Undanfarið hef ég hitt átrúnaðargoð mín í hrönnum:
* Á miðvikudaginn fór ég í 365 miðla til að rukka fyrir birtingu á Arthúr sem birtist í Sirkus á föstudögum. Þegar ég var orðinn úrkula vonar um að finna afgreiðsluna kemur Óli Tynes, fréttamaður askvaðandi með sígarettu í munnvikinu:
Óli Tynes: "Ertu að leita að afgreiðslunni?"
Ég: "já"
Óli Tynes: "Hún er hinum megin við götuna" *snýr sér við og bendir í áttina*
Ég: "Takk kærlega Óli!"
* Á miðvikudagskvöld fór ég í 10-11 til að versla mér fæði. Þar sá ég Ólaf Þór Jóelson, stjórnanda þáttarins Game Tíví á Skjá einum. Mér sýndist hann kaupa sér mjólk, alveg eins og ég!
* Í gær pantaði frægur maður sér Arthúr bol. Sökum þagnarskyldu um kaupendur nafngreini ég ekki einstaklinginn en hann er býsna fyndinn og skemmtilegur.
föstudagur, 31. mars 2006
miðvikudagur, 29. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég biðst velvirðingar til allra þeirra sem þekkja mig persónulega á því hversu pirraður ég er þessa dagana. Það er bara eitthvað við það að eiga að skila 60-80 blaðsíðna BS ritgerð á laugardaginn næsta og vera ekki byrjaður að skrifa hana, sem pirrar mig.
Ég er þó búinn með rannsóknina á bakvið hana að mestu. Síðustu vikur hafa farið í að verka hana. Verka hana og æla blóði af stressi auðvitað.
Ég er þó búinn með rannsóknina á bakvið hana að mestu. Síðustu vikur hafa farið í að verka hana. Verka hana og æla blóði af stressi auðvitað.
mánudagur, 27. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér eru nokkur atriði í mínu lífi sem ég á mjög erfitt með að trúa:
* Eftir rúma tvo mánuði mun ég útskrifast sem viðskiptafræðingur. Mér finnst ekkert fræðingslegt við viðskiptakunnáttu mína.
* Arthúr myndasögurnar ganga betur en ég þorði að vona. Reyndar reiknaði ég aldrei með því að fleiri en ca 50 manns myndu skoða þetta daglega, í allra mesta lagi. Þennan mánuðinn hafa um 60.000 manns skoðað strípurnar, sem gera um 2.000 manns á dag. Fáránlegt.
* Soffía Sveins er kærastan mín. Ekki nóg með að hún heiti það sama og stelpan sem ég var ofsahrifinn af í menntaskóla heldur er hún einmitt sú manneskja! Álíka miklar líkur á þessu og að vinna í lottói.
* Tónlistarferill minn virðist ekki ætla að verða arðbær. Þegar ég nefni það þá fatta ég að ég hef steingleymt að læra á hljóðfæri og get ekkert sungið. En samt.
* Svala Björgvinsdóttir gat ekki fundið neitt betra nafn á nýjasta disk sinn, eftir að hafa gefið út diskinn með hörmungarnafninu 'the real me', en nafnið 'Bird of freedom'. Hvernig er hægt að vera svona ósmekklegur og ófrumlegur í vali á nafni?
* Ég er 27 ára gamall. Tuttugu og fokklings sjö ára! Mér líður samt eins og ég sé ca 15 ára andlega, en þó aðallega líkamlega.
* Eftir rúma tvo mánuði mun ég útskrifast sem viðskiptafræðingur. Mér finnst ekkert fræðingslegt við viðskiptakunnáttu mína.
* Arthúr myndasögurnar ganga betur en ég þorði að vona. Reyndar reiknaði ég aldrei með því að fleiri en ca 50 manns myndu skoða þetta daglega, í allra mesta lagi. Þennan mánuðinn hafa um 60.000 manns skoðað strípurnar, sem gera um 2.000 manns á dag. Fáránlegt.
* Soffía Sveins er kærastan mín. Ekki nóg með að hún heiti það sama og stelpan sem ég var ofsahrifinn af í menntaskóla heldur er hún einmitt sú manneskja! Álíka miklar líkur á þessu og að vinna í lottói.
* Tónlistarferill minn virðist ekki ætla að verða arðbær. Þegar ég nefni það þá fatta ég að ég hef steingleymt að læra á hljóðfæri og get ekkert sungið. En samt.
* Svala Björgvinsdóttir gat ekki fundið neitt betra nafn á nýjasta disk sinn, eftir að hafa gefið út diskinn með hörmungarnafninu 'the real me', en nafnið 'Bird of freedom'. Hvernig er hægt að vera svona ósmekklegur og ófrumlegur í vali á nafni?
* Ég er 27 ára gamall. Tuttugu og fokklings sjö ára! Mér líður samt eins og ég sé ca 15 ára andlega, en þó aðallega líkamlega.
laugardagur, 25. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í morgun komst ég eins nálægt dauða og ég hef nokkurntíman kynnst hingað til þegar ég skreið undir upptjakkaðan bíl minn til þess eins að binda upp púst. Ein klaufaleg hreyfing, sem ég er heimsfrægur fyrir, og bíllinn hefði hrunið ofan á mig, kremjandi andlitið á mér sem myndi valda því að ég gæti ekki náð andanum og hefði látið lífið.
Eins og þessi færsla ber með sér fór betur en á horfðist. Og þó. Ég þurfti að greiða kr. 25.000 í viðgerð á pústkerfinu.
Eins og þessi færsla ber með sér fór betur en á horfðist. Og þó. Ég þurfti að greiða kr. 25.000 í viðgerð á pústkerfinu.
fimmtudagur, 23. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirfarandi gerðist í alvöru og sýnir fullkomlega hversu lélegt skammtímaminnið mitt er.
Um daginn fór ég í 10-11. Þegar ég gekk framhjá namminu hugsaði ég "hmm mig langar í súkkulaði. Aha! Vel mér Risahraun. Jömmí."
Í framhaldi af því tók ég mér risahraun og hélt áfram að hugsa: "Snjöll hugmynd; ég kaupi súkkulaði líka fyrir Soffíu, sem bíður heima fárveik. Hvað ætti ég að kaupa? Hey, ég ætla að kaupa mjólk".
Þá fór ég að kælinum og valdi mjólk af varkárni. Stuttu seinna gekk ég framhjá namminu og hugsaði: "Hmm mig langar í súkkulaði. Aha! Vel mér Risahraun. Jömmí."
Í framhaldi af því tók ég mér risahraun og hélt áfram að hugsa: "Snjöll hugmynd; ég kaupi súkkulaði líka fyrir Soffíu, sem bíður heima fárveik. Hvað ætti ég að kaupa? Hey, nýjir geisladiskar hér?"
Frá geisladiskunum fór ég svo í afgreiðsluna og borgaði fyrir mín tvö Risahraun. Svo þóttist ég bara hafað ætlað að kaupa Risahraun fyrir Soffíu. Svona er auðvelt að leyna ömurlegu minni mínu.
Um daginn fór ég í 10-11. Þegar ég gekk framhjá namminu hugsaði ég "hmm mig langar í súkkulaði. Aha! Vel mér Risahraun. Jömmí."
Í framhaldi af því tók ég mér risahraun og hélt áfram að hugsa: "Snjöll hugmynd; ég kaupi súkkulaði líka fyrir Soffíu, sem bíður heima fárveik. Hvað ætti ég að kaupa? Hey, ég ætla að kaupa mjólk".
Þá fór ég að kælinum og valdi mjólk af varkárni. Stuttu seinna gekk ég framhjá namminu og hugsaði: "Hmm mig langar í súkkulaði. Aha! Vel mér Risahraun. Jömmí."
Í framhaldi af því tók ég mér risahraun og hélt áfram að hugsa: "Snjöll hugmynd; ég kaupi súkkulaði líka fyrir Soffíu, sem bíður heima fárveik. Hvað ætti ég að kaupa? Hey, nýjir geisladiskar hér?"
Frá geisladiskunum fór ég svo í afgreiðsluna og borgaði fyrir mín tvö Risahraun. Svo þóttist ég bara hafað ætlað að kaupa Risahraun fyrir Soffíu. Svona er auðvelt að leyna ömurlegu minni mínu.
þriðjudagur, 21. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á þessari mynd má sjá úlf í sauðagæru innan um fullt af kindum. Sá sem finnur helvítið fær flygil í verðlaun.
mánudagur, 20. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ef ég er ekki liggjandi heila viku í flensu að drepast úr viðbjóði og hef ekki áhuga á neinu, hvað þá að skrifa bloggfærslu þá er allt á öðrum endanum í lífi mínu og það mikið að gera að ég hef ekki nokkurn tíma fyrir neitt, síst af öllu að skrifa færslu.
Allavega, það nýjasta í mínu lífi eru Arthúrsbolir sem hægt er að panta hér eða með því að smella á borðann hér að neðan. Ef þið ætlið að panta; vinsamlegast veljið að millifæra á reikning þar sem það sparar mér ótrúlegan tíma.
Allavega, það nýjasta í mínu lífi eru Arthúrsbolir sem hægt er að panta hér eða með því að smella á borðann hér að neðan. Ef þið ætlið að panta; vinsamlegast veljið að millifæra á reikning þar sem það sparar mér ótrúlegan tíma.
fimmtudagur, 16. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er orðinn lífshættulega ófrumlegur í hugsun. Það er ekki frumleg hugsun í neinu sem ég hugsa og er það lífshættulegt ef það myndi koma að mér óður byssueigandi, beina að mér byssu og skipa mér að segja eitthvað frumlegt eða sniðugt.
Ég spái að frumlegheitin velli út um helgina með minna stífluðum haus.
Ég spái að frumlegheitin velli út um helgina með minna stífluðum haus.
miðvikudagur, 15. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Tölfræði dagsins:
* Ég hef drukkið 0,5 lítra af vatni.
* Ég hef snýtt 3,1 lítrum úr nefinu á mér.
* Ég hef svitnað um 5,4 lítra.
* Ég svaf í 3,6 mínútur í nótt.
Ég hef nú haft þessa flensu í ca 9 daga og enn versnar hún. Nýjasta viðbótin er hnerri, enn meiri hósti og sturlaður hausverkur. Ef fer fram sem horfir mun ég verða fyrsti íslendingurinn til að deyja úr flensu og það í kvöld.
Ef ekki úr flensunni þá úr sjálfsvorkunn.
* Ég hef drukkið 0,5 lítra af vatni.
* Ég hef snýtt 3,1 lítrum úr nefinu á mér.
* Ég hef svitnað um 5,4 lítra.
* Ég svaf í 3,6 mínútur í nótt.
Ég hef nú haft þessa flensu í ca 9 daga og enn versnar hún. Nýjasta viðbótin er hnerri, enn meiri hósti og sturlaður hausverkur. Ef fer fram sem horfir mun ég verða fyrsti íslendingurinn til að deyja úr flensu og það í kvöld.
Ef ekki úr flensunni þá úr sjálfsvorkunn.
þriðjudagur, 14. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég steingleymdi að nefna að greinin um Arthúr kom um daginn í Morgunblaðinu. Ég var svo heppinn að fá eintak af henni í stafrænu formi og hef ákveðið að deila henni með þeim fáu sálum sem þetta blogg lesa ennþá. Ég vona að morgunblaðið fyrirgefi mér.
Greinin er hér.
Ég lofa að skrifa eitthvað sturlað frumlegt á næstunni. Heilinn er stíflaður af flensu og slatta af kvefi þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Jafnvel árin.
Greinin er hér.
Ég lofa að skrifa eitthvað sturlað frumlegt á næstunni. Heilinn er stíflaður af flensu og slatta af kvefi þessa dagana, vikurnar og mánuðina. Jafnvel árin.
mánudagur, 13. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég virðist hafa fengið inflúensu ofan í kvefið á laugardaginn síðasta. Hér er ca dagskrá mín síðan:
Laugardagur:
20:00 - 00:00 Legið.
Sunnudagur:
11:00 - 00:00 Legið.
Mánudagur:
10:00-12:00 Legið.
12:00-12:07 Bloggfærsla skrifuð.
Ef Soffía hefði ekki verið hjúkrunarkona mín þessa daga þá væri ég sennilega þunglyndasti maður landsins núna. Og skemmtuninni er hvergi nærri lokið.
Laugardagur:
20:00 - 00:00 Legið.
Sunnudagur:
11:00 - 00:00 Legið.
Mánudagur:
10:00-12:00 Legið.
12:00-12:07 Bloggfærsla skrifuð.
Ef Soffía hefði ekki verið hjúkrunarkona mín þessa daga þá væri ég sennilega þunglyndasti maður landsins núna. Og skemmtuninni er hvergi nærri lokið.
fimmtudagur, 9. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu föstudaga hef ég verið að spila með liði mínu, Forseti, í utandeild Breiðabliks. Fjórir leikir hafa verið spilaðir síðan ég nefndi þetta síðast og alla höfum við unnið nema þann síðasta sem fór fram í gærkvöldi. Ég hef haldið áfram að taka mína tölfræði niður, þrátt fyrir skelfilega frammistöðu mína eftir áramót. Einnig hef ég reiknað út og ritað niður tölfræði mína ef leikirnir væru lengri.
Það er sennilega betra að taka fram að leikirnir eru 2x16 mínútur og klukkan ekki stoppuð ef boltinn fer úr leik fyrr en 3 mínútur eru eftir af seinni leikhluta.
Hér er svo full tölfræði leiksins gegn Hröfnunum, sem Björgvin bróðir tók niður síðasta föstudag.
Það er sennilega betra að taka fram að leikirnir eru 2x16 mínútur og klukkan ekki stoppuð ef boltinn fer úr leik fyrr en 3 mínútur eru eftir af seinni leikhluta.
Hér er svo full tölfræði leiksins gegn Hröfnunum, sem Björgvin bróðir tók niður síðasta föstudag.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýjasta æðið í dag eru tónlistarmennirnir Bing Bong Brothers. Nýjasta lag þeirra What (you guys) er talið einstakt og textinn við það álitin sterk blanda af Nick Cave og Britney Spears. Hér er textadæmi:
"Hey pretty girl did you go to college? Did you get your BA with all that knowledge? I like your boobies in your shirt. Please let me show you my penis."
Þessa snilld má finna hér með myndbandinu.
"Hey pretty girl did you go to college? Did you get your BA with all that knowledge? I like your boobies in your shirt. Please let me show you my penis."
Þessa snilld má finna hér með myndbandinu.
þriðjudagur, 7. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Talandi um morgunblaðið, dramb og eyðingu regnskóganna; í dag mun að öllum líkindum birtast viðtal við okkur Jónas Rey í Morgunblaðinu um Arthúr en ekki um eyðingu regnskóganna.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Líkaminn finnur alltaf leið. Þar sem ég þjáist af kvefi þessa dagana í formi geðveikislegra hóstakasta þá má gera ráð fyrir því að ég taki sturluð hóstaköst í miðjum kennslustundum hér í Háskóla Reykjavíkur. Ég reyni eins og ég get að halda hóstanum niðri og í dag hélt ég að mér hafði tekist það endanlega þegar líkaminn tók upp á nýjung í miðri kennslustund. Hann byrjaði að hósta með nefinu, nákvæmlega eins og ég hósta með munninum, nema þetta er helmingi meiri áreynsla.
Ekki slæmt dagsverk það.
Ekki slæmt dagsverk það.
mánudagur, 6. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er allt að verða geðveikt í netmálum. Ekki nóg með að Arthúr hafi verið seldur einu sinni í viku í Sirkus (tímarit DV á föstudögum), enska útgáfan af Arthúr er að skila tugum ef ekki hundruðum króna í auglýsingatekjur á ári, heldur erum við líka að hrinda af stað bolasölu tengdri Arthúr&co. Ég mæli með því að þið fylgist með á þessari síðu og pantið ykkur svo eintak næstu daga. Nánari upplýsingar um verð og önnur smáatriði koma í ljós á miðvikudaginn.
Og nú: til að gera þessa færslu fyndna í endann ætla ég að fljúga á hausinn.
Og nú: til að gera þessa færslu fyndna í endann ætla ég að fljúga á hausinn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hér er video fyrir ykkur að skoða. Ég er hættur að hlæja að þessu og byrjaður að öskra. Það virkar betur.
Þetta er eftir sömu náunga og gerðu videoin sem ég sýndi ykkur fyrir einhverju síðan, Lettuce Help og Lazy Sunday. Hér má sjá ýmislegt frá þeim.
* Uppfært: Hlekkurinn að þessu fyndna hefur verið uppfærður og virkar núna.
Þetta er eftir sömu náunga og gerðu videoin sem ég sýndi ykkur fyrir einhverju síðan, Lettuce Help og Lazy Sunday. Hér má sjá ýmislegt frá þeim.
* Uppfært: Hlekkurinn að þessu fyndna hefur verið uppfærður og virkar núna.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Enn ein heppnissagan: Í kvöld langaði mig skyndilega í gos og það fengust aðeins hálfslítra flöskur í sjálfsalanum hérna í HR. Samkvæmt minni mínu kostuðu þær 150 krónur stykkið. Ég hóf að telja saman peningana og komst að því að ég átti bara 147 krónur. Að láta 3 krónur vanta upp á er býsna pirrandi. En þá komst ég að einhverju sem bjargaði mér. Það er búið að hækka 0,5 lítra gosið í 160 krónur hérna í HR.
Nú vantaði 13 krónur upp á sem er ekkert svo pirrandi. Fjúkk!
Nú vantaði 13 krónur upp á sem er ekkert svo pirrandi. Fjúkk!
föstudagur, 3. mars 2006
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þetta ætti að halda ykkur góðum þangað til eftir helgi:
Ég er semsagt gulur. Frábært.
|
Ég er semsagt gulur. Frábært.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þegar maður er að kljást við bólu í andliti er ágætt að lesa þetta. Setur allt í rétt samhengi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)