðibragði. Það myndi fá nafnið Pipp-popp.
6. Setja af stað markaðssetningu fyrir bíóhúsin: Upppepp og Pipppopp* á tilboði!

Kók myndi fljúga á hausinn.

*Upppepp = 71% stafa er p. Pipppopp = 75% stafa er p.

þriðjudagur, 15. september 2009

Á körfuboltaæfingunni í gær hljóp ég á tímabili eins og ég væri búinn að missa vitið, fékk olnbogaskot um allan líkama, var sleginn í hendur og andlit og er nokkuð viss um að á einum tímapunkti hafi leikmaður lent ofan á mér í báráttu um frákast.

Eftir æfingu var mér svo klappað létt á hægri öxlina í einhverju sprelli í búningsklefanum. Í dag get ég ekki hreyft á mér hægri handlegginn fyrir verkjum í umræddri öxl.

En engar áhyggjur. Þetta er ekkert sem hellingur af sjálfsvorkunn lagar ekki.
Löngum hef ég barið í borð (ef ég hef setið eða staðið við borð) og öskrað þegar ég sé bíómyndaúrval bíóhúsanna. Einkum og sér í lagi hef ég kvartað yfir hræðilegu úrvali Senu bíóhúsanna (Smárabíó, Háskólabíó og Regnboginn) og sagt Sambíóin mun betri þegar kemur að úrvali og gæðum.

Yfirleitt er mér sagt að halda kjafti og/eða sanna það. Nú er komið að því. Ég tek myndir bíóhúsanna í dag, 14. september 2009 og ber saman allt í senn:

* Meðaleinkunn myndanna á imdb.
* Vegið meðaltal myndanna á imdb út frá fjöldi sýninga á dag.
* Vegið meðaltal myndanna á imdb út frá fjölda gefinna einkunna.

Fyrst; allar myndirnar:

[Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga].

Hér má svo sjá samantekt bíóhúsanna og fyrirtækjanna utan um þau, þar sem vegin meðaltöl eru tekin:
[Smellið líka á þessa mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga].

Helstu niðurstöður:

* Sena virðist vera með bestu myndirnar. Það fer svo eftir því hvernig litið er á það hvort Sambíóin eða Laugarásbíó séu í 2. sæti.

* Háskólabíó býður upp á bestu myndirnar.

* Regnboginn er með verstu myndirnar, en á móti kemur að það kostar bara kr. 750 á myndirnar gegn kr. 120.000 (gróf áætlun) í hinum bíóhúsunum.

* Sambíóið Álfabakka er með vinsælustu/elstu myndirnar ef marka má fjölda einkunna sem myndirnar eru að fá á imdb.

* Ég hef ekkert að segja um Sambíóið í Kringlunni. Fínt bíó bara.

laugardagur, 12. september 2009

Ég get loksins sagt með fullri vissu að ég þekki sjálfan mig. Þarmeð þarf ég aldrei aftur að taka neitt internet quiz aftur, sem er alltaf stór stund í lífi sérhvers manns.

Hvernig þekki ég mig? Ég tók internet quiz á tellmetwin.com:

[Smellið á myndina fyrir stærra eintak].

Ég er semsagt tilfinningalaus, óspennandi, óvingjarnlegur, einhverfur, sjálfmeðvitaður meðvirknisjúklingur með sjálfskönnunarblæti.

Aldrei aftur.

föstudagur, 11. september 2009

Það er frekar fátt spennandi sem gerist hjá mér þessa dagana, fyrir utan vinnu, körfubolta, rækt, svefn, netráf og annað sem ég nefni ekki opinberlega. Það orsakar lítinn tíma til að hugsa færslur til að rita.

Svo ég leitaði til vinar míns með ráð til að fá fleiri hugmyndir. Hann sagði mér að gera það sem mér finnst skemmtilegast og hugmyndir munu fæðast.

Svo ég settist við tölvuna og bloggaði. Ég er ekki frá því að það hafi virkað.

fimmtudagur, 10. september 2009

Í kvöld kláraði ég síðustu myndina sem ég átti eftir að sjá í bíó, fyrir utan hryllings-, konu-, barna- og heimildamyndir.

Myndin var The Taking of Pelham 123. Hún er talsvert verri en hin myndin sem ég hef séð; The Inglourious Basterds, en samt nokkuð góð. John Travolta er með áhugavert skegg í henni.

The Taking of Pelham 123: 2,5 stjörnur af 4.
The Inglourious Basterds: 3,5 stjörnur af 4.

þriðjudagur, 8. september 2009

Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð í marga metra:Smellið á myndina fyrir stærra eintak.

Þið sem ekki skiljið ensku; lausleg þýðing frá RÚV: "Allt varð vitlaust á kaffihúsinu þegar Bára uppljóstraði að hún væri á hálum ís, enda á útopnu með böldnum fola."

mánudagur, 7. september 2009

Í morgun vaknaði við það snjallræði að eignast barn með Gwen Stefani, söngkonu. Næsta skref var að athuga hvernig afkvæmið myndi líta út, sem ég gerði auðvitað. Þegar ég sá niðurstöðuna hætti ég snarlega við.

Þannig að ég fór að lesa Fréttablaðið frá laugardeginum síðasta. Þar sá ég þetta á forsíðunni:Enn einum ævintýradeginum lokið.

sunnudagur, 6. september 2009

Ég hef komist að því að ég er mikið fyrir raunverulega hluti. Ég get t.d. ekki spilað tölvuleiki nema þeir séu raunhæfir. Sem útskýrir af hverju ég spila enga tölvuleiki.

Ég get ekki haft gaman af science fiction bíómyndum nema þær séu raunhæfar. Ef dýr eru byrjuð að tala þá hætti ég að hafa gaman af. Yfirleitt tryllist ég.

Og í gær komst ég að því að brandarar verða að vera raunverulegir svo ég geti hlegið. Nokkur dæmi:

* Hversu marga þarf til að skipta um ljósaperu?
Svar: Einn.

* Maður gengur inn á bar. Hann á við áfengisvandamál að stríða sem er að eyðileggja fjölskyldu hans.

*
a: Bank bank.
b: Hver er þar?
a: Jón.
b: Komdu inn. Það er ólæst.

fimmtudagur, 3. september 2009

Hér er Excel tip dagsins (eða ársins ef ég kem ekki með fleiri á þessu ári):

Segjum sem svo að ég sé með textann 7.1.2008 - 13.1.2008 í cellu A2 og að ég vilji vita hvaða viku er um að ræða. Einnig vil ég bæta "Vika" fyrir framan og árinu fyrir aftan, svo niðurstaðan ætti að verða "Vika 2 2008". Mjög algengt og alvarlegt vandamál.

Lausnin er skemmtileg og fyndin:

=IFERROR("Vika "&WEEKNUM(LEFT(A2;FIND(" -";A2)-1))&" "&RIGHT(A2;4);"")

Ég geri ráð fyrir að framleiðni Íslands muni aukast um amk 5% við þessa formúlu.

miðvikudagur, 2. september 2009

Í gær fór ég úr vinnunni, í Kringluna, í ríkið, aftur í vinnuna, þaðan í heimsókn til fyrrum kennara míns í HR, þaðan að borða og svo í bíó þar sem ég fattaði að ég var með opna buxnaklauf.

þriðjudagur, 1. september 2009

Í gærkvöldi sá ég að Kolla systir hafði sett inn myndir frá brúðkaupi pabba og Laufeyjar. Ég hugðist skoða þær nokkuð afslappaður og hress (amk með sól í hjarta, hvað sem það þýðir). Það gekk eftir, þangað til ég sá þessa mynd:


Þá kastaði ég umsvifalaust upp og kófsvitnaði.

Þetta telst með óhugnarlegri myndum sem ég hef séð, þökk sé viðbjóðnum fyrir aftan Kollu systir og Önnur Maríu, dóttir hennar. Mér leikur forvitni á að vita hver bauð þessum náunga í brúðkaupið.