sunnudagur, 28. maí 2006

Vidir Thorarinsson er merkilegur kappi. Ekki nog med ad hann se storskemmtilegur og ca endalaust fyndinn heldur er hann einnig kominn med bloggsidu. Hann er allra sidasta vigid sem fellur i fadm vid bloggheiminn. Vertu velkominn Vidir. Vertu nu fyndinn a bladi.

Kikid a bloggid hans her.

laugardagur, 27. maí 2006

Eg var ad fretta af andlati ungs manns fra Egilsstodum sem het Petur. Eg vil gjarnan votta ollum theim sem hann thekktu samud mina. Eg kannadist litillega vid strakinn i gegnum korfubolta og eg gat ekki betur sed en tharna var mjog hress og skemmtilegur drengur a ferdinni. Hans verdur saknad af ollum.
Eg gleymdi vist ad taka thad fram ad eg aetladi i nokkra vikna ferdalag um Evropu i sidustu faerslu. Allavega, eg er staddur i Svithjod thegar thetta er ritad ad ljuka ferdinni. Eg mun skrifa um thetta thegar eg kem heim a midvikudaginn eda fimmtudaginn.

Thad er annars helst ad fretta ad eg er ekki lengur fataekur namsmadur. Nu er eg bara fataekur madur.

þriðjudagur, 9. maí 2006

Í gær lauk ég síðasta hluta náms míns við Háskóla Reykjavíkur þegar ég skilaði inn BS ritgerð við hátíðlega athöfn á skrifstofu HR. Myndir voru teknar og verða birtar fljótlega. [Eitthvað rosalega fyndið.]
Á miðnætti áðan á stúdentagörðunum Höfða, vaknaði ég við það að fólk var að grilla (og brenna matinn) fyrir utan gluggann hjá mér. Það nægði þessum þremur stelpum ekki tala saman heldur þurftu þær að öskrast á. Einnig nægði þeim ekki að hlæja að hvorri annarri heldur öskra ennþá hærra. Þegar mig var farið að svíða í augun vegna reyks, eyrun af öskrunum og í heilann af leiðindasamtölum fólksins ákvað ég að...gera ekkert.

Þær fóru að lokum, rétt eins og öll mín vandamál ef maður lætur þau vera nógu lengi. Ég á ekki eftir að sakna Höfða og skammast mín ekkert fyrir það.

sunnudagur, 7. maí 2006

Það er ótrúlegt hve auðvelt er að spara tíma og peninga með litlum breytingum. Fólk virðist bara ekki vera að átta sig á því, hvað þá taka þessar tillögur mínar trúanlegar.

Dæmi: Það er hægt að spara hundruði milljónir króna á ári ef hver og einn íslendingur sleppir því að hlæja og segir "lol" í staðinn, sem er skammstöfun fyrir "Laughing Out Loud" (ísl. hlær upphátt). Hér eru rannsóknargögn mín og útreikingar:

Á Íslandi búa um 300.000 manns. Gefum okkur að 95% hafi þann hæfileika að hlæja. Það eru 285.000 manns. Gefum okkur einnig að 95% af þeim geta talað og lært ný orð á stuttum tíma (semsagt ekki ungabörn og vanvitar), sem gera 270.750 manns.

Gefum okkur að hver einstaklingur hlæi 10 sinnum á dag að meðaltali. Gefum okkur ennfremur að í 40% tilvika hlær einstaklingur það mikið að hann sé óvinnufær í þær sekúndur sem hláturinn fer fram, sem gera 4 hláturstilvik. Það síðasta sem við gefum okkur svo er að hver hlátur sem gerir okkur óvinnufær endist í 10 sekúndur.

Að segja "lol" stundarhátt með meðalmiklum áhuga tekur 0,1 úr sekúndu. Að segja "LOL!" hátt og snjallt með miklum áhuga tekur hinsvegar 0,5 sekúndu. Gert er ráð fyrir að 10% hláturs sé "LOL!" hlátur og 90% hláturs sé "lol" hlátur. Það má því segja að meðal"lol"ið taki um 0,14 sekúndur.

Samkvæmt Hagstofu Íslands voru meðaltekjur íslendinga 272.400 krónur á mánuði og meðaltímafjöldi unnir á mánuði um 198,77. Meðaltímakaupið er því rúmlega 1.370 krónur.

Alls eyða íslendingar um 3.008 klukkustundir á dag í hlátur ((270.750 * 10 sekúndur * 4 hlátursstundum)/(60 (fyrir mínútur)*60 (fyrir klukkustundir))).

Alls myndu íslendingar eyða um 42 klukkustundum í hlátur ef "lol" yrði notað. Mismunurinn, 2.966 klukkustundir yrðu notaðar í að vinna vinnuna sína.

Íslendingar gætu því grætt 4.063.420 krónur á dag (tímakaup * sparaðar klukkustundir á dag) með því að skipta stjórnlausum hlátri yfir í "lol", sem gera 1.484.164.155 krónur á ári eða vel yfir milljarð króna.

Ég mæli með því að stjórnvöld taki þessa hugmynd mína upp á arma sína og leggi bara brotabrot af þessari upphæð, segjum 200 milljónir króna, inn á reikning hjá mér (nr. 175-26-1977 kt 2807784439).

Djók.

föstudagur, 5. maí 2006

Jónas Reynir enn að halda úti bloggsíðu. Þetta er í sprilljarðasta skipti sem hann reynir en Jónas er þekktur fyrir að gefast ekki upp þótt af baki detti.

Kíkið á nýju síðuna hans hér.
Það er ótrúlegt hvað vondir drykkir geta lyktað vel. Nokkur dæmi:

* Bjór. Lyktar mjög vel og er girnilegur á að líta. En bragðið er hreinn viðbjóður, sama hvaða tegund er um að ræða eða hitastig drykksins.

* Kaffi. Ef kaffi myndi bragðast eins og það lyktar þá væru öll heimsins vandamál úr sögunni. Ef það lyktaði eins og það bragðast þá myndi ekki nokkur maður drekka þennan viðbjóð.

* Ilmvatn. Sama hvaða tegund, það er ekki hægt að drekka þennan viðbjóð.

fimmtudagur, 4. maí 2006

Innan skamms mun verða gefin út "The Bible" dvd diskur þar sem talsvert verður af aukaefni, sem ekki rataði í upprunalegu útgáfuna á biblíunni. Hér er smá sýnishorn. Athugið að það er bannað börnum sem kunna ensku.

Jesús var frekar grófur í kjaftinum.
Í dag sá ég bíl sem ég varð að brjótast inn í fyrir utan Háskólann í Reykjavík. Ég litaðist í kringum mig og tryggði að enginn sá til mín þegar ég snaraði mér fimlega að honum og athugaði hvort hann væri ólæstur. Orð fá ekki lýst hversu hamingjusamur ég varð þegar í ljós kom að bíllinn var opinn. Ég leit einu sinni enn í kringum mig áður en ég vatt mér í bílinn og slökkti ljósin sem voru kveikt. Ég er hin ósýnilega hetja skólans, rétt eins og Spiderman, sem ég einmitt horfði á í gærkvöldi.

Algjörlega ótengt þessu; á einhver svona spidermanbúning eins og í bíómyndinni og jafnvel einhverja þræði sem þola 78 kílóa mann?

þriðjudagur, 2. maí 2006

Ég hét sjálfum mér því þegar þetta blogg byrjaði að leggjast aldrei svo lágt að notast við prumphúmor, þrátt fyrir að það sé elsti og fullkomnasti húmor sem til er en þar sem ég hef hvort eð er brotið öll mín lífsmottó frá því ég var lítill eins og að verða aldrei fullur, safna aldrei yfirvaraskeggi og aldrei nokkurntíman safna yfirvaraskeggi og fara svo á fyllerí, hef ég ákveðið að láta þetta bara flakka:

Það er svo kvenlegur maður að læra fyrir aftan mig í herberginu að ég á í erfiðleikum með að leysa vind með góðri samvisku.

mánudagur, 1. maí 2006

Eins og alþjóð* veit þá þýðum við Arthúr á ensku hér. Allavega, í gærkvöldi fengum við okkar fyrsta póst frá lesanda síðunnar. Lesandinn heitir Gary Lee Horton og í aðdáendabréfinu stóð:

"This comic blows. Quit making it."

Við ákváðum í trylltu skapi að svara í sömu mynt:

"Hey Gary.

Spegill á þig! Rúst.

kv.
Finnur og Jonni
"

Það er langt síðan ég hef staðið í svona rústi. Vildi bara monta mig.

*Alþjóð = enginn
Í nótt dreymdi mig að ég ætti einhverja bloggsíðu sem ég hefði verið með í gangi í nokkur ár og væri búinn að slóra alltof lengi að skrifa færslu á. Mjög raunverulegur draumur.

Sem betur fer hef ég engar áhyggjur af neinu svoleiðis, heldur bara BS ritgerðinni sem á að skila núna eftir viku.