1. Fólk sem gefur ekki stefnuljós
Það er annað hvort of heimskt til að kunna á stefnuljós eða svo troðfullt af sjálfu sér að það getur ekki sýnt öðrum þá kurteisi og tillitssemi að gefa stefnuljós.
Hér er videó sem lýsir hug mínum til þessara fávita:
Úr einni af minni uppáhaldsmyndum, Shoot'em up.
2. Þrívíddar bíómyndir
Tilgangslaus viðbót sem krefst þess að maður horfi á myndina með fáránleg gleraugu, eins og hálfviti, þegar ég nota gleraugu fyrir (eins og hálfviti). Ekki nóg með það heldur kostar meira á þessar fáránlegu myndir. Í bónus virðast svo bara sms sendandi krakkafífl hafa gaman af þrívíddinni. Og þar sem enginn nema ég virðist ætla að berjast gegn offjölgun í heiminum, þá er nóg af þeim þarna úti.
3. Að vakna snemma
Snemma í mínum huga er fyrir hádegi.
4. Handklæðið mitt
Fyrir hálfu ári keypti ég handklæði sem var það mýksta sem ég hef komist í kynni við. Eini gallinn var að ca 10% af handklæðinu varð eftir á líkama mínum eftir notkun. Ég hef þvegið það vikulega síðan, stundum á suðu og oftar en ekki án mýkingarefnis, þar sem mér var bent á að það myndi laga það. Í dag er það ekki lengur mjúkt en skilur enn eftir sig ummerki eftir notkun. Í gær áttaði ég svo á mig að ég hata handklæðið.
Og nei, ég ætla ekki að kaupa mér þurrkara til að geta notað þetta eina andskotans handklæði.