laugardagur, 23. ágúst 2003

Ég biðst velvirðingar á dagbókarfærsluleysi í dag. Ég hef verið að njóta veðurblíðunnar hérna á Egilsstöðum í síðasta skipti að því er virðist. Í kvöld er svo planið að kíkja á Lubba Klettaskáld lesa ljóð í stærðarinnar tjaldi í tilefni af Ormsteiti sem er í gangi þessa helgina. Síðar í kvöld er áætlað að mæta í teiti hjá Bergvini og Garðari, taka myndir og leiga svo spólu og hafa það náðugt síðasta kvöldið hérna. Ég verð að öllum líkindum kominn til Reykjavíkur eftir 24 tíma.

Það væri ljúft ef gestir og gangandi gætu séð sér fært að skrifa í gestabókina sem er stödd hérna og þarna uppi í hægra horni. Með fyrirfram þökkum til þeirra sem munu skrifa og kærum þökkum til þeirra sem nú þegar hafa ritað nafn sitt ásamt ummælum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.