Í Peugeot fréttum er þetta helst:
1. Svo virðist sem fuglar höfuðborgarsvæðisins séu með nokkuð góðan smekk á bílum eins og sést á myndinni sem var tekin fyrr í kvöld:
Þeir hafa amk sömu skoðun á Peugeot hrúgaldinu mínu og ég. Á myndina vantar skot á tvær rúður. Á myndinni er Björgvin bróðir.
2. Í kvöld komst ég líka að því að það virðist vera komið smá húðkrabbamein í eina fæðingarblett bílsins:
Ég sem hélt að þetta væru eðlileg litbrigði í fallega rauðu húðinni hans. Það munar ekki miklu að ég sé pínu sorgmæddur yfir þessu. Kannski næst.
3. Um daginn fór ég í Fitness sport á Peugeot sjúklingnum, þar sem ég tjáði afgreiðslumanninum að ég hefði í hyggju að hefja lyftingar á ný. Samtal:
Afgreiðslumaður: Hvað ertu? 192 cm?
Ég: Nei. Ég er 192...og hálfur.
Afgreiðslumaður: Ehh...já. Ok.
Ég, hugsandi: Bravó, Finnur. Þú ert hálfviti.
Það er aldrei hægt að vera of nákvæmur. Það segi ég alltaf. Eða annað slagið.
þriðjudagur, 31. maí 2011
föstudagur, 27. maí 2011
Samtal í búningsklefa
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eftirfarandi samtal heyrði ég út undan mér í búningsklefa ræktarinnar í kvöld. Ekki aðeins var innihald þess áhugavert heldur var röktækni umræddra ræðusnillinga stórbrotin:
A: Hey faggi!
B: Ég faggi? Þú ert faggi.
A: Nei. Þú. Faggi.
B: Hah! Nei nei. Þú ert faggi.
A: Nei. [Þekktur samkynhneigður Íslendingur] bíður eftir þér frammi.
B: Nei. Hann bíður eftir þér.
A: Nei. Þér. Hann ætlar að [athöfn] á þér [kynfæri].
B: Nei nei. Hann bíður eftir þér.
Á þessum tímapunkti voru þeir báðir búnir að klæða sig úr öllu og fóru saman í sturtu, þar sem ég geri ráð fyrir að samtalið hafi haldið áfram.
A: Hey faggi!
B: Ég faggi? Þú ert faggi.
A: Nei. Þú. Faggi.
B: Hah! Nei nei. Þú ert faggi.
A: Nei. [Þekktur samkynhneigður Íslendingur] bíður eftir þér frammi.
B: Nei. Hann bíður eftir þér.
A: Nei. Þér. Hann ætlar að [athöfn] á þér [kynfæri].
B: Nei nei. Hann bíður eftir þér.
Á þessum tímapunkti voru þeir báðir búnir að klæða sig úr öllu og fóru saman í sturtu, þar sem ég geri ráð fyrir að samtalið hafi haldið áfram.
þriðjudagur, 24. maí 2011
Besta stæðið við Laugar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessa mynd tók ég í gærkvöldi af því tilefni að ég náði besta stæðinu við Laugar, þriðja kvöldið í röð (þeas næst innganginum). Ég á rauða...ætli þetta flokkist ekki undir bifreið.
Það sem er merkilegra við myndina er að þegar ég hóf myndavélina á loft skalf ég svo mikið úr kulda að ég hélt að myndin yrði hreyfð. Þegar ég svo sá viðfangsefnið, Peugeot ruslið mitt, fylltist ég svo miklu hatri og heift að ég byrjaði að skjálfa í takt við fyrri skjálftann, svo úr varð algjörlega kyrr hendi og fullkomlega vel tekin mynd.
Lærdómur: Þegar kemur að myndatöku, getur verið gott að vera uppfullur af stjórnlausu hatri.
mánudagur, 23. maí 2011
Lausn við þreytuvandamáli
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir tæpum tveimur vikum hætti ég að drekka gos en það hafði ég drukkið óhóflega upp á síðkastið til að sporna við ofurþreytu sem hefur herjað á mig. Eftir sólarhring af gosleysi og nánast stanslausu geyspi fór ég að velta fyrir mér öðrum leiðum til að minnka þreytuna.
Hér eru valkostirnir:
1. Kaffi
Ég myndi frekar drekka hland en þann viðbjóðs vökva.
2. Vodki
Það er ekki vel séð að vera reynandi við alla í vinnunni.
3. Orkudrykkir
Ég fæ brjóstsviða á of mörgum orkudrykkjum, svo ég spara mér þá fyrir ræktina.
4. Amfetamín
Það er illa séð að dansa ber að ofan í vinnunni.
Svo datt ég á lausnina, alveg óvart, fyrir um 10 dögum síðan: Að sofa 12 tíma á dag. Lausnin var fyrir framan nefið á mér allan tímann!
Reyndar minnkar það ekki þreytuna. En samt. Fín lausn.
Hér eru valkostirnir:
1. Kaffi
Ég myndi frekar drekka hland en þann viðbjóðs vökva.
2. Vodki
Það er ekki vel séð að vera reynandi við alla í vinnunni.
3. Orkudrykkir
Ég fæ brjóstsviða á of mörgum orkudrykkjum, svo ég spara mér þá fyrir ræktina.
4. Amfetamín
Það er illa séð að dansa ber að ofan í vinnunni.
Svo datt ég á lausnina, alveg óvart, fyrir um 10 dögum síðan: Að sofa 12 tíma á dag. Lausnin var fyrir framan nefið á mér allan tímann!
Reyndar minnkar það ekki þreytuna. En samt. Fín lausn.
Flokkað undir
Atferli
föstudagur, 20. maí 2011
Dexter - Sería fimm
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Áður en lengra er haldið: Þið sem horfið ekki á þættina Dexter, smellið á slembihnappinn í stikunni fyrir ofan. NÚNA!
Ég hef nú loksins lokið við að horfa á fimmtu seríuna af uppáhalds þáttum mínum, Dexter. Fyrstu fjórar voru stórkostlegar. Allt við þær var og er frábært. Söguþráðurinn, karakterarnir, leikararnir og allt annað sem hægt er að greina.
Þessi nýjasta sería er vægast sagt slæm. Svo slæm er hún að ég kýs að tjá mig um hana í formi grafs:
Ástæðan fyrir því að sería fimm er ömurleg? Karakterinn Lumen, leikinn af Julia Stiles. Ekki aðeins er karakterinn gjörsamlega óþolandi, sígrenjandi og ofhlaðinn tilfinningum og öðrum viðbjóði, heldur er hann er svo illa leikinn að ég átti erfitt með að roðna ekki við áhorfið.
Skelfilegur niðurtúr á þessum frábæru þáttum. Ég vona af öllu afli að sería sex verði allt það sem sería fimm var ekki.
Ég hef nú loksins lokið við að horfa á fimmtu seríuna af uppáhalds þáttum mínum, Dexter. Fyrstu fjórar voru stórkostlegar. Allt við þær var og er frábært. Söguþráðurinn, karakterarnir, leikararnir og allt annað sem hægt er að greina.
Þessi nýjasta sería er vægast sagt slæm. Svo slæm er hún að ég kýs að tjá mig um hana í formi grafs:
Ástæðan fyrir því að sería fimm er ömurleg? Karakterinn Lumen, leikinn af Julia Stiles. Ekki aðeins er karakterinn gjörsamlega óþolandi, sígrenjandi og ofhlaðinn tilfinningum og öðrum viðbjóði, heldur er hann er svo illa leikinn að ég átti erfitt með að roðna ekki við áhorfið.
Skelfilegur niðurtúr á þessum frábæru þáttum. Ég vona af öllu afli að sería sex verði allt það sem sería fimm var ekki.
Flokkað undir
Rant
þriðjudagur, 17. maí 2011
Ræktarferðir helgarinnar part 3
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Eins og áður hefur komið fram fór ég í ræktina á sunnudaginn. Þar lyfti ég lóðum og teygði svo vel í þar til gerðri aðstöðu.
Áður en lengra er haldið er betra að útskýra nokkur atriði:
1. Í Laugum taka flestir sér lítið handklæði til að þurrka sér og tækjunum þegar áður/eftir að þau eru notuð.
2. Að ræktarferð lokinni tekur hver og einn sitt handklæði og setur í þar til gerða þvottakörfu við útganginn.
2. Ég er mjög utan við mig dags daglega. Jafnvel yst við mig.
Allavega, þegar teygjum var lokið tók ég handklæðið sem var orðið rennandi blautt af svita og reyndi að þurrka mér í síðasta sinn í andlitinu, aðeins til að skila mér meira blautum en áður.
Þá áttaði ég mig á því að handklæðið mitt var á herðunum á mér, skrjáfaþurrt og að einhver hafði skilið svitablauta handklæðið sitt eftir við hliðina á mér.
Ég held ég hafi aldrei verið jafn nálægt því að æla úr viðbjóði. Ég lagði svo inn beiðni til yfirmanna World Class um að hafa vírbusta í sturtunum, fyrir harðkjarna þrifnað.
Áður en lengra er haldið er betra að útskýra nokkur atriði:
1. Í Laugum taka flestir sér lítið handklæði til að þurrka sér og tækjunum þegar áður/eftir að þau eru notuð.
2. Að ræktarferð lokinni tekur hver og einn sitt handklæði og setur í þar til gerða þvottakörfu við útganginn.
2. Ég er mjög utan við mig dags daglega. Jafnvel yst við mig.
Allavega, þegar teygjum var lokið tók ég handklæðið sem var orðið rennandi blautt af svita og reyndi að þurrka mér í síðasta sinn í andlitinu, aðeins til að skila mér meira blautum en áður.
Þá áttaði ég mig á því að handklæðið mitt var á herðunum á mér, skrjáfaþurrt og að einhver hafði skilið svitablauta handklæðið sitt eftir við hliðina á mér.
Ég held ég hafi aldrei verið jafn nálægt því að æla úr viðbjóði. Ég lagði svo inn beiðni til yfirmanna World Class um að hafa vírbusta í sturtunum, fyrir harðkjarna þrifnað.
mánudagur, 16. maí 2011
Ræktarferðir helgarinnar part 2
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær braut ég odd af oflæti mínu og fór í ræktina á háannatíma, enda varla annað hægt á sunnudegi eftir Eurovision. Ferðin var ekki í frásögu færandi nema ef ég hefði ekki gert mig að fífli á eftirminnilegan hátt.
Eftir ræktina, sturtu, gel ísetningu, rakakremsmurningu og fleira gekk ég úr húsinu. Á leiðinni út mætti ég talsverður fjölda manna og kvenna sem öll virtust hafa mikinn áhuga að ná augnsambandi við mig, hélt ég. Ég var sérstaklega ánægður með að sæta stelpan í anddyrinu virtist ekki geta hætt að horfa á mig og brosa fallega.
Þegar ég kom í bílinn sá ég svo að ég hafði gleymt að smyrja úr hvítu rakakremsklessunni við annað munnvikið.
Kominn tími til að skipta um ræktarstöð. Jafnvel land.
Eftir ræktina, sturtu, gel ísetningu, rakakremsmurningu og fleira gekk ég úr húsinu. Á leiðinni út mætti ég talsverður fjölda manna og kvenna sem öll virtust hafa mikinn áhuga að ná augnsambandi við mig, hélt ég. Ég var sérstaklega ánægður með að sæta stelpan í anddyrinu virtist ekki geta hætt að horfa á mig og brosa fallega.
Þegar ég kom í bílinn sá ég svo að ég hafði gleymt að smyrja úr hvítu rakakremsklessunni við annað munnvikið.
Kominn tími til að skipta um ræktarstöð. Jafnvel land.
Flokkað undir
Rækt
sunnudagur, 15. maí 2011
Ræktarferðir helgarinnar part 1
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær var uppáhalds ræktardagurinn minn á árinu en þá voru úrslitin úr Eurovision sýnd á RÚV. Ég tók því „Finnur var einn í heiminum“ ræktardag, þar sem ég var 10% allra gesta ræktarinnar. Ekki af því ég er svona margur, heldur vegna þess að ræktin var blessunarlega nánast laus við mannfólk.
Eftir rækt fór ég í bíó með Sibba (á myndina Paul, sem er fín. 6/10 eða 2,5/4) og svo heim í Excel, þar sem var grunsamlega fámennt.
Ég hef áður gert graf um það hvenær best sé að fara í ræktina út frá tíma dags. Hér er graf yfir hvenær er best að fara í ræktina út frá tíma árs:
Smelltu á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga. |
Best væri auðvitað að fara þegar er
föstudagur, 13. maí 2011
Endurskipulagning
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að endurskipuleggja á mér andlitið:
Áður en lengra er haldið er best að svara nokkrum spurningum:
Nei, þetta er ekki...
...nýtt húðflúr.
...tilraun með augnskugga.
...hárkolla. Þetta eru augabrúnirnar á mér.
...ég ósofinn í helmingi andlitsins.
...sólbrúnka.
...glóðarauga eftir að hafa verið skallaður óvart í andlitið í körfubolta á miðvikudagskvöldið.
...Gísli Sig. Þetta er ég.
Það er vandræðalegt að viðurkenna en þetta er sogblettur. Minn fyrsti í mörg ár. Myndavélin nær alls ekki að fanga fallega fjólubláa bjarmann sem stendur af honum.
Áður en lengra er haldið er best að svara nokkrum spurningum:
Nei, þetta er ekki...
...nýtt húðflúr.
...tilraun með augnskugga.
...hárkolla. Þetta eru augabrúnirnar á mér.
...ég ósofinn í helmingi andlitsins.
...sólbrúnka.
...glóðarauga eftir að hafa verið skallaður óvart í andlitið í körfubolta á miðvikudagskvöldið.
...Gísli Sig. Þetta er ég.
Það er vandræðalegt að viðurkenna en þetta er sogblettur. Minn fyrsti í mörg ár. Myndavélin nær alls ekki að fanga fallega fjólubláa bjarmann sem stendur af honum.
Flokkað undir
Mynd
fimmtudagur, 12. maí 2011
Netpókerárangur kvöldsins
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er kominn tími til að fylgja þessari pókerbloggfærslu eftir með skýrslu um árangur kvöldsins.
Ég spilaði á þremur pókermótum á Pokerstars og tók aðeins tæplega 10 mínútur að klára þau, sem er ótrúlega góður árangur. Hér eru niðurstöðurnar:
Mót 1: 27 manna mót. Varð í 25. sæti eftir 3 mínútur.
Mót 2: 27 manna mót. Varð í 24. sæti eftir 5 mínútur.
Mót 3: 18 manna mót. Varð í 16. sæti eftir mínútu.
Nettó hagnaður: -10 dollarar.
Nettó tap: +10 dollarar.
Gremja: +10 gröm.
Til að slökkva gremju mína horfði ég ekki á Sex and the city þátt á Stöð 2. Það væri fásinna. Haltu kjafti.
Ég spilaði á þremur pókermótum á Pokerstars og tók aðeins tæplega 10 mínútur að klára þau, sem er ótrúlega góður árangur. Hér eru niðurstöðurnar:
Mót 1: 27 manna mót. Varð í 25. sæti eftir 3 mínútur.
Mót 2: 27 manna mót. Varð í 24. sæti eftir 5 mínútur.
Mót 3: 18 manna mót. Varð í 16. sæti eftir mínútu.
Nettó hagnaður: -10 dollarar.
Nettó tap: +10 dollarar.
Gremja: +10 gröm.
Til að slökkva gremju mína horfði ég ekki á Sex and the city þátt á Stöð 2. Það væri fásinna. Haltu kjafti.
Flokkað undir
Póker
þriðjudagur, 10. maí 2011
Peugeot til bjargar
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær, þegar fór að nálgast viku síðan eitthvað gerðist í lífi mínu og að ég fékk hugmynd að sæmilegri bloggfærslu, ákvað ég að grípa til örþrifaráða: Ég fór á rúntinn á Peugeot draslinu mínu.
Þegar í harðbakkann slær í blogghugmyndabransanum get ég alltaf treyst á Peugeot-inn minn til að redda mér hugmynd að bloggfærslu. Áður en ég lagði af stað á rúntinn hvíslaði ég stundarhátt með örlítið brostinni röddu "Ekki bregðast mér núna, helvítis ógeðið þitt".
Rúmum tveimur tímum síðar brást hann eftirminnilega og skilaði mér hugmynd að bloggfærslu með því að bila ekki. Ég komst klakklaust á rúntinn í tvo tíma án þess að neitt gerðist: Engin bilun, ekkert hrundi af og engin ný hljóð heyrðust. Stórbrotið afrek sem kemst í sögubækurnar.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki Peugeot-inn minn. Sennilega ekki að blogga, úti á meðal fólks.
Þetta er síðasta færslan í bili sem fjallar um andleysi mitt. Ég lofa. Nema auðvitað að andleysið haldi áfram. Þá hef ég ekkert annað að skrifa um.
Þegar í harðbakkann slær í blogghugmyndabransanum get ég alltaf treyst á Peugeot-inn minn til að redda mér hugmynd að bloggfærslu. Áður en ég lagði af stað á rúntinn hvíslaði ég stundarhátt með örlítið brostinni röddu "Ekki bregðast mér núna, helvítis ógeðið þitt".
Rúmum tveimur tímum síðar brást hann eftirminnilega og skilaði mér hugmynd að bloggfærslu með því að bila ekki. Ég komst klakklaust á rúntinn í tvo tíma án þess að neitt gerðist: Engin bilun, ekkert hrundi af og engin ný hljóð heyrðust. Stórbrotið afrek sem kemst í sögubækurnar.
Ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki Peugeot-inn minn. Sennilega ekki að blogga, úti á meðal fólks.
Þetta er síðasta færslan í bili sem fjallar um andleysi mitt. Ég lofa. Nema auðvitað að andleysið haldi áfram. Þá hef ég ekkert annað að skrifa um.
Flokkað undir
Peugeot
mánudagur, 9. maí 2011
Þrjár flugur - Eitt högg
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Um helgina náði ég að steindrepa þrjár flugur í einu höggi þegar ég svaf í 17 tíma í einu. Þannig náði ég að hætta að vera þreyttur í ca tvo tíma, búa til afrekssögu fyrir næsta partí og vera stoltur af einhverju sem ég hef gert í lífinu.
Stefnan er svo tekin á að sofa 17 tíma samtals það sem eftir lifir viku, til að bæta niður fyrir svefninn.
Stefnan er svo tekin á að sofa 17 tíma samtals það sem eftir lifir viku, til að bæta niður fyrir svefninn.
Flokkað undir
Atferli
föstudagur, 6. maí 2011
Svefnleysistónlistarfærsla
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag lærði ég að 2ja tíma nætursvefn lætur mig m.a. reyna að opna hurðina að íbúðinni minni með aðgangskortinu í vinnuna í stað lykilsins eða þar til ég áttaði mig ca 10 sekúndum síðar. Gæti verið verra svo sem. Ég gæti t.d. hafa reynt að opna hana með neyðar bíllyklinum mínum, sem er exi.
Ég lærði líka að þetta magn af svefni lætur mig vera algjörlega andlausan. Svo hér eru þrjú fyrstu lögin af uppáhalds disknum mínum þessa dagana, Swim með Caribou (sem halda tónleika 22. maí næstkomandi á NASA í Reykjavík). Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera frábær og að ég hef ekki dansað einn við þau hér heima langt fram á nótt þar til ég emja úr þreytu. Ekki sannanlega amk. Nema þið spyrjið nágrannana. Sem þið gerið ekki.
1. Odessa
Fjallar um Odessa sem gerir kankastrik. Hvað sem það er.
2. Sun
Fjallar um sólina, held ég.
3. Kaili
Fjallar um lesblindan mann sem elskar blómkál.
Ég lærði líka að þetta magn af svefni lætur mig vera algjörlega andlausan. Svo hér eru þrjú fyrstu lögin af uppáhalds disknum mínum þessa dagana, Swim með Caribou (sem halda tónleika 22. maí næstkomandi á NASA í Reykjavík). Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera frábær og að ég hef ekki dansað einn við þau hér heima langt fram á nótt þar til ég emja úr þreytu. Ekki sannanlega amk. Nema þið spyrjið nágrannana. Sem þið gerið ekki.
1. Odessa
Fjallar um Odessa sem gerir kankastrik. Hvað sem það er.
2. Sun
Fjallar um sólina, held ég.
3. Kaili
Fjallar um lesblindan mann sem elskar blómkál.
miðvikudagur, 4. maí 2011
Slæmar matarákvarðanir
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag gerði ég þau mistök að borða vínarbrauð. Ekki nóg með að vínarbrauð sé dýrt og óhollt heldur er það með eitt versta "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall sem finnst dags daglega.
Hér má sjá það sem ég borðaði í dag í smá grafi sem ég útbjó:
Grafið er einfalt. Það sýnir, á ótilgreindum skala, hvar hver máltíð lendir þegar kemur að góðu bragði og vanlíðan minni eftir hana. Rauði liturinn táknar slæmt "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall og blái gott "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall.
Cheerios er bragðdauft og hefur lítil áhrif á líðan mína, nammi er bragðgott og hefur slæm áhrif. Kjúklingur er með því betra sem ég fæ og hann leggst vel í mig. Vínarbrauð er á hinum enda skalans: mér finnst það ógeðslegt og líður hræðilega eftir að hafa borðað það.
Þetta er þó lítil vanlíðan miðað við meistara slæmra líðanna:
Þarna má sjá KFC máltíðir í dýpsta mögulega rauða litnum á sama grafi og að ofan, eftir að hafa þysjað út á vanlíðar skalanum (ens.: zoom out). Ekkert getur látið mér líða verr, fyrir utan mögulega að drepa mann. Og éta hann.
Hér má sjá það sem ég borðaði í dag í smá grafi sem ég útbjó:
Grafið er einfalt. Það sýnir, á ótilgreindum skala, hvar hver máltíð lendir þegar kemur að góðu bragði og vanlíðan minni eftir hana. Rauði liturinn táknar slæmt "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall og blái gott "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall.
Cheerios er bragðdauft og hefur lítil áhrif á líðan mína, nammi er bragðgott og hefur slæm áhrif. Kjúklingur er með því betra sem ég fæ og hann leggst vel í mig. Vínarbrauð er á hinum enda skalans: mér finnst það ógeðslegt og líður hræðilega eftir að hafa borðað það.
Þetta er þó lítil vanlíðan miðað við meistara slæmra líðanna:
Þarna má sjá KFC máltíðir í dýpsta mögulega rauða litnum á sama grafi og að ofan, eftir að hafa þysjað út á vanlíðar skalanum (ens.: zoom out). Ekkert getur látið mér líða verr, fyrir utan mögulega að drepa mann. Og éta hann.
Flokkað undir
Graf
mánudagur, 2. maí 2011
Vesturlandavandamál
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær svaf ég til klukkan 17:30 og yfir mig í ræktina eftir að hafa spilað netpóker fram undir morgunn. Í staðinn fyrir að fara í ræktina borðaði ég yfir mig af nammi og horfði á NBA þar til ég fékk tak í bakið, þannig að ég á erfitt með að hreyfa mig í dag. Svo eru demantsskórnir mínir pínu þröngir.
Það er ótrúlega erfitt að búa á vesturlöndum.
Það er ótrúlega erfitt að búa á vesturlöndum.
Flokkað undir
Atferli
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)