föstudagur, 15. ágúst 2003

R.I.P. Toyota Corolla árg. 1980. Í eigu minni 1999-2003.


Í ljósi þess að sumarleikur veftímaritsins 'við rætur hugans' var sleginn upp í grín af fólki sem eru áskrifendur hef ég ákveðið að selja aðra bifreið mína vel undir kostnaðarverði. Það var 1999 sem ég keypti Corolluna, þá 19 ára gamla. Síðan þá höfum við gengið í gegnum margt, m.a. var henni stolið á heitu sumarkvöldi og auðvitað skilað daginn eftir í slæmu ásigkomulagi enda gengið í gegnum mikið. Það var svo seint á síðasta ári að gírarnir fóru að klikka og ákvað ég í framhaldi af því að eyða ekki fleiri krónum í hana, þrátt fyrir eldinn sem brann í hjarta mínu gagnvart henni.
Ég auglýsi hana hérmeð gefins fyrir litlar kr. 10.000. Hún er fáránlega vel með farin, aðeins keyrð um 115.000 km og í góðu standi fyrir utan gírskiptingu. Hún er gangfær og vel það. Verðugt verkefni fyrir ævintýragjarna bílaáhugamenn, fífldjarfar ofurhetjur eða hvern sem er. Áhugasamir hafið samband við mig hér eða hér. Þetta er ekki grín, vinsamlegast berið virðingu fyrir sorg minni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.