þriðjudagur, 5. ágúst 2003

Í gær ákvað ég að eyða deginum í leti og óhollustu með því að leigja 2 spólur og taka hljóðið af gemsanum. Myndirnar 'the time machine' og 'frailty' en báðar eru þær frekar nýlegar.

The Time machine fjallar um mann frá ca 1890 sem missir ástmey sína af hálfgerðum slysförum og byggir því að sjálfsögðu tímavél til að breyta sögunni. Slys veldur því að hann fer ca 800.000 ár fram í tímann.
Mjög áhugavert efni en farið er alltof mikið í eitthvað eitt ævintýri í stað þess að einblína meira á afleiðingar mannkyns og jarðarinnar. Myndin byrjar vel þrátt fyrir mjög tilgerðalegan leik Guy Pierce, sem reyndar skánar þegar líður á myndina, en myndin versnar talsvert undir lokin. Tæknibrellurnar eru frábærlega gerðar. Tvær stjörnur af fjórum. Myndin hefði fengið 4 stjörnur ef Samantha Mumba hefði sést nakin.

Frailty er um fjölskyldu sem inniheldur mann á fertugsaldri og syni hans tvo, ca 10-14 ára. Maðurinn fer einn daginn að segjast hafa séð guð og að hann hafi sagt honum að myrða nokkra djöfla sem eru í mannsmynd.
Myndin er vel sett upp og heldur manni við efnið allan tímann. Lokin á myndinni koma á óvart en hefði mátt setja öðruvísi upp. Leikurinn er nánast óaðfinnanlegur. Þetta er fyrsta mynd Bill Paxton sem leikstjóri og ferst honum það vel úr hendi. Þrjár stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.